Spáir betri kjörum og spennandi bankakerfi Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. maí 2018 07:00 Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga. Vísir/Valli Breytingunni sem verður þegar ný tilskipun Evrópusambandsins, PSD2, tekur gildi og bankamarkaðurinn opnast hefur verið líkt við breytinguna sem varð á fjarskiptamarkaði fyrir um tveimur áratugum. Með nýjum reglugerðum komu fleiri aðilar inn á markaðinn.Fréttablaðið fjallaði í gær um PSD2-tilskipunina sem er í gildi í ríkjum Evrópusambandsins og innleiða á hér á næsta ári. Samkvæmt henn verður bönkum skylt að veita öðrum fyrirtækjum aðgang að greiðslumiðlum sínum, að fengnu samþykki frá viðskiptavinum. Meniga hefur í næstum áratug nýtt sér upplýsingar frá bönkunum um viðskiptavini þeirra til þess að taka saman upplýsingar um heimilisbókhald. Upplýsingarnar eru fengnar á grundvelli samninga Meniga við bankana og að fengnu samþykki frá viðskiptavinunum sjálfum. Það sem breytist þegar tilskipunin tekur gildi er að bönkunum verður skylt að láta upplýsingarnar af hendi um leið og viðskiptavinurinn er búinn að samþykkja það. „Þetta er allt mjög eðlilegt fyrir okkur af því að við erum búin að vera í þessu í mörg ár og fögnum þessum reglum,“ segir Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga.Sjá einnig: Fólk geti skoðað innistæður í bönkum í gegn um Facebook Georg segir að Facebook geti hjálpað til við að skilja opna bankakerfið. Í dag geta notendur Facebook samþykkt að tiltekin öpp geti nálgast Facebook-gögn á borð við netföng, myndir og annað slíkt. Hugmyndin um opna bankakerfið feli í sér að tiltekið app eða þjónusta geti beðið notanda um að samþykkja að fá gögn af bankareikningum og greiðslukortum. Þessi aðili getur verið fyrirtæki á borð við Meniga sem heldur utan um heimilisbókhaldið, Facebook gæti birt reikningsupplýsingar notenda á Facebook-síðunni eða fyrirtæki sem sérhæfa sig í því að leita hagstæðustu tilboða fyrir fólk, svo sem tilboða í húsnæðislán eða annað slíkt. Bankar gætu líka ákveðið að birta upplýsingar af reikningum annarra banka og jafnvel millifært af þeim. „Þetta er allt að opnast og mjög óljóst, en spennandi hvað mun gerast. Það sem er þó öruggt er að neytendur munu hagnast, verð örugglega lækka og þjónusta batna. Fyrir bankana sjálfa er þetta bæði tækifæri og ógnun,“ segir Georg. Því hefur verið spáð að PSD2-tilskipunin kunni að hafa í för með sér þær breytingar að tekjur viðskiptabanka í Evrópu, þar á meðal hér á landi, dragist saman um allt að fjórðung. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tækni Tengdar fréttir Fólk geti skoðað innistæður í bönkum í gegn um Facebook Því er spáð að tekjumódel banka muni gerbreytast við innleiðingu á nýrri Evróputilskipun. Samkeppni muni aukast mikið á markaðnum. Hugsanlegt að viðskiptavinir muni geta nálgast upplýsingar um bankainnistæður sínar á Facebook. 30. apríl 2018 07:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Breytingunni sem verður þegar ný tilskipun Evrópusambandsins, PSD2, tekur gildi og bankamarkaðurinn opnast hefur verið líkt við breytinguna sem varð á fjarskiptamarkaði fyrir um tveimur áratugum. Með nýjum reglugerðum komu fleiri aðilar inn á markaðinn.Fréttablaðið fjallaði í gær um PSD2-tilskipunina sem er í gildi í ríkjum Evrópusambandsins og innleiða á hér á næsta ári. Samkvæmt henn verður bönkum skylt að veita öðrum fyrirtækjum aðgang að greiðslumiðlum sínum, að fengnu samþykki frá viðskiptavinum. Meniga hefur í næstum áratug nýtt sér upplýsingar frá bönkunum um viðskiptavini þeirra til þess að taka saman upplýsingar um heimilisbókhald. Upplýsingarnar eru fengnar á grundvelli samninga Meniga við bankana og að fengnu samþykki frá viðskiptavinunum sjálfum. Það sem breytist þegar tilskipunin tekur gildi er að bönkunum verður skylt að láta upplýsingarnar af hendi um leið og viðskiptavinurinn er búinn að samþykkja það. „Þetta er allt mjög eðlilegt fyrir okkur af því að við erum búin að vera í þessu í mörg ár og fögnum þessum reglum,“ segir Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga.Sjá einnig: Fólk geti skoðað innistæður í bönkum í gegn um Facebook Georg segir að Facebook geti hjálpað til við að skilja opna bankakerfið. Í dag geta notendur Facebook samþykkt að tiltekin öpp geti nálgast Facebook-gögn á borð við netföng, myndir og annað slíkt. Hugmyndin um opna bankakerfið feli í sér að tiltekið app eða þjónusta geti beðið notanda um að samþykkja að fá gögn af bankareikningum og greiðslukortum. Þessi aðili getur verið fyrirtæki á borð við Meniga sem heldur utan um heimilisbókhaldið, Facebook gæti birt reikningsupplýsingar notenda á Facebook-síðunni eða fyrirtæki sem sérhæfa sig í því að leita hagstæðustu tilboða fyrir fólk, svo sem tilboða í húsnæðislán eða annað slíkt. Bankar gætu líka ákveðið að birta upplýsingar af reikningum annarra banka og jafnvel millifært af þeim. „Þetta er allt að opnast og mjög óljóst, en spennandi hvað mun gerast. Það sem er þó öruggt er að neytendur munu hagnast, verð örugglega lækka og þjónusta batna. Fyrir bankana sjálfa er þetta bæði tækifæri og ógnun,“ segir Georg. Því hefur verið spáð að PSD2-tilskipunin kunni að hafa í för með sér þær breytingar að tekjur viðskiptabanka í Evrópu, þar á meðal hér á landi, dragist saman um allt að fjórðung.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tækni Tengdar fréttir Fólk geti skoðað innistæður í bönkum í gegn um Facebook Því er spáð að tekjumódel banka muni gerbreytast við innleiðingu á nýrri Evróputilskipun. Samkeppni muni aukast mikið á markaðnum. Hugsanlegt að viðskiptavinir muni geta nálgast upplýsingar um bankainnistæður sínar á Facebook. 30. apríl 2018 07:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fólk geti skoðað innistæður í bönkum í gegn um Facebook Því er spáð að tekjumódel banka muni gerbreytast við innleiðingu á nýrri Evróputilskipun. Samkeppni muni aukast mikið á markaðnum. Hugsanlegt að viðskiptavinir muni geta nálgast upplýsingar um bankainnistæður sínar á Facebook. 30. apríl 2018 07:00