„Mestu skiptir að þjónustan hefur nú verið tryggð“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. apríl 2018 22:14 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra Fréttablaðið/Eyþór Samningar tókust í kvöld milli Sjúkratrygginga Íslands og sjálfstæðra ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. Endurskoðaður rammasamningur um þjónustuna hefur verið undirritaður af samningsaðilum og staðfestur af heilbrigðisráðherra, samkvæmt upplýsingum frá vellferðarráðuneytinu. Eins og kom fram á Vísi í kvöld tekur samningurinn gildi strax. Ljósmæður sem veitt hafa þjónustu á grundvelli rammasamnings munu hefja störf nú þegar. Fundurinn var boðaður með skömmum fyrirvara og lauk um klukkan átta í kvöld. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikinn létti að búið sé að semja um þessa mikilvægu þjónustu og ná lendingu sem hún telji að allir geti vel við unað. „Mestu skiptir að þjónustan hefur nú verið tryggð. Af hálfu ríkisins var viðurkennt að leggja þyrfti meira fé inn í samninginn og samningsaðilar urðu ásáttir um ákveðnar breytingar til að styrkja umgjörð þjónustunnar.“ Þrátt fyrir að samningar hafi náðst í kvöld er ekki búist við því að álagið á sængurkvennadeild Landspítalans léttist fyrr en í fyrramálið. Samningurinn var undirritaður í ráðuneytinu núna í kvöld en ekki allir sem dvelja á deildinni tilbúnir að æða strax af stað heim. Sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu munu flestar hefja aftur störf nú í kvöld eða á morgun. Samningurinn sem skrifað var undir í kvöld gildir til 31. janúar 2019 og heimilt er að framlengja hann tvisvar um eitt ár í senn að undangenginni úttekt á framkvæmd hans. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Forstjóri Landspítalans með skýr skilaboð: "Semjið!“ Páll Matthíasson segir þjónustu ljósmæðra við fjölskyldur í heimahúsum afar mikilvæga. 27. apríl 2018 17:35 Ljósmæður búnar að semja við Sjúkratryggingar Íslands Sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu hafa skrifað undir samning við Sjúkratryggingar Íslands. 27. apríl 2018 20:10 Sængurkonur gætu þurft að liggja á setustofum spítalans Sængurkonur og nýburar sem útskrifuðust af Landspítalanum í þessari viku hafa þurft að koma í endurinnlögn til að fá þjónustu sem annars hefði verið hægt að veita í heimaþjónustu. 27. apríl 2018 19:05 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
Samningar tókust í kvöld milli Sjúkratrygginga Íslands og sjálfstæðra ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu. Endurskoðaður rammasamningur um þjónustuna hefur verið undirritaður af samningsaðilum og staðfestur af heilbrigðisráðherra, samkvæmt upplýsingum frá vellferðarráðuneytinu. Eins og kom fram á Vísi í kvöld tekur samningurinn gildi strax. Ljósmæður sem veitt hafa þjónustu á grundvelli rammasamnings munu hefja störf nú þegar. Fundurinn var boðaður með skömmum fyrirvara og lauk um klukkan átta í kvöld. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikinn létti að búið sé að semja um þessa mikilvægu þjónustu og ná lendingu sem hún telji að allir geti vel við unað. „Mestu skiptir að þjónustan hefur nú verið tryggð. Af hálfu ríkisins var viðurkennt að leggja þyrfti meira fé inn í samninginn og samningsaðilar urðu ásáttir um ákveðnar breytingar til að styrkja umgjörð þjónustunnar.“ Þrátt fyrir að samningar hafi náðst í kvöld er ekki búist við því að álagið á sængurkvennadeild Landspítalans léttist fyrr en í fyrramálið. Samningurinn var undirritaður í ráðuneytinu núna í kvöld en ekki allir sem dvelja á deildinni tilbúnir að æða strax af stað heim. Sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu munu flestar hefja aftur störf nú í kvöld eða á morgun. Samningurinn sem skrifað var undir í kvöld gildir til 31. janúar 2019 og heimilt er að framlengja hann tvisvar um eitt ár í senn að undangenginni úttekt á framkvæmd hans.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Forstjóri Landspítalans með skýr skilaboð: "Semjið!“ Páll Matthíasson segir þjónustu ljósmæðra við fjölskyldur í heimahúsum afar mikilvæga. 27. apríl 2018 17:35 Ljósmæður búnar að semja við Sjúkratryggingar Íslands Sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu hafa skrifað undir samning við Sjúkratryggingar Íslands. 27. apríl 2018 20:10 Sængurkonur gætu þurft að liggja á setustofum spítalans Sængurkonur og nýburar sem útskrifuðust af Landspítalanum í þessari viku hafa þurft að koma í endurinnlögn til að fá þjónustu sem annars hefði verið hægt að veita í heimaþjónustu. 27. apríl 2018 19:05 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
Forstjóri Landspítalans með skýr skilaboð: "Semjið!“ Páll Matthíasson segir þjónustu ljósmæðra við fjölskyldur í heimahúsum afar mikilvæga. 27. apríl 2018 17:35
Ljósmæður búnar að semja við Sjúkratryggingar Íslands Sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu hafa skrifað undir samning við Sjúkratryggingar Íslands. 27. apríl 2018 20:10
Sængurkonur gætu þurft að liggja á setustofum spítalans Sængurkonur og nýburar sem útskrifuðust af Landspítalanum í þessari viku hafa þurft að koma í endurinnlögn til að fá þjónustu sem annars hefði verið hægt að veita í heimaþjónustu. 27. apríl 2018 19:05