Öryggi eða öngstræti Logi Einarsson skrifar 1. maí 2018 10:00 Það er nöturlegt að fólk í fullri vinnu geti tæpast framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Barnafjölskyldur hafa margar hverjar ekkert svigrúm til að veita sér og börnum sínum þátttöku í tómstundum og félagslífi sem telst sjálfsagt og nauðsynlegt öllum. Bág kjör öryrkja og aldraðra eru því miður vel þekkt hérlendis og framfærsla námsmanna dugir ekki til þess að lifa á. Þótt þrotlaus barátta fyrir betri kjörum almennings hafi skilað miklu síðustu 120 árin, er enn langt í land. Hluti vandans er húsnæðismarkaður sem er í algjöru öngstræti. Þörfin fyrir tryggt húsnæði er ekki bara ein af grunnþörfum mannsins, heldur er heimilið mikilvægur þáttur í að búa fólki það öryggi og umhverfi sem er líklegt til að skapa heilbrigða einstaklinga og gott samfélag.Óvissa og óboðlegar aðstæður Raunverð húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er hærra en nokkru sinni fyrr. Margir geta því hvorki keypt né leigt og búa við óvissu og óboðlegar aðstæður. Óprúttnir aðilar hafa séð sér leik á borði; gróðavædd leigufélög dafna sem aldrei fyrr og nýta sér erfiða stöðu fólks. Afleiðingarnar eru grafalvarlegar. Leigjendur eiga oftar í fjárhagsvandræðum en aðrir og börn leigjenda líklegri til að búa við skort. Í dreifbýlinu blasir svo við annars konar vandamál. Þar vantar einnig húsnæði en framleiðsluverð er langt yfir markaðsverði, enginn drifkraftur til að byggja og möguleikar byggðanna til að dafna minnka. Það eru einfaldlega ekki nógu sanngjarnar lausnir í boði. Uppbygging og aðgerðir Fyrir tilstuðlan verkalýðshreyfingarinnar náðist mikilvægur árangur við gerð kjarasamninga árið 2015 þegar samið var um stofnstyrki til uppbyggingar á almennum leigumarkaði. Reykjavík og fleiri sveitarfélög hafa staðið í mikilli uppbyggingu en þörf er á frekari samhæfðum aðgerðum. Samfylkingin hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem gerir ráð fyrir byggingu 5.000 leiguíbúða svo fljótt sem auðið er. Íbúðirnar eiga að nýtast til þess að koma fótunum undir leigumarkað sem er rekinn án hagnaðarsjónarmiða. Þá þurfa fleiri sveitarfélög að fylgja fordæmi Reykjavíkur og Akureyrar og axla ábyrgð með uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Sameinumst um stórátak Mikilvægt er að stuðningur hins opinbera auki öryggi þar sem þörfin er mest. Fyrsta skrefið er að hækka barna- og vaxtabætur til muna, enda nýtast þau úrræði vel til að tryggja fólki húsnæðisöryggi og koma í veg fyrir að börn séu á hrakhólum. Í dag byrja barnabætur að skerðast undir lágmarkslaunum og vaxtabætur eru sögulega lágar. Um leið og ég óska ykkur gleðilegs baráttudags verkalýðsins, óska ég þess að þjóðin sameinist um stórátak í húsnæðismálum, sem miðar að því að tryggja öllum öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Það væri mikilvægt skref í þá átt að ráðast gegn fátækt í einu ríkasta landi jarðar.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Logi Einarsson Mest lesið Halldór 15.3.2025 Halldór Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Sjá meira
Það er nöturlegt að fólk í fullri vinnu geti tæpast framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Barnafjölskyldur hafa margar hverjar ekkert svigrúm til að veita sér og börnum sínum þátttöku í tómstundum og félagslífi sem telst sjálfsagt og nauðsynlegt öllum. Bág kjör öryrkja og aldraðra eru því miður vel þekkt hérlendis og framfærsla námsmanna dugir ekki til þess að lifa á. Þótt þrotlaus barátta fyrir betri kjörum almennings hafi skilað miklu síðustu 120 árin, er enn langt í land. Hluti vandans er húsnæðismarkaður sem er í algjöru öngstræti. Þörfin fyrir tryggt húsnæði er ekki bara ein af grunnþörfum mannsins, heldur er heimilið mikilvægur þáttur í að búa fólki það öryggi og umhverfi sem er líklegt til að skapa heilbrigða einstaklinga og gott samfélag.Óvissa og óboðlegar aðstæður Raunverð húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er hærra en nokkru sinni fyrr. Margir geta því hvorki keypt né leigt og búa við óvissu og óboðlegar aðstæður. Óprúttnir aðilar hafa séð sér leik á borði; gróðavædd leigufélög dafna sem aldrei fyrr og nýta sér erfiða stöðu fólks. Afleiðingarnar eru grafalvarlegar. Leigjendur eiga oftar í fjárhagsvandræðum en aðrir og börn leigjenda líklegri til að búa við skort. Í dreifbýlinu blasir svo við annars konar vandamál. Þar vantar einnig húsnæði en framleiðsluverð er langt yfir markaðsverði, enginn drifkraftur til að byggja og möguleikar byggðanna til að dafna minnka. Það eru einfaldlega ekki nógu sanngjarnar lausnir í boði. Uppbygging og aðgerðir Fyrir tilstuðlan verkalýðshreyfingarinnar náðist mikilvægur árangur við gerð kjarasamninga árið 2015 þegar samið var um stofnstyrki til uppbyggingar á almennum leigumarkaði. Reykjavík og fleiri sveitarfélög hafa staðið í mikilli uppbyggingu en þörf er á frekari samhæfðum aðgerðum. Samfylkingin hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem gerir ráð fyrir byggingu 5.000 leiguíbúða svo fljótt sem auðið er. Íbúðirnar eiga að nýtast til þess að koma fótunum undir leigumarkað sem er rekinn án hagnaðarsjónarmiða. Þá þurfa fleiri sveitarfélög að fylgja fordæmi Reykjavíkur og Akureyrar og axla ábyrgð með uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Sameinumst um stórátak Mikilvægt er að stuðningur hins opinbera auki öryggi þar sem þörfin er mest. Fyrsta skrefið er að hækka barna- og vaxtabætur til muna, enda nýtast þau úrræði vel til að tryggja fólki húsnæðisöryggi og koma í veg fyrir að börn séu á hrakhólum. Í dag byrja barnabætur að skerðast undir lágmarkslaunum og vaxtabætur eru sögulega lágar. Um leið og ég óska ykkur gleðilegs baráttudags verkalýðsins, óska ég þess að þjóðin sameinist um stórátak í húsnæðismálum, sem miðar að því að tryggja öllum öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Það væri mikilvægt skref í þá átt að ráðast gegn fátækt í einu ríkasta landi jarðar.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun