Milljarðar til vegaframkvæmda Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 4. maí 2018 07:00 Ríkisstjórnin vill hraða uppbyggingu í vegamálum til að tryggja umferðaröryggi vegfarenda og treysta fjölbreytt atvinnulíf um land allt. Ríkisstjórnin samþykkti því að fjórir milljarðar króna færu aukalega núna strax til brýnna vegaframkvæmda. Með auknu fjármagni er hægt að setja aukinn kraft í yfirlagnir á vegum, malbik, viðhald malarvega, styrkingar og ýmsar endurbætur. Með auknu fjármagni er hægt að flýta mikilvægum vegabótum um land allt sem ella hefðu þurft að bíða, t.d. á Grindavíkurvegi og Borgarfjarðarvegi. Með auknu fjármagni fær Vegagerðin svigrúm til að forgangsraða og ráðstafa því fjármagni sem er til reiðu og leggja áherslu á fjölda brýnna verkefna sem setið hafa á hakanum og eru tilbúin til framkvæmda strax. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að við forgangsröðun í vegamálum verði litið til ólíkrar stöðu svæða, ferðaþjónustu og öryggissjónarmiða. Umtalsverða aukningu á fjármagni má sjá í fjármálaáætlun til næstu ára, eða 16,5 milljarða. Þá kallar síaukinn umferðarþungi á nýbyggingu og endurnýjun vega og nýjar leiðir í gjaldtöku á einstaka framkvæmdum. Margar brýnar framkvæmdir bíða og eru aðkallandi. Í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu er unnið að því að skoða hvaða leiðir hægt sé að fara, t.d. með því að stofna félög um gerð einstakra mannvirkja og taka upp afnotagjöld. Sem dæmi má nefna leiðir á hringveginum þar sem ökumenn hafa þann valkost að aka aðrar leiðir og eru því ekki bundnir af því að greiða gjöldin. Valið stæði þá á milli nýju leiðarinnar og þeirrar gömlu. Í þeirri sviðsmynd má hugsa sér nýja brú yfir Ölfusá, nýjan veg um Mýrdal og göng í gegnum Reynisfjall, sem myndi færa umferð frá byggðinni í Vík, nýjan veg um Öxi og nýja leið um Sundabraut. Til vegaframkvæmda gætu því runnið allt að 150 milljarðar á næstu fimm til sex árum.Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin vill hraða uppbyggingu í vegamálum til að tryggja umferðaröryggi vegfarenda og treysta fjölbreytt atvinnulíf um land allt. Ríkisstjórnin samþykkti því að fjórir milljarðar króna færu aukalega núna strax til brýnna vegaframkvæmda. Með auknu fjármagni er hægt að setja aukinn kraft í yfirlagnir á vegum, malbik, viðhald malarvega, styrkingar og ýmsar endurbætur. Með auknu fjármagni er hægt að flýta mikilvægum vegabótum um land allt sem ella hefðu þurft að bíða, t.d. á Grindavíkurvegi og Borgarfjarðarvegi. Með auknu fjármagni fær Vegagerðin svigrúm til að forgangsraða og ráðstafa því fjármagni sem er til reiðu og leggja áherslu á fjölda brýnna verkefna sem setið hafa á hakanum og eru tilbúin til framkvæmda strax. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að við forgangsröðun í vegamálum verði litið til ólíkrar stöðu svæða, ferðaþjónustu og öryggissjónarmiða. Umtalsverða aukningu á fjármagni má sjá í fjármálaáætlun til næstu ára, eða 16,5 milljarða. Þá kallar síaukinn umferðarþungi á nýbyggingu og endurnýjun vega og nýjar leiðir í gjaldtöku á einstaka framkvæmdum. Margar brýnar framkvæmdir bíða og eru aðkallandi. Í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu er unnið að því að skoða hvaða leiðir hægt sé að fara, t.d. með því að stofna félög um gerð einstakra mannvirkja og taka upp afnotagjöld. Sem dæmi má nefna leiðir á hringveginum þar sem ökumenn hafa þann valkost að aka aðrar leiðir og eru því ekki bundnir af því að greiða gjöldin. Valið stæði þá á milli nýju leiðarinnar og þeirrar gömlu. Í þeirri sviðsmynd má hugsa sér nýja brú yfir Ölfusá, nýjan veg um Mýrdal og göng í gegnum Reynisfjall, sem myndi færa umferð frá byggðinni í Vík, nýjan veg um Öxi og nýja leið um Sundabraut. Til vegaframkvæmda gætu því runnið allt að 150 milljarðar á næstu fimm til sex árum.Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar