Samkeppnismál í ójafnvægi Ásta S. Fjeldsted skrifar 3. maí 2018 07:00 Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Lögmannafélag Íslands gáfu á dögunum út leiðbeiningar í samkeppnisrétti undir heitinu „Hollráð um heilbrigða samkeppni“. Voru leiðbeiningarnar unnar með helstu sérfræðingum á sviði samkeppnisréttar og ritaði forstjóri Samkeppniseftirlitsins meðal annarra formála ritsins og hrósaði útgefendum fyrir frumkvæðið að slíkum leiðbeiningum. Markmiðið með útgáfu leiðbeininganna er að auðvelda starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækja að glöggva sig á þeim reglum sem gilda um fyrirtæki og varða samkeppni. Þar sem ákvæði samkeppnislaga eru matskennd er oft erfitt að segja skýrt til um það hvort tiltekin háttsemi brýtur gegn samkeppnislögum. Af þeim sökum, meðal annarra, er umhugsunarvert að Samkeppniseftirlitið hafi ekki gefið út leiðbeiningar sem þessar til atvinnulífsins áður.Vantraust og stirð samkeppni Ljóst er að seint verða allir á eitt sáttir um ákvarðanir og úrskurði Samkeppniseftirlitsins. En það er áhyggjuefni hvernig samskiptum milli eftirlitsins og viðskiptalífsins er háttað. Margir stjórnendur veigra sér við því að eiga samtal við eftirlitið vegna hræðslu við að koma sér í óþökk eða vera sérstaklega teknir fyrir. Mál sem Samkeppniseftirlitið tekur fyrir geta dregið á eftir sér margra ára rannsókn þar sem gagnaöflun og vinna henni tengd getur kostað fyrirtæki háar fjárhæðir, svo ekki sé minnst á álag á starfsfólk og eigendur. Auðvitað eiga rannsóknir rétt á sér þegar fyrir liggur skýr og rökstuddur grunur um brot á lögum en í sumum málum virðist sem tilgangurinn sé annar en að efla heilbrigða samkeppni og að óeðlileg tortryggni ríki gagnvart íslenskum fyrirtækjum og eigendum þeirra. Myndu Hagar og Olís eða N1 og Festi fá að sameinast í Bretlandi? Ein áskorun íslensks viðskiptaumhverfis er skilgreining Samkeppniseftirlitsins á mörkuðum hér á landi. Sú túlkun sem nýtt er í dag er löngu orðin úrelt þar sem landamæri markaða eru nánast horfin vegna tæknibreytinga og erlendra keppinauta sem bjóða ekki aðeins upp á þjónustu og vörur í gegnum netið heldur einnig í stórverslunum hér á landi. Um þetta má lesa nánar í skoðun Viðskiptaráðs: „Samkeppni í breyttri heimsmynd“. Nýjustu fréttir frá Bretlandi um samruna matvöruverslananna Asda og Sainsbury‘s vekja athygli í þessu samhengi. Þar myndast félag sem verður stærst á sínum markaði með þriðjungs markaðshlutdeild. Ein af ástæðunum fyrir sameiningunni er sífellt harðnandi samkeppni frá alþjóðlegum risafyrirtækjum á borð við Amazon sem eru að umturna verslun og viðskiptum um heim allan. Einnig eru þýskar lágvöruverðsverslanir á borð við Aldi og Lidl að sækja fram með miklum krafti. Hvað gerir Samkeppniseftirlitið þegar þessar verslanir ákveða að stíga fæti á íslenskan markað? Það gæti gerst fyrr en varir. Víðsýnna Samkeppniseftirlit Samkeppniseftirlitið þarf að horfa opnari augum á viðskiptalífið og átta sig á þeim raunveruleika sem þar blasir við. Aukin samkeppni er af hinu góða og ýtir t.a.m. á eftir hagræðingu í rekstri, en ef samkeppnislagatúlkun stendur fyrirtækjum í landinu fyrir þrifum við að aðlaga sig að breyttum aðstæðum munum við horfa á enn meiri umsvif erlendra stórverslana í innkaupum Íslendinga og það hratt. Á þessum breyttu tímum þarf Samkeppniseftirlitið að endurskilgreina markaði í breyttum heimi - annars vinnur það gegn tilgangi sínum og skerðir samkeppnishæfni Íslands sem heild.Höfundur er framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta S. Fjeldsted Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Lögmannafélag Íslands gáfu á dögunum út leiðbeiningar í samkeppnisrétti undir heitinu „Hollráð um heilbrigða samkeppni“. Voru leiðbeiningarnar unnar með helstu sérfræðingum á sviði samkeppnisréttar og ritaði forstjóri Samkeppniseftirlitsins meðal annarra formála ritsins og hrósaði útgefendum fyrir frumkvæðið að slíkum leiðbeiningum. Markmiðið með útgáfu leiðbeininganna er að auðvelda starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækja að glöggva sig á þeim reglum sem gilda um fyrirtæki og varða samkeppni. Þar sem ákvæði samkeppnislaga eru matskennd er oft erfitt að segja skýrt til um það hvort tiltekin háttsemi brýtur gegn samkeppnislögum. Af þeim sökum, meðal annarra, er umhugsunarvert að Samkeppniseftirlitið hafi ekki gefið út leiðbeiningar sem þessar til atvinnulífsins áður.Vantraust og stirð samkeppni Ljóst er að seint verða allir á eitt sáttir um ákvarðanir og úrskurði Samkeppniseftirlitsins. En það er áhyggjuefni hvernig samskiptum milli eftirlitsins og viðskiptalífsins er háttað. Margir stjórnendur veigra sér við því að eiga samtal við eftirlitið vegna hræðslu við að koma sér í óþökk eða vera sérstaklega teknir fyrir. Mál sem Samkeppniseftirlitið tekur fyrir geta dregið á eftir sér margra ára rannsókn þar sem gagnaöflun og vinna henni tengd getur kostað fyrirtæki háar fjárhæðir, svo ekki sé minnst á álag á starfsfólk og eigendur. Auðvitað eiga rannsóknir rétt á sér þegar fyrir liggur skýr og rökstuddur grunur um brot á lögum en í sumum málum virðist sem tilgangurinn sé annar en að efla heilbrigða samkeppni og að óeðlileg tortryggni ríki gagnvart íslenskum fyrirtækjum og eigendum þeirra. Myndu Hagar og Olís eða N1 og Festi fá að sameinast í Bretlandi? Ein áskorun íslensks viðskiptaumhverfis er skilgreining Samkeppniseftirlitsins á mörkuðum hér á landi. Sú túlkun sem nýtt er í dag er löngu orðin úrelt þar sem landamæri markaða eru nánast horfin vegna tæknibreytinga og erlendra keppinauta sem bjóða ekki aðeins upp á þjónustu og vörur í gegnum netið heldur einnig í stórverslunum hér á landi. Um þetta má lesa nánar í skoðun Viðskiptaráðs: „Samkeppni í breyttri heimsmynd“. Nýjustu fréttir frá Bretlandi um samruna matvöruverslananna Asda og Sainsbury‘s vekja athygli í þessu samhengi. Þar myndast félag sem verður stærst á sínum markaði með þriðjungs markaðshlutdeild. Ein af ástæðunum fyrir sameiningunni er sífellt harðnandi samkeppni frá alþjóðlegum risafyrirtækjum á borð við Amazon sem eru að umturna verslun og viðskiptum um heim allan. Einnig eru þýskar lágvöruverðsverslanir á borð við Aldi og Lidl að sækja fram með miklum krafti. Hvað gerir Samkeppniseftirlitið þegar þessar verslanir ákveða að stíga fæti á íslenskan markað? Það gæti gerst fyrr en varir. Víðsýnna Samkeppniseftirlit Samkeppniseftirlitið þarf að horfa opnari augum á viðskiptalífið og átta sig á þeim raunveruleika sem þar blasir við. Aukin samkeppni er af hinu góða og ýtir t.a.m. á eftir hagræðingu í rekstri, en ef samkeppnislagatúlkun stendur fyrirtækjum í landinu fyrir þrifum við að aðlaga sig að breyttum aðstæðum munum við horfa á enn meiri umsvif erlendra stórverslana í innkaupum Íslendinga og það hratt. Á þessum breyttu tímum þarf Samkeppniseftirlitið að endurskilgreina markaði í breyttum heimi - annars vinnur það gegn tilgangi sínum og skerðir samkeppnishæfni Íslands sem heild.Höfundur er framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun