Nýr lögmaður tekur við teymi Trump Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2018 23:01 Mikil starfsmannavelta hefur verið í lögmannateymi Trump og hafa fregnir borist af miklum deilum innan teymisins. Vísir/GETTY Nýr lögmaður hefur tekið við stjórn lögmannateymis Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Emmet Flood mun hafa umsjón með vörn forsetans gegn rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins. Hann stýrði á árum áður vörn Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þegar hann var kærður fyrir embættisbrot. Í yfirlýsingu frá Söruh Huckabee Sanders, talskonu Trump, sagði hún að Flood myndi fara fyrir vörn forsetans og ríkisstjórnarinnar gegn „Rússlands-nornaveiðunum“.Fyrrverandi yfirmaður teymisins, Ty Cobb, ætlar að setjast í helgan stein. AP fréttaveitan segir þetta til marks um að Hvíta húsið ætli sér að fara af meira afli gegn rannsókn Mueller.Mueller rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og mögulegt samstarf framboðs Trump með Rússum. Þar að auki rannsakar Mueller hvort að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar með því að reka James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglunnar, sem um tíma var yfir rannsókninni. Comey heldur því fram að skömmu áður hafi Trump beðið hann um að hætta rannsókninni gegn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, sem hefur játað að hafa logið að rannsakendum Mueller um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hann hefði rekið Comey vegna rannsóknarinnar var Mueller skipaður í embættis sérstaks saksóknara. Trump hefur ítrekað talað um „nornaveiðar“ gagnvart sér og hefur velt því upp við starfsmenn sína að reka Mueller og yfirmenn hans í Dómsmálaráðuneytinu. Mueller og rannsakendur hans hafa undanfarna mánuði reynt að fá Trump í viðtal og hefur sá möguleiki að stefna Trump verið nefndur af Mueller.Sjá einnig: Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnuMikil starfsmannavelta hefur verið í lögmannateymi Trump og hafa fregnir borist af miklum deilum innan teymisins um hvernig og jafnvel hvort þeir eigi að hafa samvinnu með Mueller og rannsakendum hans. Cobb var hlynntur því að vinna með rannsakendunum en Flood er þekktur fyrir að ganga hart fram fyrir frambjóðendur sína. Mueller hefur ákært fjóra menn sem störfuðu innan framboðs Trump og sömuleiðis hefur hann ákært þrettán rússneska ríkisborgara og þrjú fyrirtæki.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgEins og áður segir hefur Michael Flynn játað að hafa brotið af sér. George Papadopoulus hefur sömuleiðis játað að hafa brotið af sér og starfar með rannsakendum Mueller. Hann mun hafa sagt áströlskum embættismanni frá því að Rússar sætu á gögnum sem kæmu Hillary Clinton illa áður en það var opinberað og gögnin birt. Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans, Rick Gates, hafa verið ákærðir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Nýr lögmaður hefur tekið við stjórn lögmannateymis Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Emmet Flood mun hafa umsjón með vörn forsetans gegn rannsóknar Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins. Hann stýrði á árum áður vörn Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þegar hann var kærður fyrir embættisbrot. Í yfirlýsingu frá Söruh Huckabee Sanders, talskonu Trump, sagði hún að Flood myndi fara fyrir vörn forsetans og ríkisstjórnarinnar gegn „Rússlands-nornaveiðunum“.Fyrrverandi yfirmaður teymisins, Ty Cobb, ætlar að setjast í helgan stein. AP fréttaveitan segir þetta til marks um að Hvíta húsið ætli sér að fara af meira afli gegn rannsókn Mueller.Mueller rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og mögulegt samstarf framboðs Trump með Rússum. Þar að auki rannsakar Mueller hvort að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar með því að reka James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglunnar, sem um tíma var yfir rannsókninni. Comey heldur því fram að skömmu áður hafi Trump beðið hann um að hætta rannsókninni gegn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, sem hefur játað að hafa logið að rannsakendum Mueller um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hann hefði rekið Comey vegna rannsóknarinnar var Mueller skipaður í embættis sérstaks saksóknara. Trump hefur ítrekað talað um „nornaveiðar“ gagnvart sér og hefur velt því upp við starfsmenn sína að reka Mueller og yfirmenn hans í Dómsmálaráðuneytinu. Mueller og rannsakendur hans hafa undanfarna mánuði reynt að fá Trump í viðtal og hefur sá möguleiki að stefna Trump verið nefndur af Mueller.Sjá einnig: Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnuMikil starfsmannavelta hefur verið í lögmannateymi Trump og hafa fregnir borist af miklum deilum innan teymisins um hvernig og jafnvel hvort þeir eigi að hafa samvinnu með Mueller og rannsakendum hans. Cobb var hlynntur því að vinna með rannsakendunum en Flood er þekktur fyrir að ganga hart fram fyrir frambjóðendur sína. Mueller hefur ákært fjóra menn sem störfuðu innan framboðs Trump og sömuleiðis hefur hann ákært þrettán rússneska ríkisborgara og þrjú fyrirtæki.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgEins og áður segir hefur Michael Flynn játað að hafa brotið af sér. George Papadopoulus hefur sömuleiðis játað að hafa brotið af sér og starfar með rannsakendum Mueller. Hann mun hafa sagt áströlskum embættismanni frá því að Rússar sætu á gögnum sem kæmu Hillary Clinton illa áður en það var opinberað og gögnin birt. Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans, Rick Gates, hafa verið ákærðir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira