Hvað eru sveitarstjórnarmenn að hugsa? Lýður Árnason skrifar 8. maí 2018 07:00 Þessi aðdragandi kosninga er lítt frábrugðinn öðrum. Frambjóðendur og flokkar keppast við að laða að sér kjósendur og sem fyrr flýgur það hæst sem vel lætur í eyrum. Nokkuð hefur verið rætt um hið risavaxna vandamál sem er aðgengi að húsnæði. Birtingarmynd þess er nýlegt útspil byggingaverktaka sem auglýsir íbúðarkost sem fyrstu kaup á tæpar 700 þúsund á fermetra. Fjörutíu milljónir takk, fyrir 60 fermetra. Húsaleigumarkaðurinn er í sama móanum og nánast útilokað fyrir aðra en kvótakrakka og silfurskeiðunga að taka þátt í þessu. Hinir húka í foreldrahúsum. Einhvern tíma á þessu kjörtímabili var frábært byggingarland í vesturbæ Reykjavíkur afhent einum hrunverjanum sem sýnir glöggt að ráðamenn sjá ekki eða vilja ekki sjá samhengi húsnæðisvandans við fjármagnseigendur. En í hnotskurn er hann þessi: Fjárfestingafélög gleypa allt sem til fellur á húsnæðismarkaði, sprengja upp öll verð og verða feitari og feitari á brauðstriti okkar hinna. Vel má vera að þetta hljómi eins og kommúnistaávarp en þetta er samt svona. Þess vegna er skrítið, ekki sízt að framboð sem kenna sig við jöfnuð, skuli humma þetta af sér og jafnvel taka þátt í þessum okurleik. Hvers vegna í ósköpunum ganga sveitarstjórnir stærstu bæjarfélaganna ekki fram fyrir skjöldu og boða bílskúrsblokkir, gámaraðhús og einbýliskofa fyrir ungt fólk? Einfalda og ódýra íverustaði til kaups eða leigu, 20, 30 og 40 fermetra? Þetta yrði valkostur þeirra sem EKKI vilja ganga bönkum eða öðrum fjármagnsöflum á hönd og strita lungann úr ævinni í þeirra þágu. Verð á svona húsnæði gæti verið um fjórðungur af rassaboðum þeim sem nú tíðkast og leigan aðeins brotabrot. Í dag hefur ungt fólk harla lítinn hvata til að hasla sér völl á húsnæðismarkaði, nýr alvöru valkostur í líkingu við framansagt gæti breytt því á einni nóttu. Hættum að vera meðvirk, bjóðum einkaframtaki birginn sem ekki bætir lífskjörin í landinu heldur þvert á móti, heldur þeim niðri.Höfundur er læknir og kvikmyndagerðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Þessi aðdragandi kosninga er lítt frábrugðinn öðrum. Frambjóðendur og flokkar keppast við að laða að sér kjósendur og sem fyrr flýgur það hæst sem vel lætur í eyrum. Nokkuð hefur verið rætt um hið risavaxna vandamál sem er aðgengi að húsnæði. Birtingarmynd þess er nýlegt útspil byggingaverktaka sem auglýsir íbúðarkost sem fyrstu kaup á tæpar 700 þúsund á fermetra. Fjörutíu milljónir takk, fyrir 60 fermetra. Húsaleigumarkaðurinn er í sama móanum og nánast útilokað fyrir aðra en kvótakrakka og silfurskeiðunga að taka þátt í þessu. Hinir húka í foreldrahúsum. Einhvern tíma á þessu kjörtímabili var frábært byggingarland í vesturbæ Reykjavíkur afhent einum hrunverjanum sem sýnir glöggt að ráðamenn sjá ekki eða vilja ekki sjá samhengi húsnæðisvandans við fjármagnseigendur. En í hnotskurn er hann þessi: Fjárfestingafélög gleypa allt sem til fellur á húsnæðismarkaði, sprengja upp öll verð og verða feitari og feitari á brauðstriti okkar hinna. Vel má vera að þetta hljómi eins og kommúnistaávarp en þetta er samt svona. Þess vegna er skrítið, ekki sízt að framboð sem kenna sig við jöfnuð, skuli humma þetta af sér og jafnvel taka þátt í þessum okurleik. Hvers vegna í ósköpunum ganga sveitarstjórnir stærstu bæjarfélaganna ekki fram fyrir skjöldu og boða bílskúrsblokkir, gámaraðhús og einbýliskofa fyrir ungt fólk? Einfalda og ódýra íverustaði til kaups eða leigu, 20, 30 og 40 fermetra? Þetta yrði valkostur þeirra sem EKKI vilja ganga bönkum eða öðrum fjármagnsöflum á hönd og strita lungann úr ævinni í þeirra þágu. Verð á svona húsnæði gæti verið um fjórðungur af rassaboðum þeim sem nú tíðkast og leigan aðeins brotabrot. Í dag hefur ungt fólk harla lítinn hvata til að hasla sér völl á húsnæðismarkaði, nýr alvöru valkostur í líkingu við framansagt gæti breytt því á einni nóttu. Hættum að vera meðvirk, bjóðum einkaframtaki birginn sem ekki bætir lífskjörin í landinu heldur þvert á móti, heldur þeim niðri.Höfundur er læknir og kvikmyndagerðarmaður
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar