Róbótaréttindi María Bjarnadóttir skrifar 27. apríl 2018 07:00 Nú stefnir allt í að vísindaskáldskapur síðustu áratuga verði raunveruleiki á næstu áratugum. Meginþema í þessari framtíðarsýn er aukin sjálfvirkni tækja sem öðlast nánast mennskan skilning með gervigreind, en verða jafnframt skilvirkari en manneskjur því algrím gera færri mistök en mannsheilinn. Róbótarnir eru mismunandi í útliti. Sumum svipar til RoboCop, aðrir eru fartölva. Mikill fjölbreytileiki er í róbótatísku, bæði hvað varðar ytra og innra byrði. Þeir eru auðvitað margir komnir til starfa á vinnumarkaði nú þegar, þó þeir séu mislangt á veg komnir í sjálfvirkninni. Með þessari þróun koma upp fleiri álitaefni en bara hvernig atvinnumarkaðurinn muni þróast. Evrópusambandið vinnur nú að stefnumótun þar sem leitast er við að svara spurningum um hugverkaréttindi róbóta, ábyrgð á skaðaverkum þeirra og hvernig megi tryggja öryggi í notkun þeirra. Hvar sleppir réttindum mannfólksins og hvar hefjast réttindi róbótsins? Þetta er nátengt álitaefnum um notkun sjálfvirkni í hernaði. Ef það er enginn gikkur, var skotinu þá hleypt af? Nýlega skrifaði heimspekingurinn Slavoj Zizek grein þar sem hann velti fyrir sér réttarstöðu kynlífsróbóta og þörf mannfólksins til þess að skilgreina hvort og hvernig mannréttinda róbótar eigi að njóta. Hann heldur að siðferði og mannréttindi gætu úrelst samhliða aukinni róbótavæðingu samfélagsins. Þannig feli gervigreind hugsanlega í sér aðra og hærri vitund sem bjóði upp á þróaðri valkosti en „gott“ og „vont“ og það sé ekki á valdi mannfólksins að meta hvort sé betra fyrir þá. Megi mátturinn vera með okkur öllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú stefnir allt í að vísindaskáldskapur síðustu áratuga verði raunveruleiki á næstu áratugum. Meginþema í þessari framtíðarsýn er aukin sjálfvirkni tækja sem öðlast nánast mennskan skilning með gervigreind, en verða jafnframt skilvirkari en manneskjur því algrím gera færri mistök en mannsheilinn. Róbótarnir eru mismunandi í útliti. Sumum svipar til RoboCop, aðrir eru fartölva. Mikill fjölbreytileiki er í róbótatísku, bæði hvað varðar ytra og innra byrði. Þeir eru auðvitað margir komnir til starfa á vinnumarkaði nú þegar, þó þeir séu mislangt á veg komnir í sjálfvirkninni. Með þessari þróun koma upp fleiri álitaefni en bara hvernig atvinnumarkaðurinn muni þróast. Evrópusambandið vinnur nú að stefnumótun þar sem leitast er við að svara spurningum um hugverkaréttindi róbóta, ábyrgð á skaðaverkum þeirra og hvernig megi tryggja öryggi í notkun þeirra. Hvar sleppir réttindum mannfólksins og hvar hefjast réttindi róbótsins? Þetta er nátengt álitaefnum um notkun sjálfvirkni í hernaði. Ef það er enginn gikkur, var skotinu þá hleypt af? Nýlega skrifaði heimspekingurinn Slavoj Zizek grein þar sem hann velti fyrir sér réttarstöðu kynlífsróbóta og þörf mannfólksins til þess að skilgreina hvort og hvernig mannréttinda róbótar eigi að njóta. Hann heldur að siðferði og mannréttindi gætu úrelst samhliða aukinni róbótavæðingu samfélagsins. Þannig feli gervigreind hugsanlega í sér aðra og hærri vitund sem bjóði upp á þróaðri valkosti en „gott“ og „vont“ og það sé ekki á valdi mannfólksins að meta hvort sé betra fyrir þá. Megi mátturinn vera með okkur öllum.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun