![](https://www.visir.is/i/016EB6835C03A634B79CF25CB81F36627EBC2A92D35DE391F64EDF6EB0807DCF_80x80.jpg)
Yfirklór
Það hefur því verið raunalegt að fylgjast með forstjóra og stjórn Hörpu og framgangi þeirra í málefnum þjónustufulltrúa hússins. Fólksins sem er í senn lægst launuðu starfsmenn hússins og andlit þess gagnvart gestum, sem hefur ávallt verið til fyrirmyndar.
Það stóð þó ekki í vegi fyrir stjórn og framkvæmdastjóra þegar farið var út í að bæta á þetta fólk starfsskyldum og lækka laun þess. Var þetta gert til að takast á við rekstrarvanda en í ljós hefur komið að það voru einungis þessir lægst launuðu starfsmenn sem þurftu að taka á sig bæði kjaraskerðingu og aukna verkskyldu. Ekki var hreyft við launum millistjórnenda en nýr forstjóri Hörpu, Svanhildur Konráðsdóttir, sem leiddi aðgerðirnar hafði verið ráðin til starfa með einhvers konar framtíðarvilyrði um yfir 20% launahækkun þegar stjórnin væri laus undan ákvörðunum kjararáðs. Ekki stóð á þeirri hækkun aðeins tveimur mánuðum síðar. Stjórn Hörpu og forstjóri geta hins vegar þakkað þjónustufulltrúunum og stéttarfélagi þeirra VR fyrir að þau brutu ekki lög í umræddum sparnaðaraðgerðum.
Eftir mikla og réttmæta gagnrýni á þessa framgöngu forstjóra og stjórnar hefur Svanhildur Konráðsdóttir farið þess á leit við stjórn Hörpu að laun hennar verði lækkuð afturvirkt frá 1. janúar 2018 til samræmis við ákvörðun kjararáðs. Ekki er þó annað að sjá en að standa eigi við launalækkun þjónustufulltrúanna og í ljósi þess sem á undan er gengið er það trauðla nóg til þess að lægja öldurnar. Það er búið að ganga yfir þjónustufulltrúana á skítugum skónum og senda frá sér yfirlýsingar með yfirklóri og útúrsnúningum.
Á um það bil sama tíma og Svanhildur var að biðja um launalækkun á Facebook var Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu ohf., í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þar hélt hann því fram að málið væri byggt á „falsfrétt“ og vísaði þar til fréttar Fréttablaðsins um málið. Það er rétt að taka fram að Þórður var sjálfur viðmælandi blaðamanns í umræddri frétt og staðfesti þær tölur sem þar komu fram. Þetta bendir til þess að nú eigi að grípa í það haldgóða íslenska hálmstrá að þetta sé fjölmiðlum að kenna. Þetta er auðvitað ekki boðlegt.
Almenningur sem eigandi hússins hlýtur að gera kröfu til þess að fulltrúar hans hjá ríki og borg láti nú málið til sín taka. Málið snýst ekki einvörðungu um launahækkun forstjóra og launalækkun þjónustufulltrúa á sama tíma, heldur um traust til þess að stýra þessari mikilvægu sameign landsmanna. Því trausti fylgir ábyrgð sem felur í sér opna og vammlausa stjórnsýslu sem almenningur getur borið virðingu fyrir og er starfsemi hússins til heilla.
Skoðun
![](/i/88FD222B8D4F5315CB0EDFB64E3457559269404DA873D02C0F41B4D2EB0A6758_390x390.jpg)
Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara
Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar
![](/i/4F147F9CEB14D29F5AEB733710A48833FC9069359BB4B20FF9EDFBF62DD6B90C_390x390.jpg)
Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
![](/i/0D60AA7DB20F6A90A8F8715216F8C5EA9376F1E551C053EE388196F065041070_390x390.jpg)
Hugleiðingar um virðismat kennara
Bergur Hauksson skrifar
![](/i/21CC7B20AE8816B80709D33075E9F52FC6009F6E2E9440F9DEEABA82FD3F5228_390x390.jpg)
Hvar stendur barnið mitt í námi?
Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar
![](/i/22729E24E9056A61F19B0494E874A6C01C185F12188C07B05C0D59C21AAECA17_390x390.jpg)
Áslaug Arna er framtíðin
Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
![](/i/FAFFCD8B106CD22281B58BF0628DDB580C3464EA6B39A70D00186457E9268CF5_390x390.jpg)
Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt
Einar Ólafsson skrifar
![](/i/A71B32BD7619C67094795FE2958AFB3839A16C3E8C20A9758CECF21A65D001FA_390x390.jpg)
Minna af þér og meira af öðrum
Heiða Björk Sturludóttir skrifar
![](/i/54AFA4D4C73FA6D162898BF7251C6078CB1DFD8069F2B37D66CEBFADA1AFD236_390x390.jpg)
Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar
Ísabella Markan skrifar
![](/i/CC84741BCF8CA44606605C941D373850956B79A76D4ADF787FC4711DEF037637_390x390.jpg)
Að koma skriðdreka á Snæfellsnes
Jón Ingi Hákonarson skrifar
![](/i/906693C9CBE4337CACE6A4157E19ACC342B6811DB981BC6C81FC90A53C7E6E0F_390x390.jpg)
Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans
Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar
![](/i/97FAF88FBB13218266B91BAB0961A6D82B8E4BBF848C33D60253F2B187625E0A_390x390.jpg)
Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu?
Davíð Bergmann skrifar
![](/i/6A0FD1C67FC6410835256C49E6509952EB534831B4D8E2BFF4E9A50F499CFDF1_390x390.jpg)
Skiptir hugarfarið máli?
Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
![](/i/57D5E0D4BD73B713FC2D4B6E774E1C27F30DE8399D99CCBB79235CD0AAEF6224_390x390.jpg)
Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði
Davíð Már Sigurðsson skrifar
![](/i/1F2B558BF501B12AD95ABC8F03BE7BF57B061B2D32CEB9F1D458A22B905AC5F9_390x390.jpg)
Verkfærakistan er alltaf opin
Ástþór Ólafsson skrifar
![](/i/FFCAE1F836A7D5B079A281E8759AAFB270F01CF26ADE430D4FC5704DF2ED29DC_390x390.jpg)
Píratar til forystu
Guðni Freyr Öfjörð skrifar
![](/i/41E4B2B458637A9C627FD0811EF6F318169FA199286A9F16931D6F87982EBD59_390x390.jpg)
Beðið fyrir verðbólgu
Halla Gunnarsdóttir skrifar
![](/i/1B5DC560FCC35BDA8D9CC012DE0DF6E0DCED57639456D02F90AC400ACFE5AC0B_390x390.jpg)
Minni pólitík, meiri fagmennska
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
![](/i/A47A6AC9C4215F8F0DB44D69A28EEBDB322CC7F97BA44E68144E35EB9D11E5C0_390x390.jpg)
Ný krydd í skuldasúpuna
Helgi Áss Grétarsson skrifar
![](/i/1A6BC32C82325B402A267C1FC40BBB22602E9B91FB301B420362CF74B73848B0_390x390.jpg)
Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019
Heimir Örn Árnason skrifar
![](/i/1E3149462E474E43C655540546F9294D4F7D64A929449DDB928E5FA46F5D7847_390x390.jpg)
Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna
Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
![](/i/0AD591B475824502C50BCDAB8FD498B5D143FBED3D3FBD09FA25EC1D7F32E2E7_390x390.jpg)
Er Inga Sæland Þjófur?
Birgir Dýrfjörð skrifar
![](/i/7B3AB486F67D113474359B499618E5CEA3A7EE953A750F030E81523DD2D4CE40_390x390.jpg)
Kona
Anna Kristjana Helgadóttir skrifar
![](/i/BFAC1AA263BE258E79377E1462667EA5B028917ED4EED7551C230F4F83064038_390x390.jpg)
Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel
Gunnar H. Garðarsson skrifar
![](/i/82FD24C55AC1EBCDCF28E3FC7EF9032DAB972DF4BF88B487AB8727BE8BD8E7DB_390x390.jpg)
Orð skulu standa
Jón Pétur Zimsen skrifar
![](/i/011900B156EA83FA3B1F9C9BBE62E05B740DE2CABFF8A3DF1F74D490D203FAD6_390x390.jpg)
Dúabíllinn og kraftur sköpunar
Einar Mikael Sverrisson skrifar
![](/i/3FC7B614206A74E6D22608BEBC6EB1FFE963D5E61D63CEA5C489AFFD733DE342_390x390.jpg)
Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú
Árni Sigurðsson skrifar
![](/i/A1AAB4A9EF09A6BD72B0158BB6C972BA2BA4D235B490C87DFFFDC0328B14FE70_390x390.jpg)
Viljum við það besta fyrir börnin okkar?
Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar
![](/i/34D61AE95CCC1503A44932B26F57CDA1E6289B48E82073F7CC4B8DEB5A63E385_390x390.jpg)
Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa
Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar