Trump heitt í hamsi í viðtali við vinina á Fox Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2018 15:30 Stjórnendur Fox og vina. Trump er dyggur áhorfandi þáttanna og tístir reglulega um það sem er fjallað um í þeim. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseta var mikið niðri fyrir í símaviðtali við uppáhaldssjónvarpsþátt sinn á Fox News í morgun. Forsetinn var byrjaður að hrópa þegar hann hótaði því að grípa inn í hjá dómsmálaráðuneytinu vegna Rússarannsóknarinnar svonefndu. Endurtók hann fyrri fullyrðingar sínar um spillingu innan alríkislögreglunnar FBI. Í hálftímalöngu símaviðtali við morgunþáttinn „Fox og vini“ sem forsetinn horfir reglulega á talaði Trump um mörg af sín uppáhaldsumræðuefni, þar á meðal kosningasigur sinn og Hillary Clinton, mótherja sinn í forsetakosningunum árið 2016. Þáttastjórnendur „Fox og vina“ hafa dregið taum Trump frá því áður en hann var kosinn forseti. Það var hins vegar þegar viðtalið beindist að rannsókninni á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld sem Trump hitnaði verulega í hamsi. Sakaði hann saksóknara á vegum Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um að vera samsafn demókrata sem ættu í alvarlegum hagsmunaárekstri.Sakaði FBI um spillingu Fullyrti Trump að starfsmenn alríkislögreglunnar FBI „elskuðu hann“ en sakaði á sama tíma forystu þessarar æðstu löggæslustofnunar Bandaríkjanna um að vera spillt í tíð James Comey, fyrrverandi forstjóra. Trump rak Comey í maí í fyrra, að eigin sögn vegna Rússarannsóknarinnar. Brottreksturinn varð til þess að Mueller var falið að stýra rannsókninni. Hún beinist meðal annars að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey. Þegar Trump endurtók enn einu sinni ávirðingar um að Andrew McCabe, fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI sem einnig var rekinn, hefði þegið hundruð þúsund dollara frá stuðningsmönnum Clinton fyrir hönd konu sinnar var forsetinn byrjaður að hreyta út úr sér orðunum. „Horfið á spillinguna á toppi FBI, hún er hneisa!“ hrópaði Trump í símann. Trump hefur trekk í trekk talað um framlög sem eiginkona McCabe fékk frá pólitískri aðgerðanefnd vinar og bandamanns Clinton þegar hún var í framboði til ríkisþings Virginíu fyrir demókrata árið 2015. Það var áður en McCabe varð aðstoðarforstjóri FBI og áður en hann kom nálægt rannsókn á tölvupóstum Clinton þegar hún var utanríkisráðherra. McCabe hefur verið repúblikani líkt og Comey og Mueller. Hann var rekinn rúmum sólahring áður en hann ætlaði að hætta af eigin hvötum og hefði áunnið sér aukin lífeyrisréttindi eftir ítrekaðar persónulegar árásir forsetans á hann.Andrew McCabe, fyrrverandi aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar.Vísir/AFPHótaði afskiptum af dómsmálaráðuneytinu Orðrómar hafa lengi verið á kreiki um að Trump ætli að reka Mueller eða Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, sem hefur umsjón með Rússarannsókninni. Trump gaf þeim orðrómum byr undir báða vængi þegar hann hélt áfram að hamast gegn rannsókninni við vini sína á Fox. „Dómsmálaráðuneytið okkar, sem ég reyni að halda mig frá en á einhverjum tímapunkti mun ég ekki gera það, ætti að skoða þess háttar hluti, ekki þvælu um samráð við Rússland. Það var ekkert samráð með mig og Rússland og allir vita það,“ sagði Trump og átti þá við meinta spillingu innan FBI.Trump concludes @foxandfriends interview by screaming about conflicts of interest on Robert Mueller's team, and promising to meddle more aggressively in the Department of Justice going forward. pic.twitter.com/ITak7tEEJJ— Aaron Rupar (@atrupar) April 26, 2018 Viðurkenndi að Cohen hefði unnið fyrir hann Þá gekkst Trump við því í fyrsta skipti að Michael Cohen, persónulegur lögmaður hans, hafi komið fram fyrir hans hönd þegar hann greiddi klámmyndaleikkonunni Stephanie Clifford 130.000 dollara til að þegja um kynferðislegt samband hennar og Trump rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Fram að þessu hefur Trump haldið því fram að hann hafi ekkert vitað um greiðsluna. FBI rannsakar nú ýmsa viðskiptagjörninga Cohen, þar á meðal greiðsluna til Clifford. Hann hefur sagst hafa greitt Clifford úr eigin vasa. FBI gerði húsleit á skrifstofu hans, heimili og hótelherbergi fyrr í mánuðinum. Cohen neitaði að bera vitni í einkamáli sem Clifford höfðaði til að losna undan samningnum um þagmælsku í gær. Trump sagði í viðtalinu við Fox að Cohen ynni lítinn hluta af öllum lögfræðilegum störfum fyrir sig. Fullyrti hann að Cohen væri aðallega athafnamaður. „Og þeir eru að skoða hluti sem tengjast viðskiptum hans. Ég hef ekkert með viðskipti hans að gera,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Nafnlausi skjólstæðingurinn reyndist landsfrægur sjónvarpsmaður Sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta í röðum fjölmiðlamanna vestanhafs, er hinn svokallaði „þriðji skjólstæðingur“ Michael Cohen. 17. apríl 2018 06:48 Lögmaður Trump neitar að bera vitni Í ljósi rannsóknar alríkislögreglunnar FBI vill lögmaðurinn ekki þurfa að bera vitni sem gæti bendlað hann við glæp í einkamáli klámmyndaleikkona gegn honum. 26. apríl 2018 12:10 Dómsmálaráðherrann gæti sagt af sér ef Trump rekur umsjónarmann Rússarannsóknarinnar Jeff Sessions lét Hvíta húsið vita af því að hann myndi íhuga að segja af sér ef Trump forseti ræki næstráðanda hans. 20. apríl 2018 23:11 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseta var mikið niðri fyrir í símaviðtali við uppáhaldssjónvarpsþátt sinn á Fox News í morgun. Forsetinn var byrjaður að hrópa þegar hann hótaði því að grípa inn í hjá dómsmálaráðuneytinu vegna Rússarannsóknarinnar svonefndu. Endurtók hann fyrri fullyrðingar sínar um spillingu innan alríkislögreglunnar FBI. Í hálftímalöngu símaviðtali við morgunþáttinn „Fox og vini“ sem forsetinn horfir reglulega á talaði Trump um mörg af sín uppáhaldsumræðuefni, þar á meðal kosningasigur sinn og Hillary Clinton, mótherja sinn í forsetakosningunum árið 2016. Þáttastjórnendur „Fox og vina“ hafa dregið taum Trump frá því áður en hann var kosinn forseti. Það var hins vegar þegar viðtalið beindist að rannsókninni á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld sem Trump hitnaði verulega í hamsi. Sakaði hann saksóknara á vegum Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um að vera samsafn demókrata sem ættu í alvarlegum hagsmunaárekstri.Sakaði FBI um spillingu Fullyrti Trump að starfsmenn alríkislögreglunnar FBI „elskuðu hann“ en sakaði á sama tíma forystu þessarar æðstu löggæslustofnunar Bandaríkjanna um að vera spillt í tíð James Comey, fyrrverandi forstjóra. Trump rak Comey í maí í fyrra, að eigin sögn vegna Rússarannsóknarinnar. Brottreksturinn varð til þess að Mueller var falið að stýra rannsókninni. Hún beinist meðal annars að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey. Þegar Trump endurtók enn einu sinni ávirðingar um að Andrew McCabe, fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI sem einnig var rekinn, hefði þegið hundruð þúsund dollara frá stuðningsmönnum Clinton fyrir hönd konu sinnar var forsetinn byrjaður að hreyta út úr sér orðunum. „Horfið á spillinguna á toppi FBI, hún er hneisa!“ hrópaði Trump í símann. Trump hefur trekk í trekk talað um framlög sem eiginkona McCabe fékk frá pólitískri aðgerðanefnd vinar og bandamanns Clinton þegar hún var í framboði til ríkisþings Virginíu fyrir demókrata árið 2015. Það var áður en McCabe varð aðstoðarforstjóri FBI og áður en hann kom nálægt rannsókn á tölvupóstum Clinton þegar hún var utanríkisráðherra. McCabe hefur verið repúblikani líkt og Comey og Mueller. Hann var rekinn rúmum sólahring áður en hann ætlaði að hætta af eigin hvötum og hefði áunnið sér aukin lífeyrisréttindi eftir ítrekaðar persónulegar árásir forsetans á hann.Andrew McCabe, fyrrverandi aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar.Vísir/AFPHótaði afskiptum af dómsmálaráðuneytinu Orðrómar hafa lengi verið á kreiki um að Trump ætli að reka Mueller eða Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, sem hefur umsjón með Rússarannsókninni. Trump gaf þeim orðrómum byr undir báða vængi þegar hann hélt áfram að hamast gegn rannsókninni við vini sína á Fox. „Dómsmálaráðuneytið okkar, sem ég reyni að halda mig frá en á einhverjum tímapunkti mun ég ekki gera það, ætti að skoða þess háttar hluti, ekki þvælu um samráð við Rússland. Það var ekkert samráð með mig og Rússland og allir vita það,“ sagði Trump og átti þá við meinta spillingu innan FBI.Trump concludes @foxandfriends interview by screaming about conflicts of interest on Robert Mueller's team, and promising to meddle more aggressively in the Department of Justice going forward. pic.twitter.com/ITak7tEEJJ— Aaron Rupar (@atrupar) April 26, 2018 Viðurkenndi að Cohen hefði unnið fyrir hann Þá gekkst Trump við því í fyrsta skipti að Michael Cohen, persónulegur lögmaður hans, hafi komið fram fyrir hans hönd þegar hann greiddi klámmyndaleikkonunni Stephanie Clifford 130.000 dollara til að þegja um kynferðislegt samband hennar og Trump rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Fram að þessu hefur Trump haldið því fram að hann hafi ekkert vitað um greiðsluna. FBI rannsakar nú ýmsa viðskiptagjörninga Cohen, þar á meðal greiðsluna til Clifford. Hann hefur sagst hafa greitt Clifford úr eigin vasa. FBI gerði húsleit á skrifstofu hans, heimili og hótelherbergi fyrr í mánuðinum. Cohen neitaði að bera vitni í einkamáli sem Clifford höfðaði til að losna undan samningnum um þagmælsku í gær. Trump sagði í viðtalinu við Fox að Cohen ynni lítinn hluta af öllum lögfræðilegum störfum fyrir sig. Fullyrti hann að Cohen væri aðallega athafnamaður. „Og þeir eru að skoða hluti sem tengjast viðskiptum hans. Ég hef ekkert með viðskipti hans að gera,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Nafnlausi skjólstæðingurinn reyndist landsfrægur sjónvarpsmaður Sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta í röðum fjölmiðlamanna vestanhafs, er hinn svokallaði „þriðji skjólstæðingur“ Michael Cohen. 17. apríl 2018 06:48 Lögmaður Trump neitar að bera vitni Í ljósi rannsóknar alríkislögreglunnar FBI vill lögmaðurinn ekki þurfa að bera vitni sem gæti bendlað hann við glæp í einkamáli klámmyndaleikkona gegn honum. 26. apríl 2018 12:10 Dómsmálaráðherrann gæti sagt af sér ef Trump rekur umsjónarmann Rússarannsóknarinnar Jeff Sessions lét Hvíta húsið vita af því að hann myndi íhuga að segja af sér ef Trump forseti ræki næstráðanda hans. 20. apríl 2018 23:11 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Nafnlausi skjólstæðingurinn reyndist landsfrægur sjónvarpsmaður Sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, einn allra dyggasti stuðningsmaður Bandaríkjaforseta í röðum fjölmiðlamanna vestanhafs, er hinn svokallaði „þriðji skjólstæðingur“ Michael Cohen. 17. apríl 2018 06:48
Lögmaður Trump neitar að bera vitni Í ljósi rannsóknar alríkislögreglunnar FBI vill lögmaðurinn ekki þurfa að bera vitni sem gæti bendlað hann við glæp í einkamáli klámmyndaleikkona gegn honum. 26. apríl 2018 12:10
Dómsmálaráðherrann gæti sagt af sér ef Trump rekur umsjónarmann Rússarannsóknarinnar Jeff Sessions lét Hvíta húsið vita af því að hann myndi íhuga að segja af sér ef Trump forseti ræki næstráðanda hans. 20. apríl 2018 23:11