Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok Sveinn Arnarsson skrifar 26. apríl 2018 06:00 Umskurðarfrumvarpið sem liggur fyrir Alþingi hefur vakið heimsathygli. Vísir/Getty Allsherjar- og menntamálanefnd mun leggja til við Alþingi að frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur um breytingu á almennum hegningarlögum, þess efnis að banna umskurð drengja, verði vísað frá. Silja Dögg segir tilganginn með þessu frumvarpi sínu að verja hagsmuni barna og vill að málið verði unnið áfram í fagráðuneytum. Frumvarpinu var útbýtt á þingi í lok janúar og frá þeim tíma hafa alls 133 umsagnir um það borist þinginu. Einnig hefur fjöldinn allur af bréfum verið sendur þingmönnum þar sem menn skiptast í tvo hópa; með og á móti frumvarpinu. Málið gekk til allsherjar- og menntamálanefndar þann 1. mars og hefur setið þar fast síðan. Silja Dögg hafði ekki heyrt þessar málalyktir þegar Fréttablaðið náði tali af henni. „Ef nefndin ákveður að vísa málinu til ríkisstjórnar þá geri ég ráð fyrir því að ákveðin skoðun fari fram. Þá er tilganginum náð,“ segir Silja Dögg. „Tilgangur frumvarpsins er að vernda réttindi barna. En við meðferð málsins hafa komið í ljós fjölmargar hliðar sem þarf að skoða betur.“Silja Dögg Gunnarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.Vísir/vilhelmAðeins nokkrir þingdagar eru eftir þar til alþingismenn fara í sumarfrí. Að mati Silju getur það því verið heillavænlegt fyrir frumvarpið ef því verður vísað frá. „Nú er langt liðið á apríl svo að ég sé ekki fyrir mér að allsherjar- og menntamálanefnd nái að fara eins vandlega yfir málið og þörf er á. Það er ekki langt eftir af þinginu. Ef þetta verður niðurstaða nefndarinnar, að vísa málinu til ríkisstjórnar, er ég viss um að þar séu tæki og mannskapur og þekking til að fara yfir þessa hluti sem fram hafa komið í umsögnum um málið.“ Frumvarp Silju Daggar, og átta annarra þingmanna, hefur vakið mikla athygli, bæði hér landi og utan landsteinanna. Um 600 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu með frumvarpinu. Rúmlega 400 íslenskir læknar lýstu jafnframt ánægju með það en þeir sögðu umskurð drengja ganga gegn Genfaryfirlýsingu lækna. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, lagðist gegn frumvarpinu og sagði að með samþykkt þess myndaðist hætta á að gyðingdómur og íslam yrðu gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum á Íslandi. „Allar slíkar öfgar skulum við forðast,“ ritaði Agnes í umsögn sinni um frumvarpið. Trúarleiðtogar gyðinga í Evrópu gagnrýndu frumvarpið. Þeir sögðu frumvarpið setja hættulegt fordæmi fyrir önnur ríki. Birtist í Fréttablaðinu Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 Talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi líkir umskurðsbanni við útrýmingarstefnu nasista „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ er haft eftir Jakob Rollandi í The Catholic Herald. 19. apríl 2018 13:04 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Allsherjar- og menntamálanefnd mun leggja til við Alþingi að frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur um breytingu á almennum hegningarlögum, þess efnis að banna umskurð drengja, verði vísað frá. Silja Dögg segir tilganginn með þessu frumvarpi sínu að verja hagsmuni barna og vill að málið verði unnið áfram í fagráðuneytum. Frumvarpinu var útbýtt á þingi í lok janúar og frá þeim tíma hafa alls 133 umsagnir um það borist þinginu. Einnig hefur fjöldinn allur af bréfum verið sendur þingmönnum þar sem menn skiptast í tvo hópa; með og á móti frumvarpinu. Málið gekk til allsherjar- og menntamálanefndar þann 1. mars og hefur setið þar fast síðan. Silja Dögg hafði ekki heyrt þessar málalyktir þegar Fréttablaðið náði tali af henni. „Ef nefndin ákveður að vísa málinu til ríkisstjórnar þá geri ég ráð fyrir því að ákveðin skoðun fari fram. Þá er tilganginum náð,“ segir Silja Dögg. „Tilgangur frumvarpsins er að vernda réttindi barna. En við meðferð málsins hafa komið í ljós fjölmargar hliðar sem þarf að skoða betur.“Silja Dögg Gunnarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.Vísir/vilhelmAðeins nokkrir þingdagar eru eftir þar til alþingismenn fara í sumarfrí. Að mati Silju getur það því verið heillavænlegt fyrir frumvarpið ef því verður vísað frá. „Nú er langt liðið á apríl svo að ég sé ekki fyrir mér að allsherjar- og menntamálanefnd nái að fara eins vandlega yfir málið og þörf er á. Það er ekki langt eftir af þinginu. Ef þetta verður niðurstaða nefndarinnar, að vísa málinu til ríkisstjórnar, er ég viss um að þar séu tæki og mannskapur og þekking til að fara yfir þessa hluti sem fram hafa komið í umsögnum um málið.“ Frumvarp Silju Daggar, og átta annarra þingmanna, hefur vakið mikla athygli, bæði hér landi og utan landsteinanna. Um 600 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu með frumvarpinu. Rúmlega 400 íslenskir læknar lýstu jafnframt ánægju með það en þeir sögðu umskurð drengja ganga gegn Genfaryfirlýsingu lækna. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, lagðist gegn frumvarpinu og sagði að með samþykkt þess myndaðist hætta á að gyðingdómur og íslam yrðu gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum á Íslandi. „Allar slíkar öfgar skulum við forðast,“ ritaði Agnes í umsögn sinni um frumvarpið. Trúarleiðtogar gyðinga í Evrópu gagnrýndu frumvarpið. Þeir sögðu frumvarpið setja hættulegt fordæmi fyrir önnur ríki.
Birtist í Fréttablaðinu Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 Talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi líkir umskurðsbanni við útrýmingarstefnu nasista „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ er haft eftir Jakob Rollandi í The Catholic Herald. 19. apríl 2018 13:04 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20
Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47
Talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi líkir umskurðsbanni við útrýmingarstefnu nasista „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ er haft eftir Jakob Rollandi í The Catholic Herald. 19. apríl 2018 13:04