Emil reifst við forsetann fyrir framan alla: „Ég gat ekki setið á mér lengur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. apríl 2018 12:00 Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Udinese á Ítalíu, lét forseta ítalska félagsins heyra það fyrir framan allan leikmannahópinn í byrjun tímabils. Forsetinn, sem heitir Franco Soldati, lætur leikmenn liðsins gista á hóteli svo vikum skiptir ef þeir eru ekki að standa sig og tapa leikjum. Það getur orðið langþreytt fyrir fjölskyldumenn og gafst Emil upp í byrjun tímabils eftir langa dvöl á hóteli. „Við vorum í smá krísu í byrjun tímabilsins. Mesta pressan hérna kemur frá forsetanum sem lætur okkur gista á hóteli í viku ef að illa gengur. Ef við töpum svo næsta leik erum við sendir aftur á hótel þannig að á þessum tímapunkti vorum við búnir að vera tvær vikur samfleytt á hóteli,“ segir Emil.Emil er í viðtali í Fyrir Ísland sem er á dagskrá á Stöð 2 klukkan 20.05 í kvöld. Þar heimsækir Guðmundur Benediktsson strákana okkar í undirbúningi fyrir HM 2018 í Rússlandi.Emil í leik með UdineseMynd/GettyLétt bilaður Eftir þessar tvær vikur á hótelinu fór Emil í landsleikjafrí og var þá frá fjölskyldu sinni. Þegar hann kom svo aftur til Ítalíu var aftur farið á hótel. „Ég var orðinn létt bilaður á þessu enda með konu og tvö börn heima. Það er ekkert gaman fyrir þau að ég sé ekkert heima. Þegar við erum svo komnir á fjórðu viku á hótelinu heldur forsetinn fund og segir að þetta haldi bara áfram ef að við förum ekki að vinna,“ segir Emil sem lét þá heyra í sér. „Ég stóð upp og sagði að þetta væri engan veginn rétta leiðin til að fá lið til að vinna. Þetta er náttúrlega ekki rétta leiðin en það þurfti einhver að segja það við hann og við rifumst um þetta í korter. Ég útskýrði af hverju þetta væri ekki rétt og tók það fram að ég talaði við Hauk Inga, íþróttasálfræðing, um þetta.“Emil lætur ekki bjóða sér hvað sem er.vísir/gettyEndaði vel Forsetinn bauðst á til að borga flug undir Hauk Inga út til Ítalíu þannig að hann gæti rætt við hann um hvað væri rétta leiðin og hvað ekki. Emil lét þó vera að setja upp þann hitting. „Ég allavega stóð upp, mest fyrir sjálfan mig. Ég gat ekki setið á mér lengur,“ segir Emil en liðsfélagar hans, sem voru alveg jafnpirraðir, sátu bara rólegir á meðan Emil fór yfir málin með forsetanum. „Þetta var bara ég á móti honum og á endanum fór hann út. Ég hélt að þetta hefði endað illa á milli okkar en síðan hitti ég hann nokkrum dögum seinna og þá spurði hann mig hvar þessi sálfræðingur væri,“ segir Emil Hallfreðsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta og leikmaður Udinese á Ítalíu, lét forseta ítalska félagsins heyra það fyrir framan allan leikmannahópinn í byrjun tímabils. Forsetinn, sem heitir Franco Soldati, lætur leikmenn liðsins gista á hóteli svo vikum skiptir ef þeir eru ekki að standa sig og tapa leikjum. Það getur orðið langþreytt fyrir fjölskyldumenn og gafst Emil upp í byrjun tímabils eftir langa dvöl á hóteli. „Við vorum í smá krísu í byrjun tímabilsins. Mesta pressan hérna kemur frá forsetanum sem lætur okkur gista á hóteli í viku ef að illa gengur. Ef við töpum svo næsta leik erum við sendir aftur á hótel þannig að á þessum tímapunkti vorum við búnir að vera tvær vikur samfleytt á hóteli,“ segir Emil.Emil er í viðtali í Fyrir Ísland sem er á dagskrá á Stöð 2 klukkan 20.05 í kvöld. Þar heimsækir Guðmundur Benediktsson strákana okkar í undirbúningi fyrir HM 2018 í Rússlandi.Emil í leik með UdineseMynd/GettyLétt bilaður Eftir þessar tvær vikur á hótelinu fór Emil í landsleikjafrí og var þá frá fjölskyldu sinni. Þegar hann kom svo aftur til Ítalíu var aftur farið á hótel. „Ég var orðinn létt bilaður á þessu enda með konu og tvö börn heima. Það er ekkert gaman fyrir þau að ég sé ekkert heima. Þegar við erum svo komnir á fjórðu viku á hótelinu heldur forsetinn fund og segir að þetta haldi bara áfram ef að við förum ekki að vinna,“ segir Emil sem lét þá heyra í sér. „Ég stóð upp og sagði að þetta væri engan veginn rétta leiðin til að fá lið til að vinna. Þetta er náttúrlega ekki rétta leiðin en það þurfti einhver að segja það við hann og við rifumst um þetta í korter. Ég útskýrði af hverju þetta væri ekki rétt og tók það fram að ég talaði við Hauk Inga, íþróttasálfræðing, um þetta.“Emil lætur ekki bjóða sér hvað sem er.vísir/gettyEndaði vel Forsetinn bauðst á til að borga flug undir Hauk Inga út til Ítalíu þannig að hann gæti rætt við hann um hvað væri rétta leiðin og hvað ekki. Emil lét þó vera að setja upp þann hitting. „Ég allavega stóð upp, mest fyrir sjálfan mig. Ég gat ekki setið á mér lengur,“ segir Emil en liðsfélagar hans, sem voru alveg jafnpirraðir, sátu bara rólegir á meðan Emil fór yfir málin með forsetanum. „Þetta var bara ég á móti honum og á endanum fór hann út. Ég hélt að þetta hefði endað illa á milli okkar en síðan hitti ég hann nokkrum dögum seinna og þá spurði hann mig hvar þessi sálfræðingur væri,“ segir Emil Hallfreðsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira