Spáir betri kjörum og spennandi bankakerfi Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. maí 2018 07:00 Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga. Vísir/Valli Breytingunni sem verður þegar ný tilskipun Evrópusambandsins, PSD2, tekur gildi og bankamarkaðurinn opnast hefur verið líkt við breytinguna sem varð á fjarskiptamarkaði fyrir um tveimur áratugum. Með nýjum reglugerðum komu fleiri aðilar inn á markaðinn.Fréttablaðið fjallaði í gær um PSD2-tilskipunina sem er í gildi í ríkjum Evrópusambandsins og innleiða á hér á næsta ári. Samkvæmt henn verður bönkum skylt að veita öðrum fyrirtækjum aðgang að greiðslumiðlum sínum, að fengnu samþykki frá viðskiptavinum. Meniga hefur í næstum áratug nýtt sér upplýsingar frá bönkunum um viðskiptavini þeirra til þess að taka saman upplýsingar um heimilisbókhald. Upplýsingarnar eru fengnar á grundvelli samninga Meniga við bankana og að fengnu samþykki frá viðskiptavinunum sjálfum. Það sem breytist þegar tilskipunin tekur gildi er að bönkunum verður skylt að láta upplýsingarnar af hendi um leið og viðskiptavinurinn er búinn að samþykkja það. „Þetta er allt mjög eðlilegt fyrir okkur af því að við erum búin að vera í þessu í mörg ár og fögnum þessum reglum,“ segir Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga.Sjá einnig: Fólk geti skoðað innistæður í bönkum í gegn um Facebook Georg segir að Facebook geti hjálpað til við að skilja opna bankakerfið. Í dag geta notendur Facebook samþykkt að tiltekin öpp geti nálgast Facebook-gögn á borð við netföng, myndir og annað slíkt. Hugmyndin um opna bankakerfið feli í sér að tiltekið app eða þjónusta geti beðið notanda um að samþykkja að fá gögn af bankareikningum og greiðslukortum. Þessi aðili getur verið fyrirtæki á borð við Meniga sem heldur utan um heimilisbókhaldið, Facebook gæti birt reikningsupplýsingar notenda á Facebook-síðunni eða fyrirtæki sem sérhæfa sig í því að leita hagstæðustu tilboða fyrir fólk, svo sem tilboða í húsnæðislán eða annað slíkt. Bankar gætu líka ákveðið að birta upplýsingar af reikningum annarra banka og jafnvel millifært af þeim. „Þetta er allt að opnast og mjög óljóst, en spennandi hvað mun gerast. Það sem er þó öruggt er að neytendur munu hagnast, verð örugglega lækka og þjónusta batna. Fyrir bankana sjálfa er þetta bæði tækifæri og ógnun,“ segir Georg. Því hefur verið spáð að PSD2-tilskipunin kunni að hafa í för með sér þær breytingar að tekjur viðskiptabanka í Evrópu, þar á meðal hér á landi, dragist saman um allt að fjórðung. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tækni Tengdar fréttir Fólk geti skoðað innistæður í bönkum í gegn um Facebook Því er spáð að tekjumódel banka muni gerbreytast við innleiðingu á nýrri Evróputilskipun. Samkeppni muni aukast mikið á markaðnum. Hugsanlegt að viðskiptavinir muni geta nálgast upplýsingar um bankainnistæður sínar á Facebook. 30. apríl 2018 07:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Breytingunni sem verður þegar ný tilskipun Evrópusambandsins, PSD2, tekur gildi og bankamarkaðurinn opnast hefur verið líkt við breytinguna sem varð á fjarskiptamarkaði fyrir um tveimur áratugum. Með nýjum reglugerðum komu fleiri aðilar inn á markaðinn.Fréttablaðið fjallaði í gær um PSD2-tilskipunina sem er í gildi í ríkjum Evrópusambandsins og innleiða á hér á næsta ári. Samkvæmt henn verður bönkum skylt að veita öðrum fyrirtækjum aðgang að greiðslumiðlum sínum, að fengnu samþykki frá viðskiptavinum. Meniga hefur í næstum áratug nýtt sér upplýsingar frá bönkunum um viðskiptavini þeirra til þess að taka saman upplýsingar um heimilisbókhald. Upplýsingarnar eru fengnar á grundvelli samninga Meniga við bankana og að fengnu samþykki frá viðskiptavinunum sjálfum. Það sem breytist þegar tilskipunin tekur gildi er að bönkunum verður skylt að láta upplýsingarnar af hendi um leið og viðskiptavinurinn er búinn að samþykkja það. „Þetta er allt mjög eðlilegt fyrir okkur af því að við erum búin að vera í þessu í mörg ár og fögnum þessum reglum,“ segir Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga.Sjá einnig: Fólk geti skoðað innistæður í bönkum í gegn um Facebook Georg segir að Facebook geti hjálpað til við að skilja opna bankakerfið. Í dag geta notendur Facebook samþykkt að tiltekin öpp geti nálgast Facebook-gögn á borð við netföng, myndir og annað slíkt. Hugmyndin um opna bankakerfið feli í sér að tiltekið app eða þjónusta geti beðið notanda um að samþykkja að fá gögn af bankareikningum og greiðslukortum. Þessi aðili getur verið fyrirtæki á borð við Meniga sem heldur utan um heimilisbókhaldið, Facebook gæti birt reikningsupplýsingar notenda á Facebook-síðunni eða fyrirtæki sem sérhæfa sig í því að leita hagstæðustu tilboða fyrir fólk, svo sem tilboða í húsnæðislán eða annað slíkt. Bankar gætu líka ákveðið að birta upplýsingar af reikningum annarra banka og jafnvel millifært af þeim. „Þetta er allt að opnast og mjög óljóst, en spennandi hvað mun gerast. Það sem er þó öruggt er að neytendur munu hagnast, verð örugglega lækka og þjónusta batna. Fyrir bankana sjálfa er þetta bæði tækifæri og ógnun,“ segir Georg. Því hefur verið spáð að PSD2-tilskipunin kunni að hafa í för með sér þær breytingar að tekjur viðskiptabanka í Evrópu, þar á meðal hér á landi, dragist saman um allt að fjórðung.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tækni Tengdar fréttir Fólk geti skoðað innistæður í bönkum í gegn um Facebook Því er spáð að tekjumódel banka muni gerbreytast við innleiðingu á nýrri Evróputilskipun. Samkeppni muni aukast mikið á markaðnum. Hugsanlegt að viðskiptavinir muni geta nálgast upplýsingar um bankainnistæður sínar á Facebook. 30. apríl 2018 07:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Fólk geti skoðað innistæður í bönkum í gegn um Facebook Því er spáð að tekjumódel banka muni gerbreytast við innleiðingu á nýrri Evróputilskipun. Samkeppni muni aukast mikið á markaðnum. Hugsanlegt að viðskiptavinir muni geta nálgast upplýsingar um bankainnistæður sínar á Facebook. 30. apríl 2018 07:00