Skattar og jöfnuður Oddný G. Harðardóttir skrifar 3. maí 2018 07:00 Í stefnu stjórnmálaflokka í efnahags- og skattamálum má venjulega sjá hvað einkennir viðkomandi flokka og með því að rýna í þá stefnu má staðsetja stjórnmálaflokka á hinum pólitíska ási. Jafnaðarmenn vilja dreifa byrðum og jafna tekjur en hægri menn styðja auðsöfnun fárra. Við í Samfylkingunni viljum að tekjuskattur sé þrepaskiptur og gegni því tvíþætta hlutverki að vera tekjustofn fyrir ríkissjóð og stuðla að tekjujöfnun. Við viljum endurskoða bilin milli skattþrepa, fjölga skattþrepunum og tryggja sanngjarnt framlag tekjuhærri hópa og stóreignafólks til samfélagsins í gegnum skattkerfið. Við jafnaðarmenn viljum auka vægi barna- og húsnæðisbóta sem auk persónuafsláttarins eru mikilvægustu jöfnunartækin sem stjórnvöld geta beitt. Við viljum að heilbrigðisþjónustan verði öllum aðgengileg og ókeypis og á leiðinni að því marki verði gjaldtaka af notendum velferðarþjónustunnar aldrei til þess að mismuna fólki eða hindra að nokkur manneskja geti nýtt sér þjónustuna. Gjaldtakan nú er mun hærri á Íslandi en í nágrannalöndum okkar og er eitt form skattheimtu sem eykur ójöfnuð og dregur úr þrótti samfélagsins og almennri hagsæld.Stefna ríkisstjórnarinnar Skattastefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er því miður langt frá þeirri leið sem við jafnaðarmenn viljum fara. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er talað um einfaldara skattkerfi og skattalækkanir rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf gert. Þak er sett á barnabætur og boðað að þær verði styrkur til fátækra en ekki leið til að jafna stöðu barnafólks við hina sem ekki eru með börn á framfæri. Fjölskyldum sem njóta barnabóta hefur fækkað um rúmlega 12 þúsund frá árinu 2013, þegar hægri menn komust aftur til valda. Á Norðurlöndum, og reyndar víða í Evrópu, hefur ríkt mikil sátt um gildi stuðnings við barnafjölskyldur en hér á landi hefur verið dregið úr vægi barnabóta jafnt og þétt. Þeirri stefnu Sjálfstæðisflokksins á að halda áfram. Barnabætur byrja að skerðast langt undir lágmarkslaunum samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Sama er uppi á teningnum hvað önnur klassísk mál jafnaðarmanna varðar. Hvergi er að sjá í fjármálaáætluninni að gert sé ráð fyrir fjármagni í lengra fæðingarorlof sem þó er talað um í stjórnarsáttmálanum. Draga á úr húsnæðisstuðningi og ekkert er nefnt í húsnæðismálum sem tekur á þeim stóra vanda sem snýr að efnahag en ekki síður að velferð fólksins sem á í erfiðleikum með að eignast eigið heimili. Svar við ákalli Verkalýðshreyfingin og stéttarfélögin hafa sett fram kröfur um byggingu fleiri almennra íbúða og betri húsnæðisstuðning við leigjendur, öflugra vaxtabótakerfi sem fleiri fá að njóta og stórauknar barnabætur og fæðingarorlof. Svar ríkisstjórnarinnar er alltaf hið sama við þessu ákalli: Samtal. Samtal um skattkerfið og samspil við bótakerfin. Samtal en ekki aðgerðir til að auka jöfnuð og hagsæld. Forystumenn ríkisstjórnarinnar velta vöngum um hvaðan ójöfnuðurinn kunni að spretta, þegar staðreyndirnar blasa við. Ríkustu 200 fjölskyldurnar hér á landi auka hratt við eignir sínar á meðan þær fátækustu eru í stórkostlegum vanda. Lausnin fundin Forsætisráðherrann velti því fyrir sér á ársfundi Seðlabanka Íslands sem haldinn var á dögunum hvaðan ójöfnuðurinn sprytti og hvernig ætti að taka á honum. Rétt eins og að það hafi vafist fyrir Vinstri grænum hingað til og að lausnina sé að finna í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn!Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í stefnu stjórnmálaflokka í efnahags- og skattamálum má venjulega sjá hvað einkennir viðkomandi flokka og með því að rýna í þá stefnu má staðsetja stjórnmálaflokka á hinum pólitíska ási. Jafnaðarmenn vilja dreifa byrðum og jafna tekjur en hægri menn styðja auðsöfnun fárra. Við í Samfylkingunni viljum að tekjuskattur sé þrepaskiptur og gegni því tvíþætta hlutverki að vera tekjustofn fyrir ríkissjóð og stuðla að tekjujöfnun. Við viljum endurskoða bilin milli skattþrepa, fjölga skattþrepunum og tryggja sanngjarnt framlag tekjuhærri hópa og stóreignafólks til samfélagsins í gegnum skattkerfið. Við jafnaðarmenn viljum auka vægi barna- og húsnæðisbóta sem auk persónuafsláttarins eru mikilvægustu jöfnunartækin sem stjórnvöld geta beitt. Við viljum að heilbrigðisþjónustan verði öllum aðgengileg og ókeypis og á leiðinni að því marki verði gjaldtaka af notendum velferðarþjónustunnar aldrei til þess að mismuna fólki eða hindra að nokkur manneskja geti nýtt sér þjónustuna. Gjaldtakan nú er mun hærri á Íslandi en í nágrannalöndum okkar og er eitt form skattheimtu sem eykur ójöfnuð og dregur úr þrótti samfélagsins og almennri hagsæld.Stefna ríkisstjórnarinnar Skattastefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er því miður langt frá þeirri leið sem við jafnaðarmenn viljum fara. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er talað um einfaldara skattkerfi og skattalækkanir rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf gert. Þak er sett á barnabætur og boðað að þær verði styrkur til fátækra en ekki leið til að jafna stöðu barnafólks við hina sem ekki eru með börn á framfæri. Fjölskyldum sem njóta barnabóta hefur fækkað um rúmlega 12 þúsund frá árinu 2013, þegar hægri menn komust aftur til valda. Á Norðurlöndum, og reyndar víða í Evrópu, hefur ríkt mikil sátt um gildi stuðnings við barnafjölskyldur en hér á landi hefur verið dregið úr vægi barnabóta jafnt og þétt. Þeirri stefnu Sjálfstæðisflokksins á að halda áfram. Barnabætur byrja að skerðast langt undir lágmarkslaunum samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Sama er uppi á teningnum hvað önnur klassísk mál jafnaðarmanna varðar. Hvergi er að sjá í fjármálaáætluninni að gert sé ráð fyrir fjármagni í lengra fæðingarorlof sem þó er talað um í stjórnarsáttmálanum. Draga á úr húsnæðisstuðningi og ekkert er nefnt í húsnæðismálum sem tekur á þeim stóra vanda sem snýr að efnahag en ekki síður að velferð fólksins sem á í erfiðleikum með að eignast eigið heimili. Svar við ákalli Verkalýðshreyfingin og stéttarfélögin hafa sett fram kröfur um byggingu fleiri almennra íbúða og betri húsnæðisstuðning við leigjendur, öflugra vaxtabótakerfi sem fleiri fá að njóta og stórauknar barnabætur og fæðingarorlof. Svar ríkisstjórnarinnar er alltaf hið sama við þessu ákalli: Samtal. Samtal um skattkerfið og samspil við bótakerfin. Samtal en ekki aðgerðir til að auka jöfnuð og hagsæld. Forystumenn ríkisstjórnarinnar velta vöngum um hvaðan ójöfnuðurinn kunni að spretta, þegar staðreyndirnar blasa við. Ríkustu 200 fjölskyldurnar hér á landi auka hratt við eignir sínar á meðan þær fátækustu eru í stórkostlegum vanda. Lausnin fundin Forsætisráðherrann velti því fyrir sér á ársfundi Seðlabanka Íslands sem haldinn var á dögunum hvaðan ójöfnuðurinn sprytti og hvernig ætti að taka á honum. Rétt eins og að það hafi vafist fyrir Vinstri grænum hingað til og að lausnina sé að finna í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn!Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun