Körfubolti

Boston vann eftir framlengingu│LeBron tryggði sigur með flautukörfu

Dagur Lárusson skrifar
Jayson Tatum.
Jayson Tatum. vísir/getty
Boston Celtics komst í 3-0 í einvígi sínu gegn Philadelphia 76ers í nótt eftir framlengdan leik þar sem Jayson Tatum skoraði 24 stig.

 

Til að byrja með var Philadelphia með yfirhöndina í leiknum og fóru með forystuna í hálfleikinn en þá var staðan 51-48. 

 

Staðan var jöfn nánast allan leikinn og eftir þriðja leikhluta var staðan orðin 69-68 fyrir Boston Celtics sem bauð því uppá gríðarlega spennandi fjórða leikhluta. Sá fjórði olli ekki vonbrigðum þar sem bæði liðin voru staðráðin í að gefast ekki upp og síðasta karfa leiksins á síðustu sekúndunni tryggði að leikurinn færi í framlengingu.

 

Í framlenginunni skoraði Boston Celtics þremur stigum meira heldur en Philadelphia og voru lokatölur 101-98 sem þýðir að Boston þarf nú aðeins einn sigur til viðbótar til þess að komast áfram.

 

Jayson Thomas var stigahæstur í liði Boston með 24 stig og gaf 4 stoðsendingar á meðan Joel Embiid skoraði 22 stig fyrir Philadelphia og tók hvorki meira né minna en 19 stoðsendingar.

 

Cleveland Cavaliers eru nú einum sigri frá því að sópa Raptors í sumarfrí eftir dramatískan sigur í nótt.

 

Enn og aftur var LeBron James í lykilhlutverki hjá Cleveland en hann dró vagninn allan leikinn og var Cleveland með forystuna nánast allan leikinn og var staðan 55-40 í hálfleiknum.

 

Það í raun kom aldrei spenna í leikinn fyrr en í fjórða leikhluta þegar Raptors tóku við sér og skoruðu heil 38 stig og pressuðu vel á Cleveland. Þá steig LeBron James enn og aftur upp og skoraði flautukörfu til þess að tryggja Clevaland sigur 105-103.

 

LeBron James var stigahæstur í leiknum með 38 stig og gaf 7 stoðsendingar á meðan Kyle Lowry var stigahæstur hjá Raptors með 27 stig og gaf einnig 7 stoðsendingar.

 

Staðan í einvíginu er því 3-0 og Raptors þurfa að vinna næsta leik til þess að halda sér í einvíginu.

 

Hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Boston Celtics og Philadelphia 76ers.

 

NBA

Tengdar fréttir

Cleveland stal fyrsta sigrinum í Toronto

Cleveland Cavaliers tók forystu í undanúrslitarimmu sinni við Toronto Raptors í fyrsta leik í nótt. Framlengja þurfti leikinn til þess að fá fram úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×