Harry og Meghan gengin í hjónaband Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2018 11:41 Kossinn sem allir höfðu beðið eftir. Vísir/Getty Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle gengu í hjónaband í dag. Athöfnin hófst klukkan 11 að íslenskum tíma í dag og voru hin nýbökuðu hjón gefin saman nokkrum mínútum síðar. Mikil fagnaðarlæti mátti heyra inn í kirkjuna þegar hjónin lofuðust hvort öðru en þau innsigluðu svo hjónabandið með hringum um klukkan 11:40.Sjá einnig: Bein útsending: Harry Bretaprins og Meghan Markle ganga í hjónabandHarry og Meghan eru þar með orðin hertogahjónin af Sussex en tillkynnt var um opinbera titla þeirra í morgun.Prince Harry and Ms. Meghan Markle: Titles Announcement #RoyalWedding https://t.co/wyl0J7eW0g— The Royal Family (@RoyalFamily) May 19, 2018 Meghan klæddist glæsilegum brúðarkjól, mikilfenglegu slöri og kórónu við athöfnina í dag. Harry fór að fordæmi bróður síns, Vilhjálms, og klæddist herbúning. Þá sáust glitra tár á hvarmi brúðgumans, og eflaust fjölmargra annarra, við athöfnina.Tveir drengir hjálpuðu Meghan með slörið upp kirkjutröppurnar í morgun.Vísir/GettyBreska konungsfjölskyldan lét sig að vonum ekki vanta í dag en Elísabet Bretadrottning og Filippus prins voru bæði viðstödd brúðkaupið. Þá leiddi Karl Bretaprins Meghan síðasta spölinn upp að altarinu en faðir hennar, Thomas Markle, mætti ekki í brúðkaupið af heilsufarsástæðum. Georg prins og Karlotta, bróðurbörn brúðgumans, voru á meðal tíu barna sem fylgdu brúðinni niður altarið.Faðir Meghan, Thomas Markle, komst ekki í brúðkaupið. Karl Bretaprins, faðir Harrys, leiddi því tilvonandi tengdadóttur sína upp að altarinu.Vísir/GettyErkibiskup Biskupakirkjunnar í Bandaríkjunum, Michael Curry, ávarpaði brúðhjónin við athöfnina. Ræða hans einkenndist af tali um ást og hann vitnaði mikið í séra Martin Luther King. Þar var líklega um að ræða fyrsta skipti sem talað er um þræla í konunglegu brúðkaupi í Bretlandi. Ljóst er að það skipti miklu máli fyrir brúðhjónin að menning þeirra beggja fengi að njóta sín.Erkibiskupinn Michael Curry.Vísir/AFPFræga fólkið flykktist í brúðkaup Harry og Meghan en á meðal viðstaddra voru tennisstjarnan Serena Williams og eiginmaður hennar Alex Ohanian, stofnandi Reddit, spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey og starfsbróðir hennar James Corden, tónlistarmaðurinn Sir Elton John og leikarinn Idris Elba. Samtals voru 600 gestir viðstaddir athöfnina auk 2640 almennra borgara.Serena Williams og Alex Ohanian er þau mættu í brúðkaupið í morgun.Vísir/AFPAð athöfninni lokinni fara hjónin í hestvagni í gegnum miðbæ Windsor. Að því búnu hefst brúðkaupsveisla í sal heilags Georgs en gestgjafinn er sjálf drottningin. Í kvöld er svo önnur veisla fyrir nánustu ættingja og vini brúðhjónanna en hún fer fram í Frogmore húsinu. Sú veisla verður að öllum líkindum töluvert óformlegri en sú sem drottningin heldur til heiðurs þeim. Hér að neðan má sjá þegar hertogahjónin af Sussex gengu út úr kirkjunni og kysstust í fyrsta sinn sem hjón.Prince Harry and Meghan Markle leave church after marriage ceremony, kiss https://t.co/5UQPv161cJ #royalwedding pic.twitter.com/wiUJO5Gl6K— Reuters Top News (@Reuters) May 19, 2018 Katrín, hertogaynja af Cambridge, leiðir hér barnahópinn upp kirkjutröppurnar.Vísir/AFPHringar brúðhjónanna, sem eru úr smiðju gullsmiðanna Cleave and Company, eru úr velsku gulli.Vísir/GettyVísir fylgdist grannt með stöðu mála í Brúðkaupsvaktinni í dag sem sjá má í heild sinni hér að neðan.
Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle gengu í hjónaband í dag. Athöfnin hófst klukkan 11 að íslenskum tíma í dag og voru hin nýbökuðu hjón gefin saman nokkrum mínútum síðar. Mikil fagnaðarlæti mátti heyra inn í kirkjuna þegar hjónin lofuðust hvort öðru en þau innsigluðu svo hjónabandið með hringum um klukkan 11:40.Sjá einnig: Bein útsending: Harry Bretaprins og Meghan Markle ganga í hjónabandHarry og Meghan eru þar með orðin hertogahjónin af Sussex en tillkynnt var um opinbera titla þeirra í morgun.Prince Harry and Ms. Meghan Markle: Titles Announcement #RoyalWedding https://t.co/wyl0J7eW0g— The Royal Family (@RoyalFamily) May 19, 2018 Meghan klæddist glæsilegum brúðarkjól, mikilfenglegu slöri og kórónu við athöfnina í dag. Harry fór að fordæmi bróður síns, Vilhjálms, og klæddist herbúning. Þá sáust glitra tár á hvarmi brúðgumans, og eflaust fjölmargra annarra, við athöfnina.Tveir drengir hjálpuðu Meghan með slörið upp kirkjutröppurnar í morgun.Vísir/GettyBreska konungsfjölskyldan lét sig að vonum ekki vanta í dag en Elísabet Bretadrottning og Filippus prins voru bæði viðstödd brúðkaupið. Þá leiddi Karl Bretaprins Meghan síðasta spölinn upp að altarinu en faðir hennar, Thomas Markle, mætti ekki í brúðkaupið af heilsufarsástæðum. Georg prins og Karlotta, bróðurbörn brúðgumans, voru á meðal tíu barna sem fylgdu brúðinni niður altarið.Faðir Meghan, Thomas Markle, komst ekki í brúðkaupið. Karl Bretaprins, faðir Harrys, leiddi því tilvonandi tengdadóttur sína upp að altarinu.Vísir/GettyErkibiskup Biskupakirkjunnar í Bandaríkjunum, Michael Curry, ávarpaði brúðhjónin við athöfnina. Ræða hans einkenndist af tali um ást og hann vitnaði mikið í séra Martin Luther King. Þar var líklega um að ræða fyrsta skipti sem talað er um þræla í konunglegu brúðkaupi í Bretlandi. Ljóst er að það skipti miklu máli fyrir brúðhjónin að menning þeirra beggja fengi að njóta sín.Erkibiskupinn Michael Curry.Vísir/AFPFræga fólkið flykktist í brúðkaup Harry og Meghan en á meðal viðstaddra voru tennisstjarnan Serena Williams og eiginmaður hennar Alex Ohanian, stofnandi Reddit, spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey og starfsbróðir hennar James Corden, tónlistarmaðurinn Sir Elton John og leikarinn Idris Elba. Samtals voru 600 gestir viðstaddir athöfnina auk 2640 almennra borgara.Serena Williams og Alex Ohanian er þau mættu í brúðkaupið í morgun.Vísir/AFPAð athöfninni lokinni fara hjónin í hestvagni í gegnum miðbæ Windsor. Að því búnu hefst brúðkaupsveisla í sal heilags Georgs en gestgjafinn er sjálf drottningin. Í kvöld er svo önnur veisla fyrir nánustu ættingja og vini brúðhjónanna en hún fer fram í Frogmore húsinu. Sú veisla verður að öllum líkindum töluvert óformlegri en sú sem drottningin heldur til heiðurs þeim. Hér að neðan má sjá þegar hertogahjónin af Sussex gengu út úr kirkjunni og kysstust í fyrsta sinn sem hjón.Prince Harry and Meghan Markle leave church after marriage ceremony, kiss https://t.co/5UQPv161cJ #royalwedding pic.twitter.com/wiUJO5Gl6K— Reuters Top News (@Reuters) May 19, 2018 Katrín, hertogaynja af Cambridge, leiðir hér barnahópinn upp kirkjutröppurnar.Vísir/AFPHringar brúðhjónanna, sem eru úr smiðju gullsmiðanna Cleave and Company, eru úr velsku gulli.Vísir/GettyVísir fylgdist grannt með stöðu mála í Brúðkaupsvaktinni í dag sem sjá má í heild sinni hér að neðan.
Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Allt að verða klárt fyrir konunglega brúðkaupið Undirbúningur fyrir brúðkaup Harry Bretaprins og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle er á lokametrunum enda ekki seinna vænna þar sem stóri dagurinn er á morgun. 18. maí 2018 09:00 Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02 Bein útsending: Harry Bretaprins og Meghan Markle ganga í hjónaband Athöfnin hefst klukkan 11 að íslenskum tíma, eða klukkan 12 að staðartíma. 19. maí 2018 09:00 Karl Bretaprins fylgir Meghan Markle upp að altarinu Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle ganga í það heilaga á morgun. 18. maí 2018 09:15 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Sjá meira
Allt að verða klárt fyrir konunglega brúðkaupið Undirbúningur fyrir brúðkaup Harry Bretaprins og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle er á lokametrunum enda ekki seinna vænna þar sem stóri dagurinn er á morgun. 18. maí 2018 09:00
Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02
Bein útsending: Harry Bretaprins og Meghan Markle ganga í hjónaband Athöfnin hefst klukkan 11 að íslenskum tíma, eða klukkan 12 að staðartíma. 19. maí 2018 09:00
Karl Bretaprins fylgir Meghan Markle upp að altarinu Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle ganga í það heilaga á morgun. 18. maí 2018 09:15
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent