Leikkonan Pamela Gidley er látin Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. apríl 2018 15:24 Pamela Gidley. Vísir/Getty Bandaríska leikkonan Pamela Gidley, sem þekktust var fyrir hlutverk sitt sem Teresa Banks í Twin Peaks-kvikmyndinni Fire Walk With Me, er látin, 52 ára að aldri. Í minningargrein sem fjölskylda Gidley birti á sunnudag kemur fram að hún hafi látist á heimili sínu í New Hampshire-ríki í Bandaríkjunum þann 16. apríl síðastliðinn, að því er fram kemur í frétt BBC. Dánarorsök hefur þó enn ekki verið gerð opinber. Eins og áður kom fram var Gidley þekktust fyrir hlutverk sitt sem unglingsstúlkan Teresa Banks í kvikmyndinni Fire Walk With Me, forleik að hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Twin Peaks. Persóna Gidley var þó að endingu myrt en haft var eftir Gidley í viðtali árið 2016 að leikstjóri Twin Peaks, David Lynch, hafi sérstaklega óskað eftir því að hún tæki hlutverkið að sér. Gidley lék í töluverðum fjölda kvikmynda á níunda áratug síðustu aldar, þ. á m. Dudes og Cherry 2000. Þá tók hún einnig að sér hlutverk í sjónvarpsþáttum á borð við The Pretender og CSI: Crime Scene Investigation. Þá var hún valin „fegursta stúlka í heimi“ í keppni á vegum Wilhelmina Models-fyrirsætuskrifstofunnar árið 1985. Josh Brolin, meðleikari Gidley í kvikmyndinni Thrashin‘, minntist vinkonu sinnar hlýlega á samfélagsmiðlum í kjölfar fregna af andláti hennar. My co-star in “Thrashin” and my girlfriend twice in a lifetime. Amazing and innocent memories of her: a spitfire, and a truly funny person she was. I remember is being in bed (I was 17) and hearing the radio come on saying that the Challenger had just exploded. These milestones in your life: amazing people to grace us with their spirit, their presence. She will have forever affected mine. Thank you for the gift of you, Pam. Rest In Peace beautiful girl. #thrashin #dogtownbeginnings #godschildren @robertrusler #pamgidley A post shared by Josh Brolin (@joshbrolin) on Apr 24, 2018 at 8:33pm PDT Andlát Bíó og sjónvarp Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Bandaríska leikkonan Pamela Gidley, sem þekktust var fyrir hlutverk sitt sem Teresa Banks í Twin Peaks-kvikmyndinni Fire Walk With Me, er látin, 52 ára að aldri. Í minningargrein sem fjölskylda Gidley birti á sunnudag kemur fram að hún hafi látist á heimili sínu í New Hampshire-ríki í Bandaríkjunum þann 16. apríl síðastliðinn, að því er fram kemur í frétt BBC. Dánarorsök hefur þó enn ekki verið gerð opinber. Eins og áður kom fram var Gidley þekktust fyrir hlutverk sitt sem unglingsstúlkan Teresa Banks í kvikmyndinni Fire Walk With Me, forleik að hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Twin Peaks. Persóna Gidley var þó að endingu myrt en haft var eftir Gidley í viðtali árið 2016 að leikstjóri Twin Peaks, David Lynch, hafi sérstaklega óskað eftir því að hún tæki hlutverkið að sér. Gidley lék í töluverðum fjölda kvikmynda á níunda áratug síðustu aldar, þ. á m. Dudes og Cherry 2000. Þá tók hún einnig að sér hlutverk í sjónvarpsþáttum á borð við The Pretender og CSI: Crime Scene Investigation. Þá var hún valin „fegursta stúlka í heimi“ í keppni á vegum Wilhelmina Models-fyrirsætuskrifstofunnar árið 1985. Josh Brolin, meðleikari Gidley í kvikmyndinni Thrashin‘, minntist vinkonu sinnar hlýlega á samfélagsmiðlum í kjölfar fregna af andláti hennar. My co-star in “Thrashin” and my girlfriend twice in a lifetime. Amazing and innocent memories of her: a spitfire, and a truly funny person she was. I remember is being in bed (I was 17) and hearing the radio come on saying that the Challenger had just exploded. These milestones in your life: amazing people to grace us with their spirit, their presence. She will have forever affected mine. Thank you for the gift of you, Pam. Rest In Peace beautiful girl. #thrashin #dogtownbeginnings #godschildren @robertrusler #pamgidley A post shared by Josh Brolin (@joshbrolin) on Apr 24, 2018 at 8:33pm PDT
Andlát Bíó og sjónvarp Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira