Okkar olíusjóður Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 19. maí 2018 08:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra viðraði þá hugmynd að settur yrði á fót sérstakur þjóðarsjóður um arðgreiðslur Landsvirkjunar á ársfundi fyrirtækisins. Bætti hann við að góð fjárhagsstaða Landsvirkjunar gerði fyrirtækinu kleift að greiða umtalsverðan arð til ríkisins á næstu árum. Hugmynd Bjarna er ekki ný. Norski olíusjóðurinn er þekktasta dæmið um sjóð af þessu tagi. Einnig starfrækja olíustórveldin í Austurlöndum nær sjóði sem eru samtvinnaðir ríkisrekstrinum. Nægir þar að nefna Katar, en sambærilegur sjóður á þeirra vegum fjárfesti í íslenska bankakerfinu haustið 2008, eins og frægt varð. Ljóst er að gangi plön Landsvirkjunar eftir þá yrði sjóður sem þessi engin smásmíði. Landsvirkjun hefur undanfarin tvö ár greitt 1,5 milljarða á ári í arð í ríkiskassann. Hörður Arnarson forstjóri hefur hins vegar gefið út að Landsvirkjun eigi að geta greitt 110 milljarða króna í arð til ríkisins árin 2020 til 2026 enda hafi fjárhagslegur styrkur aukist verulega á síðustu árum. Það samsvarar um 900 þúsund krónum á hvert heimili í landinu á tímabilinu. Rétt er að halda því til haga að Landsvirkjun var upprunalega stofnuð í þeim tilgangi að selja raforku til stóriðju og sjá almennum markaði fyrir raforku á hagkvæmu verði. Það hlýtur að vera eðlilegt að spyrja hvort opinberu fyrirtæki sem rekið er í þágu almennings beri ekki fyrst og fremst að skila ávinningi beint til fólksins í landinu? Ljóst er af arðgreiðslugetu Landsvirkjunar að það hlýtur að vera svigrúm til að lækka verð til neytenda. Ekki er hægt að verjast þeirri hugsun að hugmynd sem þessi hljómi furðulega úr munni formanns stærsta hægri stjórnmálaflokks landsins. Er þetta ekki örugglega formaður Sjálfstæðisflokksins, sem vill almennt litla opinbera yfirbyggingu og lágmarksskattheimtu, sem talar? Kannski hefur Bjarni hrifist af hugmyndafræði Katrínar Jakobsdóttur við fundarborðið í stjórnarráðinu? Rétt er að benda á að hér starfar nú þegar risavaxið fjárfestingabákn sem öllum launamönnum er skylt að greiða til. Lífeyrissjóðakerfið sem nú hefur um fjögur þúsund milljarða í stýringu, eða um 160% af landsframleiðslu og fer stækkandi. Staðreyndin er sú að á Íslandi starfar nú þegar okkar eigin norski olíusjóður. Íslensku lífeyrissjóðirnir gína yfir öllu á innlendum markaði, og eiga hátt í helming skráðra hlutabréfa í landinu. Þarf að búa til annað opinbert bákn til móts við lífeyrissjóðina með tilheyrandi kostnaði? Og hverjir ættu að stýra slíkum sjóðum? Kannski fulltrúar flokkanna, líkt og almennt tíðkast í opinberum fyrirtækjum á borð við Ríkisútvarpið? Bjarni sagði á ársfundinum, að aldrei áður hafi jafnhátt hlutfall atvinnustarfsemi á Íslandi ýmist verið í opinberri eigu eða óbeinni eigu almennings gegnum lífeyrissjóðina. Er ekki nóg komið? Væri ekki nær að nota það svigrúm sem er til staðar og lækka álögur og skatta sem sannarlega eru háir í öllum samanburði á Íslandi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra viðraði þá hugmynd að settur yrði á fót sérstakur þjóðarsjóður um arðgreiðslur Landsvirkjunar á ársfundi fyrirtækisins. Bætti hann við að góð fjárhagsstaða Landsvirkjunar gerði fyrirtækinu kleift að greiða umtalsverðan arð til ríkisins á næstu árum. Hugmynd Bjarna er ekki ný. Norski olíusjóðurinn er þekktasta dæmið um sjóð af þessu tagi. Einnig starfrækja olíustórveldin í Austurlöndum nær sjóði sem eru samtvinnaðir ríkisrekstrinum. Nægir þar að nefna Katar, en sambærilegur sjóður á þeirra vegum fjárfesti í íslenska bankakerfinu haustið 2008, eins og frægt varð. Ljóst er að gangi plön Landsvirkjunar eftir þá yrði sjóður sem þessi engin smásmíði. Landsvirkjun hefur undanfarin tvö ár greitt 1,5 milljarða á ári í arð í ríkiskassann. Hörður Arnarson forstjóri hefur hins vegar gefið út að Landsvirkjun eigi að geta greitt 110 milljarða króna í arð til ríkisins árin 2020 til 2026 enda hafi fjárhagslegur styrkur aukist verulega á síðustu árum. Það samsvarar um 900 þúsund krónum á hvert heimili í landinu á tímabilinu. Rétt er að halda því til haga að Landsvirkjun var upprunalega stofnuð í þeim tilgangi að selja raforku til stóriðju og sjá almennum markaði fyrir raforku á hagkvæmu verði. Það hlýtur að vera eðlilegt að spyrja hvort opinberu fyrirtæki sem rekið er í þágu almennings beri ekki fyrst og fremst að skila ávinningi beint til fólksins í landinu? Ljóst er af arðgreiðslugetu Landsvirkjunar að það hlýtur að vera svigrúm til að lækka verð til neytenda. Ekki er hægt að verjast þeirri hugsun að hugmynd sem þessi hljómi furðulega úr munni formanns stærsta hægri stjórnmálaflokks landsins. Er þetta ekki örugglega formaður Sjálfstæðisflokksins, sem vill almennt litla opinbera yfirbyggingu og lágmarksskattheimtu, sem talar? Kannski hefur Bjarni hrifist af hugmyndafræði Katrínar Jakobsdóttur við fundarborðið í stjórnarráðinu? Rétt er að benda á að hér starfar nú þegar risavaxið fjárfestingabákn sem öllum launamönnum er skylt að greiða til. Lífeyrissjóðakerfið sem nú hefur um fjögur þúsund milljarða í stýringu, eða um 160% af landsframleiðslu og fer stækkandi. Staðreyndin er sú að á Íslandi starfar nú þegar okkar eigin norski olíusjóður. Íslensku lífeyrissjóðirnir gína yfir öllu á innlendum markaði, og eiga hátt í helming skráðra hlutabréfa í landinu. Þarf að búa til annað opinbert bákn til móts við lífeyrissjóðina með tilheyrandi kostnaði? Og hverjir ættu að stýra slíkum sjóðum? Kannski fulltrúar flokkanna, líkt og almennt tíðkast í opinberum fyrirtækjum á borð við Ríkisútvarpið? Bjarni sagði á ársfundinum, að aldrei áður hafi jafnhátt hlutfall atvinnustarfsemi á Íslandi ýmist verið í opinberri eigu eða óbeinni eigu almennings gegnum lífeyrissjóðina. Er ekki nóg komið? Væri ekki nær að nota það svigrúm sem er til staðar og lækka álögur og skatta sem sannarlega eru háir í öllum samanburði á Íslandi?
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun