Dómsmálaráðherrann gæti sagt af sér ef Trump rekur umsjónarmann Rússarannsóknarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2018 23:11 Sessions (t.v.) og Rosenstein (t.h.) hafa báðir mátt þola persónulega gagnrýni Trump undanfarna mánuði. Þó tilnefndi Trump þá báða til embætta sinna. Vísir/AFP Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt embættismönnum í Hvíta húsinu að hann gæti sagt af sér af Donald Trump forseti rekur næstráðanda sinn sem hefur umsjón með Rússarannsókninni svonefndu. Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, hefur umsjón með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda ráðuneytisins, á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við stjórnvöld í Kreml fyrir kosningarnar árið 2016. Það féll í hans skaut eftir að Sessions lýsti sig vanhæfan til þess vegna starfa sinna fyrir framboðið í fyrra. Trump hefur ítrekað beint reiði sinni að rannsókninni og Rosenstein sérstaklega. Vangaveltur hafa lengi verið um að forsetinn muni annað hvort reka Mueller eða Rosenstein. Nú segir Washington Post að Sessions hafi sagt Donald McGahn, lögmanni Hvíta hússins, að hann gæti fylgt Rosenstein út um dyr dómsmálaráðuneytisins ef Trump ákvæði að reka aðstoðardómsmálaráðherrann. Það gerði hann í símtali um síðustu helgi þegar Trump hafði verið rasandi yfir húsleit hjá Michael Cohen, lögmanni sínum. Rosenstein veitti alríkislögreglunni FBI heimild til að ráðast í húsleitirnar. Einn heimildarmanna blaðsins segir að ætlun Sessions hafi ekki verið að hóta Hvíta húsinu heldur að leggja áherslu á að brottrekstur Rosenstein setti hann í ómögulega stöðu. Annar segir að Sessions hafi mislíkað hvernig Trump hefur komið fram við Rosenstein undanfarna mánuði. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15 Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Trump ræðst á alla nema Rússa Í fjölda tísta sem sneru að mestu að Rússarannsókninni svokölluðu og innihéldu margar villur var þó einn aðili sem slapp við alla gagnrýni. Vladimir Putin, forseti Rússlands. 19. febrúar 2018 11:45 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt embættismönnum í Hvíta húsinu að hann gæti sagt af sér af Donald Trump forseti rekur næstráðanda sinn sem hefur umsjón með Rússarannsókninni svonefndu. Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, hefur umsjón með rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda ráðuneytisins, á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við stjórnvöld í Kreml fyrir kosningarnar árið 2016. Það féll í hans skaut eftir að Sessions lýsti sig vanhæfan til þess vegna starfa sinna fyrir framboðið í fyrra. Trump hefur ítrekað beint reiði sinni að rannsókninni og Rosenstein sérstaklega. Vangaveltur hafa lengi verið um að forsetinn muni annað hvort reka Mueller eða Rosenstein. Nú segir Washington Post að Sessions hafi sagt Donald McGahn, lögmanni Hvíta hússins, að hann gæti fylgt Rosenstein út um dyr dómsmálaráðuneytisins ef Trump ákvæði að reka aðstoðardómsmálaráðherrann. Það gerði hann í símtali um síðustu helgi þegar Trump hafði verið rasandi yfir húsleit hjá Michael Cohen, lögmanni sínum. Rosenstein veitti alríkislögreglunni FBI heimild til að ráðast í húsleitirnar. Einn heimildarmanna blaðsins segir að ætlun Sessions hafi ekki verið að hóta Hvíta húsinu heldur að leggja áherslu á að brottrekstur Rosenstein setti hann í ómögulega stöðu. Annar segir að Sessions hafi mislíkað hvernig Trump hefur komið fram við Rosenstein undanfarna mánuði.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15 Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Trump ræðst á alla nema Rússa Í fjölda tísta sem sneru að mestu að Rússarannsókninni svokölluðu og innihéldu margar villur var þó einn aðili sem slapp við alla gagnrýni. Vladimir Putin, forseti Rússlands. 19. febrúar 2018 11:45 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15
Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29
Trump ræðst á alla nema Rússa Í fjölda tísta sem sneru að mestu að Rússarannsókninni svokölluðu og innihéldu margar villur var þó einn aðili sem slapp við alla gagnrýni. Vladimir Putin, forseti Rússlands. 19. febrúar 2018 11:45