Þróaði app úr ævistarfinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 8. maí 2018 10:00 Herdís hefur helgað líf sitt því að fræða foreldra um hvernig megi gera heimili sem öruggust fyrir börn. „Ég hef unnið við slysavarnir barna frá árinu 1991 og vann í mörg ár í verkefni sem heyrði undir ríkið,“ segir Herdís Storgaard, verkefnastjóri Miðstöðvar slysavarna barna. „Fyrir um fjórum árum ákváðu stjórnvöld að hætta að setja fé í verkefni um slysavarnir barna. Þrátt fyrir að mikill árangur hefði náðst í málaflokknum. Mér fannst það ekki vera hægt að gefast upp,“ segir Herdís sem hafði áhyggjur af því að foreldrar gætu hvergi leitað að upplýsingum um öryggi barna. „Ég stofnaði frjáls félagasamtök og hélt áfram starfi mínu í sjálfboðavinnu. Ég var með ákveðnar hugmyndir, vildi geta sýnt foreldrum hvernig öruggt heimili lítur út og hafði samband við Þórarin Ævarsson, framkvæmdastjóra IKEA. Hann tók vel í hugmyndir mínar og gaf mér húsgögn. Ég útbjó sýniaðstöðu fyrir foreldra og býð þeim upp á ókeypis námskeið,“ segir Herdís frá. „Einasta ástæðan fyrir því að ég get haldið úti rekstri er stuðningur tveggja fyrirtækja við mig, Sjóvár og IKEA á Íslandi,“ útskýrir hún. Starfsfólk höfuðstöðva IKEA í Svíþjóð heyrði af uppátækinu á Íslandi. „Þeir komu til Íslands og vildu kynnast starfi mínu betur, urðu hrifin af hugmyndunum og aðferðafræðinni sem ég nota í kennslunni. Þeir buðu mér starf og nú hef ég unnið fyrir IKEA í rúm tvö ár. Það kom upp sú hugmynd að gera app fyrir foreldra sem byggir á námskeiðunum mínum. Nú er það tilbúið. Það kallast: Öruggara heimili. Í því má kanna mismunandi herbergi heimilisins og fá ráð um hvar er hægt að auka öryggið,“ segir Herdís frá. „Við munum prófa þetta fyrst á Íslandi en síðan verður appinu dreift út um allan heim ef vel gengur,“ segir Herdís frá og er ánægð með afraksturinn. „Ekki síst vegna þess hversu erfið staðan var þegar ríkið skar þjónustuna niður. Ég hefði ekki staðið í þessu nema fyrir þá staðreynd hversu glaðir og þakklátir foreldrar eru. Svo hefur þetta undið upp á sig. Höfuðstöðvarnar eru í Suður-Svíþjóð. Ég bý hins vegar enn á Íslandi og get unnið heima. Ég fer svo reglulega út. Þetta hefur verið algjört ævintýri sem hefur falið í sér samstarf við sérfræðinga um allan heim,“ segir Herdís frá. IKEA Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
„Ég hef unnið við slysavarnir barna frá árinu 1991 og vann í mörg ár í verkefni sem heyrði undir ríkið,“ segir Herdís Storgaard, verkefnastjóri Miðstöðvar slysavarna barna. „Fyrir um fjórum árum ákváðu stjórnvöld að hætta að setja fé í verkefni um slysavarnir barna. Þrátt fyrir að mikill árangur hefði náðst í málaflokknum. Mér fannst það ekki vera hægt að gefast upp,“ segir Herdís sem hafði áhyggjur af því að foreldrar gætu hvergi leitað að upplýsingum um öryggi barna. „Ég stofnaði frjáls félagasamtök og hélt áfram starfi mínu í sjálfboðavinnu. Ég var með ákveðnar hugmyndir, vildi geta sýnt foreldrum hvernig öruggt heimili lítur út og hafði samband við Þórarin Ævarsson, framkvæmdastjóra IKEA. Hann tók vel í hugmyndir mínar og gaf mér húsgögn. Ég útbjó sýniaðstöðu fyrir foreldra og býð þeim upp á ókeypis námskeið,“ segir Herdís frá. „Einasta ástæðan fyrir því að ég get haldið úti rekstri er stuðningur tveggja fyrirtækja við mig, Sjóvár og IKEA á Íslandi,“ útskýrir hún. Starfsfólk höfuðstöðva IKEA í Svíþjóð heyrði af uppátækinu á Íslandi. „Þeir komu til Íslands og vildu kynnast starfi mínu betur, urðu hrifin af hugmyndunum og aðferðafræðinni sem ég nota í kennslunni. Þeir buðu mér starf og nú hef ég unnið fyrir IKEA í rúm tvö ár. Það kom upp sú hugmynd að gera app fyrir foreldra sem byggir á námskeiðunum mínum. Nú er það tilbúið. Það kallast: Öruggara heimili. Í því má kanna mismunandi herbergi heimilisins og fá ráð um hvar er hægt að auka öryggið,“ segir Herdís frá. „Við munum prófa þetta fyrst á Íslandi en síðan verður appinu dreift út um allan heim ef vel gengur,“ segir Herdís frá og er ánægð með afraksturinn. „Ekki síst vegna þess hversu erfið staðan var þegar ríkið skar þjónustuna niður. Ég hefði ekki staðið í þessu nema fyrir þá staðreynd hversu glaðir og þakklátir foreldrar eru. Svo hefur þetta undið upp á sig. Höfuðstöðvarnar eru í Suður-Svíþjóð. Ég bý hins vegar enn á Íslandi og get unnið heima. Ég fer svo reglulega út. Þetta hefur verið algjört ævintýri sem hefur falið í sér samstarf við sérfræðinga um allan heim,“ segir Herdís frá.
IKEA Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira