Langdregin fæðing Hildur Sólveig Ragnarsdóttir skrifar 30. apríl 2018 19:37 Engin fæðing er eins. Fæðingar eru eins misjafnar og þær eru margar. Sumar taka fljótt af, aðrar aðeins lengur og einhverjar verða langdregnar. Flestar enda með eðlilegri fæðingu en stundum kemur það til að það þurfi aðstoð með sogklukku, töngum eða keisaraskurði. Mér var hugsað til þessa þegar enn einn fundur ljósmæðra og samninganefndar ríkisins skilaði engu. Þetta ætlar greinilega verða langdregið. En það vill svo til að ljósmæður búa yfir þeim eiginleika að vera þolinmóðar, það hefur starfið kennt okkur. Verðandi mæður geta aftur á móti ekki leyft sér það í þessu ástandi. Hvernig ætla þeir sem ábyrgðina bera að láta þetta enda? Það er alveg ljóst að ástandið sem hefur skapast hefur áhrif á hóp kvenna og fjölskyldur á viðkvæmum tímapunkti í þeirra lífi. Margar konur hafa lýst yfir kvíða og vanlíðan tengda því ástandi sem hefur skapast og tala nú ekki um sem mun bara versna náist ekki lausn á þessari deildu. Ljósmæður á fæðingavakt og meðgöngu – og sængurkvennadeild hafa ákveðið frá og með 1. maí að taka ekki aukavaktir á meðan ekki er samið. Þetta getur skapað mjög ótryggt ástand. Að auki mun svo fjöldi reynslumikilla ljósmæðra ganga út af Landspítalanum í júlí og þá mun án efa skapast neyðarástand í fæðingarþjónustu spítalans. Hvar eru þeir sem ábyrgðina bera? Af hverju heyrist ekkert frá ráðamönnum þjóðarinnar. Hvað þarf til? Nú þegar setja þurfti af stað viðbragðsáætlun á Landspítalanum vegna þess að heimaþjónustu ljósmæður ákváðu að leggja niður störf vegna samninga sem ekki höfðu náðst við Sjúkratryggingar Íslands, tóku ráðamenn við sér. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðismálaráðherra sendi frá sér skilaboð eftir undirritun þess samningsins að nú þyrftu samningsaðilar að taka sér tak fyrir næsta fund og klára málin. Ég geri ráð fyrir að þessi skilaboð frá Svandísi eigi að berast samninganefnd ríkisins. Ástandið sem hefur skapast og mun aðeins versna er ekki á ábyrgð ljósmæðra. Það er á ábyrgð þeirra sem fara með völdin í landinu. Á ábyrgð þeirra sem geta með einföldum hætti leyst þessa deildu með því að veita samninganefndinni umboð til þess. Það er komin tími til að leiðrétta kjör ljósmæðra í eitt skipti fyrir öll. Leiðrétta það misrétti sem ljósmæður hafa þurft að búa við til fjölda ára eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur bent á. Þetta er orðið langdregin fæðing og tími til komin að grípa inn í áður en í óefni fer. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Sjá meira
Engin fæðing er eins. Fæðingar eru eins misjafnar og þær eru margar. Sumar taka fljótt af, aðrar aðeins lengur og einhverjar verða langdregnar. Flestar enda með eðlilegri fæðingu en stundum kemur það til að það þurfi aðstoð með sogklukku, töngum eða keisaraskurði. Mér var hugsað til þessa þegar enn einn fundur ljósmæðra og samninganefndar ríkisins skilaði engu. Þetta ætlar greinilega verða langdregið. En það vill svo til að ljósmæður búa yfir þeim eiginleika að vera þolinmóðar, það hefur starfið kennt okkur. Verðandi mæður geta aftur á móti ekki leyft sér það í þessu ástandi. Hvernig ætla þeir sem ábyrgðina bera að láta þetta enda? Það er alveg ljóst að ástandið sem hefur skapast hefur áhrif á hóp kvenna og fjölskyldur á viðkvæmum tímapunkti í þeirra lífi. Margar konur hafa lýst yfir kvíða og vanlíðan tengda því ástandi sem hefur skapast og tala nú ekki um sem mun bara versna náist ekki lausn á þessari deildu. Ljósmæður á fæðingavakt og meðgöngu – og sængurkvennadeild hafa ákveðið frá og með 1. maí að taka ekki aukavaktir á meðan ekki er samið. Þetta getur skapað mjög ótryggt ástand. Að auki mun svo fjöldi reynslumikilla ljósmæðra ganga út af Landspítalanum í júlí og þá mun án efa skapast neyðarástand í fæðingarþjónustu spítalans. Hvar eru þeir sem ábyrgðina bera? Af hverju heyrist ekkert frá ráðamönnum þjóðarinnar. Hvað þarf til? Nú þegar setja þurfti af stað viðbragðsáætlun á Landspítalanum vegna þess að heimaþjónustu ljósmæður ákváðu að leggja niður störf vegna samninga sem ekki höfðu náðst við Sjúkratryggingar Íslands, tóku ráðamenn við sér. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðismálaráðherra sendi frá sér skilaboð eftir undirritun þess samningsins að nú þyrftu samningsaðilar að taka sér tak fyrir næsta fund og klára málin. Ég geri ráð fyrir að þessi skilaboð frá Svandísi eigi að berast samninganefnd ríkisins. Ástandið sem hefur skapast og mun aðeins versna er ekki á ábyrgð ljósmæðra. Það er á ábyrgð þeirra sem fara með völdin í landinu. Á ábyrgð þeirra sem geta með einföldum hætti leyst þessa deildu með því að veita samninganefndinni umboð til þess. Það er komin tími til að leiðrétta kjör ljósmæðra í eitt skipti fyrir öll. Leiðrétta það misrétti sem ljósmæður hafa þurft að búa við til fjölda ára eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur bent á. Þetta er orðið langdregin fæðing og tími til komin að grípa inn í áður en í óefni fer.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun