Bíltúr með Gumma Ben og Jóa Berg: „Fáránlegt að vera að fara á HM með Íslandi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2018 14:00 Jóhann Berg Guðmundsson verður vafalítið í byrjunarliði Íslands á HM 2018 í Rússlandi þegar að strákarnir okkar mæta Argentínu í fyrsta leik 16. júní. Hópurinn verður valinn á föstudaginn.Jóhann er aðalviðtalsefnið í Fyrir Ísland sem er á dagskrá á Stöð 2 klukkan 20.05 í kvöld en þar heimsækir Guðmundur Benediktsson strákana okkar og tekur púlsinn á þeim þegar styttist í stærstu stund íslenskrar fótboltasögu. Hér að ofan má sjá seinni hlutann af bíltúrnum sem Gummi Ben tók með Jóhanni Berg er hann var á leið í leik á móti Manchester United. Í fyrri hlutanum, sem má sjá með því að smella hér, var rætt um ensku úrvalsdeildina og atvinnumennskuna. Í þessum hluta af þessu óséða efni sem ekki verður í þættinum ræða þeir Gummi og Jói Berg um heimsmeistaramótið og hvað Ísland getur lært eftir að hafa verið á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum. „Þú ferð ekkert hærra en á HM. Það er bara skrítið að hugsa til þess að litla Ísland sé á leiðinni á HM. Maður er ekkert alveg búinn að átta sig á þessu og ég held að þjóðin sé ekki alveg búin að átta sig á þessu heldur,“ segir Jóhann Berg. „Ég held að það gerist ekkert fyrr en allir verða mættir á svæðið. Ég man bara þegar að við vorum að fara í fyrsta leikinn á móti Portúgal í rútunni og þyrlan var fyrir ofan okkur. Þá áttaði maður sig á að þetta væri alvaran,“ segir Jóhann, en hélt hann einhvern tímann að Ísland myndi komast á HM? „Nei, ég held ekki. Auðvitað horfði maður alltaf á HM og langaði að spila á mótinu en aldrei hugsaði ég að maður gæti spilað þarna með Íslandi. Við vorum alltaf í smá basli og aldrei nálægt þessu. Að ímynda sér að maður væri að fara þarna með Íslandi var alveg fáránlegt,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Bransasögur í bíltúr með Gumma Ben og Jóa Berg á leið í leik gegn United Guðmundur Benediktsson keyrði með Jóhanni Berg Guðmundssyni í leik á móti Manchester United. 4. maí 2018 10:00 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson verður vafalítið í byrjunarliði Íslands á HM 2018 í Rússlandi þegar að strákarnir okkar mæta Argentínu í fyrsta leik 16. júní. Hópurinn verður valinn á föstudaginn.Jóhann er aðalviðtalsefnið í Fyrir Ísland sem er á dagskrá á Stöð 2 klukkan 20.05 í kvöld en þar heimsækir Guðmundur Benediktsson strákana okkar og tekur púlsinn á þeim þegar styttist í stærstu stund íslenskrar fótboltasögu. Hér að ofan má sjá seinni hlutann af bíltúrnum sem Gummi Ben tók með Jóhanni Berg er hann var á leið í leik á móti Manchester United. Í fyrri hlutanum, sem má sjá með því að smella hér, var rætt um ensku úrvalsdeildina og atvinnumennskuna. Í þessum hluta af þessu óséða efni sem ekki verður í þættinum ræða þeir Gummi og Jói Berg um heimsmeistaramótið og hvað Ísland getur lært eftir að hafa verið á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum. „Þú ferð ekkert hærra en á HM. Það er bara skrítið að hugsa til þess að litla Ísland sé á leiðinni á HM. Maður er ekkert alveg búinn að átta sig á þessu og ég held að þjóðin sé ekki alveg búin að átta sig á þessu heldur,“ segir Jóhann Berg. „Ég held að það gerist ekkert fyrr en allir verða mættir á svæðið. Ég man bara þegar að við vorum að fara í fyrsta leikinn á móti Portúgal í rútunni og þyrlan var fyrir ofan okkur. Þá áttaði maður sig á að þetta væri alvaran,“ segir Jóhann, en hélt hann einhvern tímann að Ísland myndi komast á HM? „Nei, ég held ekki. Auðvitað horfði maður alltaf á HM og langaði að spila á mótinu en aldrei hugsaði ég að maður gæti spilað þarna með Íslandi. Við vorum alltaf í smá basli og aldrei nálægt þessu. Að ímynda sér að maður væri að fara þarna með Íslandi var alveg fáránlegt,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Bransasögur í bíltúr með Gumma Ben og Jóa Berg á leið í leik gegn United Guðmundur Benediktsson keyrði með Jóhanni Berg Guðmundssyni í leik á móti Manchester United. 4. maí 2018 10:00 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Bransasögur í bíltúr með Gumma Ben og Jóa Berg á leið í leik gegn United Guðmundur Benediktsson keyrði með Jóhanni Berg Guðmundssyni í leik á móti Manchester United. 4. maí 2018 10:00