Rekstur Hörpu batnar - stefna mótuð til framtíðar Svanhildur Konráðsdóttir skrifar 3. maí 2018 07:00 Á sjö ára afmæli Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss sjáum við vel þegna vísbendingu um bata í rekstri sem við kynntum á nýafstöðnum aðalfundi félagsins. Heimsóknirnar hafa aldrei verið fleiri en í fyrra eða 2,3 milljónir, viðburðir voru hálft annað þúsund og hver öðrum fjölbreyttari; tónlistarviðburðir, ráðstefnur, fundir, hátíðir, markaðir, sýningar o.fl.. Harpa er margverðlaunuð fyrir bæði arkítektúr og heimsklassa aðstöðu fyrir viðburði og er sterkur segull í höfuðborginni. Tilurð Hörpu gerir það m.a. mögulegt að halda stórar alþjóðlegar ráðstefnur og einstaka listviðburði, en afleidd áhrif slíkra viðburða er nánast ómögulegt að meta til fulls menningarlega og er hvað ráðstefnur varðar innspýting upp á milljarða króna inn í samfélagið. Við leggjum metnað okkar í að Harpa sinni hlutverki sínu áfram með sóma í þágu menningar, ferðaþjónustu og samfélags.Rekstur batnar þrátt fyrir áskoranir Rekstrarsaga Hörpu er öllum kunn. Afskriftir hússins og fjármagnskostnaður vegna lántöku við byggingu þess hafa vegið þungt í ársreikningum, en einnig fasteignagjöldin títtnefndu sem enn er deilt um. Aðlaga þyrfti rekstrarmódel Hörpu þannig að myndin af sjálfum rekstrinum og starfseminni sem fer fram í húsinu verði skýrari en nú er. Með þunga fasteignarinnar og endurgreiðslu á stofnkostnaði hússins í bland við kostnað vegna starfseminnar sjálfrar verður umræðan um Hörpu iðulega ómarkviss og jafnvel villandi. Tölurnar sýna að starfsemi Hörpu er blómleg og húsið iðar af lífi frá morgni til kvölds. Í því felast verðmæti sem vert er að gefa betri gaum. Við höfum þrátt fyrir áskoranir náð að bæta rekstur Hörpu á síðasta ári. Það tókst með samstilltu átaki alls starfsfólks sem hefur velt við hverjum steini í leit að tækifærum. Framlag eigendanna, íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar, hefur einnig skipt sköpum fyrir rekstur Hörpu undanfarin ár og við tökum mjög alvarlega þá ábyrgð að reka hús í eigu þjóðarinnar og með stuðningi hennar. Framundan er enn frekari vinna við að bæta kjarnastarfsemina, setja aukinn kraft í viðskiptaþróun og móta stefnu um skýra framtíðarsýn. Samhliða því á Harpa í góðu samtali við eigendur um heilbrigðari rekstrargrundvöll til framtíðar sem þarf að fela í sér umbætur í rekstri, raunhæfa fjármögnun á mikilvægu hlutverki hússins og nauðsynlegu viðhaldi á þessari einstöku byggingu og fjölsóttasta áfangastað í borginni. Þjóðinni þykir vænt um Hörpu Það er afar gleðilegt að sjá að mun betri sátt hefur nú skapast um starfsemi Hörpu og húsið sjálft. Þetta kemur skýrt fram í könnun sem MMR gerði fyrir Hörpu nú í vor en þar kemur fram að 86% þjóðarinnar hefur heimsótt Hörpu - þar af nánast allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu eða 97% og 68% þeirra sem búa annars staðar á landinu. Langflestir koma til að sækja einhvers konar tónlistarviðburði enda voru þeir hvorki meira né minna en rúmlega 500 talsins í fyrra. Mikill meirihluti er einnig jákvæður í garð Hörpu eða 76% og aðeins 6% neikvæð. Umsagnir yfirgnæfandi meirihluta aðspurðra voru í þá veru að Harpa væri fallegt hús, mikilvægt fyrir menninguna, full af fjölbreyttri starfsemi og að Harpa væri hús sem fólk þykir vænt um. Það liggur því fyrir að við erum stolt af þessu frábæra húsi; sannkallaðri orkustöð og sterkri táknmynd fyrir íslenska menningu og ferðaþjónustu sem vart er hægt að ímynda sér án Hörpu. Við finnum því fyrir ferskum vindi í seglin; starfsemin vex, gestum fjölgar, þjóðin sækir Hörpu heim og viðhorf yfirgnæfandi meirihluta hennar er að Harpa sé einstök; dýrmæt sameign landsmanna. Það er ekki amarlegt veganesti inn í framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á sjö ára afmæli Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss sjáum við vel þegna vísbendingu um bata í rekstri sem við kynntum á nýafstöðnum aðalfundi félagsins. Heimsóknirnar hafa aldrei verið fleiri en í fyrra eða 2,3 milljónir, viðburðir voru hálft annað þúsund og hver öðrum fjölbreyttari; tónlistarviðburðir, ráðstefnur, fundir, hátíðir, markaðir, sýningar o.fl.. Harpa er margverðlaunuð fyrir bæði arkítektúr og heimsklassa aðstöðu fyrir viðburði og er sterkur segull í höfuðborginni. Tilurð Hörpu gerir það m.a. mögulegt að halda stórar alþjóðlegar ráðstefnur og einstaka listviðburði, en afleidd áhrif slíkra viðburða er nánast ómögulegt að meta til fulls menningarlega og er hvað ráðstefnur varðar innspýting upp á milljarða króna inn í samfélagið. Við leggjum metnað okkar í að Harpa sinni hlutverki sínu áfram með sóma í þágu menningar, ferðaþjónustu og samfélags.Rekstur batnar þrátt fyrir áskoranir Rekstrarsaga Hörpu er öllum kunn. Afskriftir hússins og fjármagnskostnaður vegna lántöku við byggingu þess hafa vegið þungt í ársreikningum, en einnig fasteignagjöldin títtnefndu sem enn er deilt um. Aðlaga þyrfti rekstrarmódel Hörpu þannig að myndin af sjálfum rekstrinum og starfseminni sem fer fram í húsinu verði skýrari en nú er. Með þunga fasteignarinnar og endurgreiðslu á stofnkostnaði hússins í bland við kostnað vegna starfseminnar sjálfrar verður umræðan um Hörpu iðulega ómarkviss og jafnvel villandi. Tölurnar sýna að starfsemi Hörpu er blómleg og húsið iðar af lífi frá morgni til kvölds. Í því felast verðmæti sem vert er að gefa betri gaum. Við höfum þrátt fyrir áskoranir náð að bæta rekstur Hörpu á síðasta ári. Það tókst með samstilltu átaki alls starfsfólks sem hefur velt við hverjum steini í leit að tækifærum. Framlag eigendanna, íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar, hefur einnig skipt sköpum fyrir rekstur Hörpu undanfarin ár og við tökum mjög alvarlega þá ábyrgð að reka hús í eigu þjóðarinnar og með stuðningi hennar. Framundan er enn frekari vinna við að bæta kjarnastarfsemina, setja aukinn kraft í viðskiptaþróun og móta stefnu um skýra framtíðarsýn. Samhliða því á Harpa í góðu samtali við eigendur um heilbrigðari rekstrargrundvöll til framtíðar sem þarf að fela í sér umbætur í rekstri, raunhæfa fjármögnun á mikilvægu hlutverki hússins og nauðsynlegu viðhaldi á þessari einstöku byggingu og fjölsóttasta áfangastað í borginni. Þjóðinni þykir vænt um Hörpu Það er afar gleðilegt að sjá að mun betri sátt hefur nú skapast um starfsemi Hörpu og húsið sjálft. Þetta kemur skýrt fram í könnun sem MMR gerði fyrir Hörpu nú í vor en þar kemur fram að 86% þjóðarinnar hefur heimsótt Hörpu - þar af nánast allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu eða 97% og 68% þeirra sem búa annars staðar á landinu. Langflestir koma til að sækja einhvers konar tónlistarviðburði enda voru þeir hvorki meira né minna en rúmlega 500 talsins í fyrra. Mikill meirihluti er einnig jákvæður í garð Hörpu eða 76% og aðeins 6% neikvæð. Umsagnir yfirgnæfandi meirihluta aðspurðra voru í þá veru að Harpa væri fallegt hús, mikilvægt fyrir menninguna, full af fjölbreyttri starfsemi og að Harpa væri hús sem fólk þykir vænt um. Það liggur því fyrir að við erum stolt af þessu frábæra húsi; sannkallaðri orkustöð og sterkri táknmynd fyrir íslenska menningu og ferðaþjónustu sem vart er hægt að ímynda sér án Hörpu. Við finnum því fyrir ferskum vindi í seglin; starfsemin vex, gestum fjölgar, þjóðin sækir Hörpu heim og viðhorf yfirgnæfandi meirihluta hennar er að Harpa sé einstök; dýrmæt sameign landsmanna. Það er ekki amarlegt veganesti inn í framtíðina.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar