Meirihluti andvígur áfengissölu í matvöruverslunum samkvæmt nýrri könnun Birgir Olgeirsson skrifar 30. apríl 2018 13:22 Í tilkynningu frá MMR segir að stuðningur við leyfi til sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum hafi aukist lítillega frá skoðanakönnun MMR sem framkvæmd var í febrúar 2017, eða um 3,1%. Vísir/ERNIR Meirihluti landsmanna segist andvígur því að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum samkvæmt könnun MMR sem framkvæmd var dagana 2.-12. mars. Tæplega 74% svarenda kváðust andvíg því að heimila sölu á sterku áfengi (meira en 22% áfengisinnihald) í matvöruverslunum, þar af rúm 61% mjög andvíg. Minni andstaða var gegn sölu á léttu áfengi og bjór (minna en 22% áfengisinnihald) en tæp 55% svarenda sögðust andvíg sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum, þar af tæplega 43% mjög andvíg. Stuðningur við leyfi til sölu var rúmlega 15% við sölu á sterku áfengi og tæplega 36% við sölu á léttu áfengi og bjór. Í tilkynningu frá MMR segir að stuðningur við leyfi til sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum hafi aukist lítillega frá skoðanakönnun MMR sem framkvæmd var í febrúar 2017, eða um 3,1%. Andstaða gegn slíkri sölu hefur að sama skapi lækkað um 2%. Nær engar breytingar hafa átt sér stað á afstöðu landsmanna gagnvart sölu á sterku áfengi.Þeir sem eru eldri helst á móti Andstaða gegn sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum jókst með auknum aldri. Af yngsta aldurshópnum (18-29 ára) kváðust 56% vera andvíg sölu á sterku áfengi, samanborið við 92% í elsta aldurshópnum (68 ára og eldri). Andstaða reyndist nokkuð minni hjá körlum (67%) heldur en konum (81%) og lýstu karlar (20%) frekar stuðningi við leyfi til sölu á sterku áfengi heldur en konur (11%). Þá bar minna á andstöðu á meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins (72%) heldur en þeirra sem búa á landsbyggðinni (77%). Lítill munur var á afstöðu með tilliti til menntunar svarenda.Framsóknarfólk nær algjörlega á móti Nokkur munur var á afstöðu svarenda sé horft til stjórnmálaskoðana. Stuðningsfólk Framsóknarflokks var nær algjörlega á móti sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum (96%) en þar af var stór meirihluti mjög andvígur (91%). Mikla andstöðu var einnig að finna hjá stuðningsfólki Flokks fólksins (85%), Vinstri grænna (85%) og Samfylkingar (82%). Mestan stuðning við leyfi til sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum mátti finna hjá stuðningsfólki Viðreisnar (36%), Pírata (38%) og Sjálfstæðisflokks (22%).Andstaðan minni þegar kom að léttu áfengi Andstaða við sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum var nokkuð minni en andstaða gegn sölu á sterku áfengi. Svarendur yngsta aldurshópsins (18-29 ára) sögðust voru í meira mæli hlynnt heimilun sölu á léttu áfengi og bjór (52%) heldur en andstæð henni (35%). Andstaða jókst með auknum aldri en 84% svarenda elsta aldurshópsins (68 ára og eldri) kváðust andvíg sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum, þar af 70% mjög andvíg. Konur (62%) kváðust frekar andstæðar heldur en karlar (49%) og voru karlar (42%) líklegri til að styðja slíka sölu heldur en konur (29%). Andstaða var minni meðal svarenda með búsetu á höfuðborgarsvæðinu (52%) heldur en þeirra á landsbyggðinni (59%). Lítinn mun var að finna á afstöðu ef litið var til menntunar svarenda.Viðreisnarfólk og Píratar helst með Mun var að finna á afstöðu svarenda með tilliti til stjórnmálaskoðana. Stuðningsfólk Framsóknarflokks sýndi mesta andstöðu gegn sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum (87%) en þar af var meirihluti mjög andvígur (68%). Stuðningsfólk Flokks fólksins (71%), Vinstri grænna (62%) og Samfylkingar (62%) greindu einnig frá andstöðu við slíka sölu. Mestan stuðning við heimilun sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum mátti finna hjá stuðningsfólki Viðreisnar (61%), Pírata (61%) og Sjálfstæðisflokks (49%) en athygli vekur að tæplega helmingur stuðningsfólks bæði Pírata (48%) og Viðreisnar (48%) sögðust mjög hlynnt heimilun. Áfengi og tóbak Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Meirihluti landsmanna segist andvígur því að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum samkvæmt könnun MMR sem framkvæmd var dagana 2.-12. mars. Tæplega 74% svarenda kváðust andvíg því að heimila sölu á sterku áfengi (meira en 22% áfengisinnihald) í matvöruverslunum, þar af rúm 61% mjög andvíg. Minni andstaða var gegn sölu á léttu áfengi og bjór (minna en 22% áfengisinnihald) en tæp 55% svarenda sögðust andvíg sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum, þar af tæplega 43% mjög andvíg. Stuðningur við leyfi til sölu var rúmlega 15% við sölu á sterku áfengi og tæplega 36% við sölu á léttu áfengi og bjór. Í tilkynningu frá MMR segir að stuðningur við leyfi til sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum hafi aukist lítillega frá skoðanakönnun MMR sem framkvæmd var í febrúar 2017, eða um 3,1%. Andstaða gegn slíkri sölu hefur að sama skapi lækkað um 2%. Nær engar breytingar hafa átt sér stað á afstöðu landsmanna gagnvart sölu á sterku áfengi.Þeir sem eru eldri helst á móti Andstaða gegn sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum jókst með auknum aldri. Af yngsta aldurshópnum (18-29 ára) kváðust 56% vera andvíg sölu á sterku áfengi, samanborið við 92% í elsta aldurshópnum (68 ára og eldri). Andstaða reyndist nokkuð minni hjá körlum (67%) heldur en konum (81%) og lýstu karlar (20%) frekar stuðningi við leyfi til sölu á sterku áfengi heldur en konur (11%). Þá bar minna á andstöðu á meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins (72%) heldur en þeirra sem búa á landsbyggðinni (77%). Lítill munur var á afstöðu með tilliti til menntunar svarenda.Framsóknarfólk nær algjörlega á móti Nokkur munur var á afstöðu svarenda sé horft til stjórnmálaskoðana. Stuðningsfólk Framsóknarflokks var nær algjörlega á móti sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum (96%) en þar af var stór meirihluti mjög andvígur (91%). Mikla andstöðu var einnig að finna hjá stuðningsfólki Flokks fólksins (85%), Vinstri grænna (85%) og Samfylkingar (82%). Mestan stuðning við leyfi til sölu á sterku áfengi í matvöruverslunum mátti finna hjá stuðningsfólki Viðreisnar (36%), Pírata (38%) og Sjálfstæðisflokks (22%).Andstaðan minni þegar kom að léttu áfengi Andstaða við sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum var nokkuð minni en andstaða gegn sölu á sterku áfengi. Svarendur yngsta aldurshópsins (18-29 ára) sögðust voru í meira mæli hlynnt heimilun sölu á léttu áfengi og bjór (52%) heldur en andstæð henni (35%). Andstaða jókst með auknum aldri en 84% svarenda elsta aldurshópsins (68 ára og eldri) kváðust andvíg sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum, þar af 70% mjög andvíg. Konur (62%) kváðust frekar andstæðar heldur en karlar (49%) og voru karlar (42%) líklegri til að styðja slíka sölu heldur en konur (29%). Andstaða var minni meðal svarenda með búsetu á höfuðborgarsvæðinu (52%) heldur en þeirra á landsbyggðinni (59%). Lítinn mun var að finna á afstöðu ef litið var til menntunar svarenda.Viðreisnarfólk og Píratar helst með Mun var að finna á afstöðu svarenda með tilliti til stjórnmálaskoðana. Stuðningsfólk Framsóknarflokks sýndi mesta andstöðu gegn sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum (87%) en þar af var meirihluti mjög andvígur (68%). Stuðningsfólk Flokks fólksins (71%), Vinstri grænna (62%) og Samfylkingar (62%) greindu einnig frá andstöðu við slíka sölu. Mestan stuðning við heimilun sölu á léttu áfengi og bjór í matvöruverslunum mátti finna hjá stuðningsfólki Viðreisnar (61%), Pírata (61%) og Sjálfstæðisflokks (49%) en athygli vekur að tæplega helmingur stuðningsfólks bæði Pírata (48%) og Viðreisnar (48%) sögðust mjög hlynnt heimilun.
Áfengi og tóbak Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira