Golf

Ólafía spilar bara 36 holur í Texas

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafía spilar bara 36 holur um helgina, ekki 54 eins og vanalega á mótum.
Ólafía spilar bara 36 holur um helgina, ekki 54 eins og vanalega á mótum. vísir/getty
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og aðrir kylfingar munu einungis spila 36 holur á Volunteers of America-mótinu sem fer fram í Texas um helgina en slæmt veður hefur riðlað dagskrá mótsins svo um munar. Fækkað hefur þurft hringjunum úr fjórum niður í tvo.

Forráðamenn mótsins hafa ákveðið að spilað verði bara 36 holur um helgina en spáð er slæmu veðri á morgun, laugardag, sem gætu riðlað planinu enn frekar.

Frestað hefur þurft tveimur hringjum af fjórum og ljóst er að það verður enginn niðurskurður á mótinu. Þeir sem enda í sjötíu efstu sætunum fá verðlaunafé en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Ólafía fer af stað klukkan 01.41 í nótt en verði mótinu ekki lokið á sunnudag verður það klárað á mánudag. Vísir mun fylgjast vel með mótinu um helgina og færa fréttir af því en einnig verður mótinu gerð góð skil á Golfstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×