Hreinar strendur alltaf? Björg Kristín Sigþórsdóttir skrifar 26. apríl 2018 07:00 Grein er birtist í Fréttablaðinu 19. apríl síðastliðinn, sem Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur skrifaði, vakti furðu undirritaðrar. Þetta risabákn er í eigu Reykjavíkurborgar og í stjórn fyrirtækisins sitja helstu valdhafar borgarinnar. Stórfurðu vekur að forstjóri talar um hreinar strendur – alltaf. Orkuveita Reykjavíkur skilaði 16,5 milljarða hagnaði samkvæmt nýjustu fréttum, auk þess sem laun forstjóra hækkuðu verulega. Þá spyr sá sem ekki veit, af hverju hafa Orkuveitan og valdhafar hér í borg ekki haldið ströndinni með fram Reykjavík hreinni og öruggri fyrir íbúa sem eru að stunda alls kyns útivist í kringum strendurnar og í sjónum? Fyrirtækið virðist ekki, samkvæmt ársskýrslum vera á flæðiskeri statt. Það er ekki ásættanlegt að nú, korter í kosningar, komi grein í blöðin þess efnis að strendurnar eigi alltaf að vera hreinar. Undirrituð hefur komið fram í nokkrum útvarpsviðtölum og gagnrýnt fráveitumál með fram ströndum borgarinnar og fékk símtal á dögunum eftir nokkur útvarpsviðtöl frá Orkuveitunni og var tjáð að einhvers misskilnings gætti hjá undirritaðri í þessu málum. Fannst undirritaðri þetta vera einhvers konar skipun um að fara nú að loka á sér munninum. Svo ætlast þetta sama fólk til þess að þeir sem eru að greiða fyrir þjónustuna hirði skítinn upp eftir þá sem þeir láta leka hér óhindrað í sjóinn. Talar forstjórinn um að fyrst þurfi ásetning um úrbætur og segir að hann sé fyrir hendi og svo þurfi hugmyndir að lausnum og af þeim sé nóg. Ég spyr bara: Hvað er allt þetta fólk að gera? Talað er um að kostnaður verði minni en ávinningurinn fyrir Reykjavík og önnur sveitarfélög. Forstjórinn veit ekki hvaða mælikvarða á að leggja á samanburð kostnaðar og ávinnings en segir í öðru orði að lýðheilsa og hreint umhverfi verði í forgrunni. Undirrituð telur það vera algjört forgangsmál að heilsa og öryggi íbúa sé alltaf sett í fyrsta sæti. Það er stóri ávinningurinn, kæri Bjarni.Höfundur er borgarstjóraefni Höfuðborgarlistans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Grein er birtist í Fréttablaðinu 19. apríl síðastliðinn, sem Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur skrifaði, vakti furðu undirritaðrar. Þetta risabákn er í eigu Reykjavíkurborgar og í stjórn fyrirtækisins sitja helstu valdhafar borgarinnar. Stórfurðu vekur að forstjóri talar um hreinar strendur – alltaf. Orkuveita Reykjavíkur skilaði 16,5 milljarða hagnaði samkvæmt nýjustu fréttum, auk þess sem laun forstjóra hækkuðu verulega. Þá spyr sá sem ekki veit, af hverju hafa Orkuveitan og valdhafar hér í borg ekki haldið ströndinni með fram Reykjavík hreinni og öruggri fyrir íbúa sem eru að stunda alls kyns útivist í kringum strendurnar og í sjónum? Fyrirtækið virðist ekki, samkvæmt ársskýrslum vera á flæðiskeri statt. Það er ekki ásættanlegt að nú, korter í kosningar, komi grein í blöðin þess efnis að strendurnar eigi alltaf að vera hreinar. Undirrituð hefur komið fram í nokkrum útvarpsviðtölum og gagnrýnt fráveitumál með fram ströndum borgarinnar og fékk símtal á dögunum eftir nokkur útvarpsviðtöl frá Orkuveitunni og var tjáð að einhvers misskilnings gætti hjá undirritaðri í þessu málum. Fannst undirritaðri þetta vera einhvers konar skipun um að fara nú að loka á sér munninum. Svo ætlast þetta sama fólk til þess að þeir sem eru að greiða fyrir þjónustuna hirði skítinn upp eftir þá sem þeir láta leka hér óhindrað í sjóinn. Talar forstjórinn um að fyrst þurfi ásetning um úrbætur og segir að hann sé fyrir hendi og svo þurfi hugmyndir að lausnum og af þeim sé nóg. Ég spyr bara: Hvað er allt þetta fólk að gera? Talað er um að kostnaður verði minni en ávinningurinn fyrir Reykjavík og önnur sveitarfélög. Forstjórinn veit ekki hvaða mælikvarða á að leggja á samanburð kostnaðar og ávinnings en segir í öðru orði að lýðheilsa og hreint umhverfi verði í forgrunni. Undirrituð telur það vera algjört forgangsmál að heilsa og öryggi íbúa sé alltaf sett í fyrsta sæti. Það er stóri ávinningurinn, kæri Bjarni.Höfundur er borgarstjóraefni Höfuðborgarlistans
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar