Körfubolti

Cleveland stal fyrsta sigrinum í Toronto

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
LeBron og félagar tóku sigur í nótt
LeBron og félagar tóku sigur í nótt vísir/getty
Cleveland Cavaliers tók forystu í undanúrslitarimmu sinni við Toronto Raptors í fyrsta leik í nótt. Framlengja þurfti leikinn til þess að fá fram úrslit.

Enn og aftur átti LeBron James stórleik í liði Cleveland. Hann var með 26 stig og tók 11 fráköst með 13 stoðsendingum sem gera þrefalda tvennu og var það í 21. skipti á ferlinum sem James nær í þrefalda tvennu í úrslitakeppni NBA. Skotnýting hans var hins vegar ekki svo góð, aðeins með einn þrist í átta tilraunum og samtals 12 af 30 skotum. Sjálfur sagði hann þetta vera einn versta leik sinn á tímabilinu.

Liðsfélagar hans voru hins vegar iðnari við stigasöfnunina en oft áður J.R. Smith og Kyle Korver lögðu sitt til málanna í nótt með 20 og 19 stigum hvor og Tristan Thompson setti 14 stig með 12 fráköstum.

Staðan í hálfleik var 60-57 eftir að Toronto hafði leitt með 14 stigum eftir fyrsta leikhluta. Eftir það var leikurinn frekar jafn en Toronto komst aftur upp í tíu stiga mun snemma í fjórða leikhluta. Cleveland náði að koma til baka og jafna leikinn og knýja fram framlengingu. Þar hefði Fred VanVleet geta tryggt Toronto sigurinn en þriggja stiga skot hans fór ekki ofan í þegar 3.4 sekúndur voru eftir og Cavaliers fór með 112-113 sigur.

LeBron og félagar hafa slegið Toronto út í úrslitakeppninni síðustu tvö ár í röð og stálu nú fyrsta sigrinum á heimavelli Raptors.





 







Stephen Curry snéri aftur í lið Golden State Warriors sem mætti New Orleans Pelicans í nótt og var hann búinn að vera á vellinum í 11 sekúndur þegar hann setti fyrsta þriggja stiga skotið niður. Hann skoraði samtals 28 stig í leiknum sem var hans fyrsti í nærri sex vikur vegna hnémeiðsla.

Kevin Durant setti 29 stig fyrir Warriors, þar af mikilvægt þriggja stiga skot þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir af leiknum, og tók sex fráköst og sjö stoðsendingar. Draymond Green var með 20 stig fyrir meistarana.

Golden State vann leikinn með fimm stigum, 121-116, en sigurinn var aldrei öruggur. Staðan í einvíginu er nú 2-0 fyrir Golden State en vinna þarf fjóra leiki til þess að fara áfram í úrslit vesturdeildar.





 





NBA

Tengdar fréttir

Curry stigahæstur í endurkomunni│Meiddist aftur

Stephen Curry sneri til baka eftir meiðsli í gærkvöldi og skoraði 29 stig gegn Atlanta Hawks í sigri Golden State. Curry meiddist þó aftur í lok leiks og verður því aftur frá í einhvern tíma.

Curry snýr loksins til baka

Golden State Warriors hefur verið á góðri siglingu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og það án ofurstjörnu sinnar, Stephen Curry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×