Óánægður með að fá ekki að vitja eigna úr brunanum Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2018 22:00 Fyrirtækið Geymslur segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins. Vísir/Rakel Ósk Maður sem leigði geymslu á 3. hæð í húsnæði fyrirtækisins Geymslna við Miðhraun í Garðabæ sem brann fyrr í mánuðinum er ósáttur við að fá ekki tækifæri til að fara í gegnum leifarnar af eignum sínum. Fyrirtækið segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins en þeir sem leigðu geymslur á 1. hæð þurfa að vitja þeirra og tæma í vikunni.Sjá einnig: Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Geymslur tilkynntu leigjendum sínum í Miðhrauni í gær að altjón hafði orðið á 2. og 3. hæð hússins. Vátryggingafélag Íslands bæði þá sem leigðu geymslur á 1. hæð um að koma í vikunni og tæma þær. Magnús Gunnarsson var með geymslu á 3. hæð en hann er ekki ánægður með að fá ekki tækifæri til að fara yfir leifarnar eftir brunann. „Það situr svolítið í manni að maður fái ekki einu sinni að reyna að bjarga einhverju. Okkur er gefinn enginn séns. Það hefur bara verið tekin ákvörðun um að allt sé straujað á annarri og þriðju hæð, alveg sama hvað það er. Mér finnst þetta svolítið gróft,“ segir hann. Þá gagnrýnir Magnús hversu skamman fyrirvara leigjendur fá til að vitja og tæma geymslurnar. Tilkynningin var send leigjendum í gær og þurfa þeir að tæma geymslurnar fyrir helgi. Þeir sem ekki komast í vikunni voru beðnir um að hafa samband við Geymslur sem allra fyrst. Ekki náðist í Ómar Jóhannsson framkvæmdastjóra Geymslna við vinnslu fréttar. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55 Vatnsúðakerfi í öllum húsum Geymslna nema Miðhrauni Hvers vegna er fyrir utan mína þekkingu, segir framkvæmdastjórinn. 9. apríl 2018 15:26 Eldurinn í Miðhrauni kviknaði út frá rafmagni Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á eldsupptökum í iðnaðarhúsnæði við Miðhraun í Garðabæ í byrjun mánaðarins liggur fyrir. 20. apríl 2018 18:42 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Sjá meira
Maður sem leigði geymslu á 3. hæð í húsnæði fyrirtækisins Geymslna við Miðhraun í Garðabæ sem brann fyrr í mánuðinum er ósáttur við að fá ekki tækifæri til að fara í gegnum leifarnar af eignum sínum. Fyrirtækið segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins en þeir sem leigðu geymslur á 1. hæð þurfa að vitja þeirra og tæma í vikunni.Sjá einnig: Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Geymslur tilkynntu leigjendum sínum í Miðhrauni í gær að altjón hafði orðið á 2. og 3. hæð hússins. Vátryggingafélag Íslands bæði þá sem leigðu geymslur á 1. hæð um að koma í vikunni og tæma þær. Magnús Gunnarsson var með geymslu á 3. hæð en hann er ekki ánægður með að fá ekki tækifæri til að fara yfir leifarnar eftir brunann. „Það situr svolítið í manni að maður fái ekki einu sinni að reyna að bjarga einhverju. Okkur er gefinn enginn séns. Það hefur bara verið tekin ákvörðun um að allt sé straujað á annarri og þriðju hæð, alveg sama hvað það er. Mér finnst þetta svolítið gróft,“ segir hann. Þá gagnrýnir Magnús hversu skamman fyrirvara leigjendur fá til að vitja og tæma geymslurnar. Tilkynningin var send leigjendum í gær og þurfa þeir að tæma geymslurnar fyrir helgi. Þeir sem ekki komast í vikunni voru beðnir um að hafa samband við Geymslur sem allra fyrst. Ekki náðist í Ómar Jóhannsson framkvæmdastjóra Geymslna við vinnslu fréttar.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55 Vatnsúðakerfi í öllum húsum Geymslna nema Miðhrauni Hvers vegna er fyrir utan mína þekkingu, segir framkvæmdastjórinn. 9. apríl 2018 15:26 Eldurinn í Miðhrauni kviknaði út frá rafmagni Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á eldsupptökum í iðnaðarhúsnæði við Miðhraun í Garðabæ í byrjun mánaðarins liggur fyrir. 20. apríl 2018 18:42 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Sjá meira
Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55
Vatnsúðakerfi í öllum húsum Geymslna nema Miðhrauni Hvers vegna er fyrir utan mína þekkingu, segir framkvæmdastjórinn. 9. apríl 2018 15:26
Eldurinn í Miðhrauni kviknaði út frá rafmagni Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á eldsupptökum í iðnaðarhúsnæði við Miðhraun í Garðabæ í byrjun mánaðarins liggur fyrir. 20. apríl 2018 18:42