Þegar brestur og brotnar - verður úr að bæta Edith Alvarsdóttir skrifar 1. maí 2018 15:45 Borgin okkar - Reykjavík býður fram kraftmikla reynslu, áræðni og þor í komandi borgarstjórnarkosningum, vegna þess sem Reykvíkingar finna, þegar á þeim er brotið: - Í leikskólum, þar sem margt er í molum. Ástandið í leikskólum borgarinnar hefur vart farið fram hjá neinum. Illa viðhaldin hús þar sem mygla fær að grassera, með tilheyrandi óþægindum, jafnvel veikinum fyrir börn og starfsfólk. Manneklan hefur valdið því að foreldrar hafa þurft að vera frá vinnu eða námi, eða mæta með börn sín til vinnu. Eitt af kosningaloforðum VG var gjaldfrjáls leikskóli. Það var efnt með þeim hætti að afsláttur var veittur sem nam 800 kr. á hvert barn. Fyrir þetta gátu foreldrarnir keypt hálfan bleyjupakka. Á sama tíma hækkaði meirihlutinn fæðugjald fyrir börnin sem nam meira en lækkunin, sem leiddi til raun hækkunar. Í ágúst 2016 sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar varðandi það að 16 og 17 mánaða gömul börn komist í leikskóla. „..... okkar verkefni er að finna fjármagnið til að geta boðið þjónustuna,“ og hélt áfram „Við þurfum áfram að borga starfsfólkinu laun og það er þar sem verkefnið liggur, að fjármagna þjónustuna við þau börn sem koma ný inn á leikskólana.“ Nú ætlar Dagur B. að fjölga leikskólaplássum um 800 á kjörtímabilinu og bjóða börnum 12 til 18 mánaða pláss. Hvernig hann ætlar að framkvæma það er óljóst þegar ekki hefur verið hægt að manna leikskólana sem fyrir eru eða bæta úr húsakosti og fjarlægja myglu. Börnin búa að fyrstu gerð, það verður að vanda til verka, þau eru framtíðin. Það þarf að búa þannig um að hverju og einu þeirra sé mætt á þann hátt sem hentar best. Það hentar ekki öllum börnum að vera á leikskóla. Heilbrigðisstarfsfólk hefur t.d. bent á að ónæmiskerfi ungbarna sé ekki nógu þroskað fyrir veru í svo stórum hópum. Þess vegna m.a. þarf að gera foreldrum kleift að leita annarra leiða, eins og því að vera heima með börn sín þar til foreldrarnir telja börnin vera tilbúin. Greiða foreldrunum það fjármagn sem færi að öðrum kosti í leikskólaplássið fyrir barnið. Börnin eru okkar dýrmætasta eign, þau eru framtíðin sem koma til með að taka við samfélaginu þegar fram í sækir. Það þykir þvi undrun sæta hversu illa er hugað að því að hlúa að þeim, styrkja hvert og eitt þeirra á þann hátt sem hentar best.Höfundur skipar 2. sætið á framboðslista Borgin okkar Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Borgin okkar - Reykjavík býður fram kraftmikla reynslu, áræðni og þor í komandi borgarstjórnarkosningum, vegna þess sem Reykvíkingar finna, þegar á þeim er brotið: - Í leikskólum, þar sem margt er í molum. Ástandið í leikskólum borgarinnar hefur vart farið fram hjá neinum. Illa viðhaldin hús þar sem mygla fær að grassera, með tilheyrandi óþægindum, jafnvel veikinum fyrir börn og starfsfólk. Manneklan hefur valdið því að foreldrar hafa þurft að vera frá vinnu eða námi, eða mæta með börn sín til vinnu. Eitt af kosningaloforðum VG var gjaldfrjáls leikskóli. Það var efnt með þeim hætti að afsláttur var veittur sem nam 800 kr. á hvert barn. Fyrir þetta gátu foreldrarnir keypt hálfan bleyjupakka. Á sama tíma hækkaði meirihlutinn fæðugjald fyrir börnin sem nam meira en lækkunin, sem leiddi til raun hækkunar. Í ágúst 2016 sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar varðandi það að 16 og 17 mánaða gömul börn komist í leikskóla. „..... okkar verkefni er að finna fjármagnið til að geta boðið þjónustuna,“ og hélt áfram „Við þurfum áfram að borga starfsfólkinu laun og það er þar sem verkefnið liggur, að fjármagna þjónustuna við þau börn sem koma ný inn á leikskólana.“ Nú ætlar Dagur B. að fjölga leikskólaplássum um 800 á kjörtímabilinu og bjóða börnum 12 til 18 mánaða pláss. Hvernig hann ætlar að framkvæma það er óljóst þegar ekki hefur verið hægt að manna leikskólana sem fyrir eru eða bæta úr húsakosti og fjarlægja myglu. Börnin búa að fyrstu gerð, það verður að vanda til verka, þau eru framtíðin. Það þarf að búa þannig um að hverju og einu þeirra sé mætt á þann hátt sem hentar best. Það hentar ekki öllum börnum að vera á leikskóla. Heilbrigðisstarfsfólk hefur t.d. bent á að ónæmiskerfi ungbarna sé ekki nógu þroskað fyrir veru í svo stórum hópum. Þess vegna m.a. þarf að gera foreldrum kleift að leita annarra leiða, eins og því að vera heima með börn sín þar til foreldrarnir telja börnin vera tilbúin. Greiða foreldrunum það fjármagn sem færi að öðrum kosti í leikskólaplássið fyrir barnið. Börnin eru okkar dýrmætasta eign, þau eru framtíðin sem koma til með að taka við samfélaginu þegar fram í sækir. Það þykir þvi undrun sæta hversu illa er hugað að því að hlúa að þeim, styrkja hvert og eitt þeirra á þann hátt sem hentar best.Höfundur skipar 2. sætið á framboðslista Borgin okkar Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar