RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar 3. nóvember 2025 09:32 Í lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, er skýrt kveðið á um að stofnunin skuli „vera til fyrirmyndar um gæði og fagleg vinnubrögð“ í starfsháttum sínum. Þessi fyrirmæli virðast hafa farið fram hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins því á síðustu dögum, t.d. eftir veðurfréttir föstudaginn 31. október síðastliðinn, hefur RÚV þverbrotið gegn 28. gr. Laga um fjölmiðla nr. 38/2011 um vernd barna gegn skaðlegu efni. Þar segir: „Fjölmiðlaveitu sem miðlar hljóð- og myndefni er óheimilt að miðla efni, þar á meðal hljóð- og myndsendingum í viðskiptaskyni, sem getur haft skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna, einkum og sér í lagi efni sem felur í sér klám eða tilefnislaust ofbeldi.“ Undantekningu má gera eftir kl. 22 á föstudags- og laugardagskvöldum en klukkutíma fyrr önnur kvöld vikunnar. Í aðdraganda hrekkjavöku kynnti RÚV dagskrá sína með því að skella saman í einn pakka eftirfarandi efni: Pahanhautoja, Óráði, Shaun of the dead, Don’t look now, Kamera o tomero na, Wreck og Coupez! með Kappsmálum, Jakten på Olavsskrinet, Tilraunastund og Heimilisfræði, Skrímslasjúkum snillingum, Bursta, Hvolpasveitinni og Blæju. Af þessum 15 kvikmyndum og þáttaseríum eru sjö bannaðar börnum yngri en 16 ára. Það skýtur skökku við að til að nálgast bannaða efnið inni á vef RÚV þarf að staðfesta aldur en á sama tíma þótti lítið tiltökumál að sýna sérvalin myndbrot sem mörg hver voru ansi blóðug og óhugnanleg, sérstaklega í augum ungra barna, á þeim tíma dags sem börn eru enn vakandi og sum hver hugsanlega valsandi fyrir framan sjónvarpstæki. Nú er vel hægt að halda því fram að hvað RÚV sýni og hvenær skipti orðið engu máli því allir séu löngu hættir að horfa á línulega dagskrá; þrjú af hverjum fjórum heimilum hér á landi séu með áskrift að Netflix og níu af hverjum tíu heimilum kaupi aðgang að einhvers konar streymisveitu. En kjarni málsins er einfaldlega sá að óháð því hversu mörg börn kunni að hafa séð dagskárkynningu RÚV þá ber Ríkisútvarpinu að virða þau lög sem sett hafa verið um starfsemi þess. Höfundur er dósent í fjölmiðlafræði við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Í lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, er skýrt kveðið á um að stofnunin skuli „vera til fyrirmyndar um gæði og fagleg vinnubrögð“ í starfsháttum sínum. Þessi fyrirmæli virðast hafa farið fram hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins því á síðustu dögum, t.d. eftir veðurfréttir föstudaginn 31. október síðastliðinn, hefur RÚV þverbrotið gegn 28. gr. Laga um fjölmiðla nr. 38/2011 um vernd barna gegn skaðlegu efni. Þar segir: „Fjölmiðlaveitu sem miðlar hljóð- og myndefni er óheimilt að miðla efni, þar á meðal hljóð- og myndsendingum í viðskiptaskyni, sem getur haft skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna, einkum og sér í lagi efni sem felur í sér klám eða tilefnislaust ofbeldi.“ Undantekningu má gera eftir kl. 22 á föstudags- og laugardagskvöldum en klukkutíma fyrr önnur kvöld vikunnar. Í aðdraganda hrekkjavöku kynnti RÚV dagskrá sína með því að skella saman í einn pakka eftirfarandi efni: Pahanhautoja, Óráði, Shaun of the dead, Don’t look now, Kamera o tomero na, Wreck og Coupez! með Kappsmálum, Jakten på Olavsskrinet, Tilraunastund og Heimilisfræði, Skrímslasjúkum snillingum, Bursta, Hvolpasveitinni og Blæju. Af þessum 15 kvikmyndum og þáttaseríum eru sjö bannaðar börnum yngri en 16 ára. Það skýtur skökku við að til að nálgast bannaða efnið inni á vef RÚV þarf að staðfesta aldur en á sama tíma þótti lítið tiltökumál að sýna sérvalin myndbrot sem mörg hver voru ansi blóðug og óhugnanleg, sérstaklega í augum ungra barna, á þeim tíma dags sem börn eru enn vakandi og sum hver hugsanlega valsandi fyrir framan sjónvarpstæki. Nú er vel hægt að halda því fram að hvað RÚV sýni og hvenær skipti orðið engu máli því allir séu löngu hættir að horfa á línulega dagskrá; þrjú af hverjum fjórum heimilum hér á landi séu með áskrift að Netflix og níu af hverjum tíu heimilum kaupi aðgang að einhvers konar streymisveitu. En kjarni málsins er einfaldlega sá að óháð því hversu mörg börn kunni að hafa séð dagskárkynningu RÚV þá ber Ríkisútvarpinu að virða þau lög sem sett hafa verið um starfsemi þess. Höfundur er dósent í fjölmiðlafræði við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar