Grobbelaar er enn á svörtum lista í Róm Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. apríl 2018 12:00 Grobbelaar fagnar titlinum með Phil Neal. vísir/getty Þar sem Liverpool og Roma mætast í Meistaradeildinni í kvöld er mikið verið að rifja upp sögulegan úrslitaleik félaganna í Evrópukeppninni árið 1984. Sá leikur fór fram á Ólympíuleikvanginum í Róm og Rómverjar stóðu því vel að vígi. Það var þó markvörður Liverpool, Bruce Grobbelaar, sem átti eftir að stela senunni. Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem „spagettílappir“ Grobbelaar tóku síðasta spyrnumann Roma, Graziani, á taugum og Liverpool varð Evrópumeistari. „Þetta var töfrandi kvöld í mjög erfiðum aðstæðum fyrir okkur. Við vorum á útivelli og þurftum að yfirstíga margar hindranir,“ sagði Grobbelaar en hvað var hann að gera er hann tók spagettílappirnar frægu?Grobbelaar ver skot í leiknum.vísir/getty„Ég lék þetta bara af fingrum fram. Þegar Bruno Conti tók víti þá þá leit ég á ljósmyndara og beit svo í netið. Það virkaði því Conti klikkaði. Þá hugsaði ég um að halda þessu áfram. Ég leit aftur á netið og sá að það leit út eins og spagettí. Þess vegna ákvað ég að dansa eins og lappirnar á mér væru spagettí.“ Grobbelaar segir að stuðningsmenn Roma hafi aldrei fyrirgefið honum í raun hati þeir hann. „Það er ekkert langt síðan ég var í Róm og fékk að upplifa allt það stórkostlega í borginni. Nema Ólympíuleikvanginn. Ég vildi fara þangað og standa í markinu til að sýna konunni minni hvar ég varð Evrópumeistari. Þeir vildu ekki hleypa mér inn og sögðu að ég væri á svörtum lista þarna. Ótrúlegt.“ Grobbelaar verður á Anfield í kvöld en verður að horfa á síðari leikinn í sjónvarpinu. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Þar sem Liverpool og Roma mætast í Meistaradeildinni í kvöld er mikið verið að rifja upp sögulegan úrslitaleik félaganna í Evrópukeppninni árið 1984. Sá leikur fór fram á Ólympíuleikvanginum í Róm og Rómverjar stóðu því vel að vígi. Það var þó markvörður Liverpool, Bruce Grobbelaar, sem átti eftir að stela senunni. Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem „spagettílappir“ Grobbelaar tóku síðasta spyrnumann Roma, Graziani, á taugum og Liverpool varð Evrópumeistari. „Þetta var töfrandi kvöld í mjög erfiðum aðstæðum fyrir okkur. Við vorum á útivelli og þurftum að yfirstíga margar hindranir,“ sagði Grobbelaar en hvað var hann að gera er hann tók spagettílappirnar frægu?Grobbelaar ver skot í leiknum.vísir/getty„Ég lék þetta bara af fingrum fram. Þegar Bruno Conti tók víti þá þá leit ég á ljósmyndara og beit svo í netið. Það virkaði því Conti klikkaði. Þá hugsaði ég um að halda þessu áfram. Ég leit aftur á netið og sá að það leit út eins og spagettí. Þess vegna ákvað ég að dansa eins og lappirnar á mér væru spagettí.“ Grobbelaar segir að stuðningsmenn Roma hafi aldrei fyrirgefið honum í raun hati þeir hann. „Það er ekkert langt síðan ég var í Róm og fékk að upplifa allt það stórkostlega í borginni. Nema Ólympíuleikvanginn. Ég vildi fara þangað og standa í markinu til að sýna konunni minni hvar ég varð Evrópumeistari. Þeir vildu ekki hleypa mér inn og sögðu að ég væri á svörtum lista þarna. Ótrúlegt.“ Grobbelaar verður á Anfield í kvöld en verður að horfa á síðari leikinn í sjónvarpinu. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira