Menntamál, ekki bara á tyllidögum Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 18. maí 2018 12:31 Í áratugi hefur umræða um mikilvægi menntunar verið fyrirferðamikil í hátíðaræðum stjórnmálamanna. Þegar niður úr pontu er stigið eru orðin gleymd og efndir litlar. Þetta er gömul saga og ný sem skólafólk þekkir. Í kjölfar efnahagshrunsins fyrir nær tíu árum var víðast hvar skorið niður fé til skóla. Í Kópavogi var skorið niður um tugi milljóna og á það bentum við hjá Vinstri grænum fyrir kosningarnar árið 2014. Þrátt fyrir betri efnahagsstöðu síðustu misserin hefur þeim fjármunum ekki verið skilað til baka. Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs er búinn að núllstilla og gleyma. Börn líða fyrir að fá ekki þá þjónustu sem þau eiga rétt á og þarfnast til að byggja upp sterka sjálfsmynd og menntast á eigin forsendum. Kennurum er sífellt falin aukin verkefni og álagið eykst. Ef áfram heldur sem horfir munu brátt vera fáir menntaðir kennarar í leikskólum bæjarins og grunnskólar gætu farið að standa frammi fyrir kennaraskorti. Loforðasamkeppni Nú fyrir sveitarstjórnakosningarnar keppast frambjóðendur við að yfirbjóða hvern annan og málefni leik- og grunnskóla eru fyrirferðamikil í loforðaflauminum. Í þessu sambandi vil ég minna á að þetta eru gjarnan sömu framboðin og hafa verið við völd í sveitarfélögunum, jafnvel í áratugi án þess að forgangsraða í þágu barna og menntunar þeirra. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins sem birtist í málgagni þeirra Vogum, flokka þeir fyrsta skólastigið, leikskólann, til umönnunar en ekki menntunar og tala um dagMÆÐUR en ekki dagforeldra. Sjálfstæðisflokkurinn situr eftir í fortíðinni og virðist ekki vita að leikskólar eru menntastofnanir og leikskólinn er fyrsta skólastigið. Fulltrúi annars framboðs í Kópavogi hefur komið með tillögu um aukið eftirlit með fjarvistum kennara í grunnskólum. Traustinu til stéttarinnar, virðingu og þekkingu á málefninu er ekki fyrir að fara hjá þessum aðilum. Ég starfaði sem grunnskólakennari í Kópavogi í meira en 20 ár og hef unnið náið með leikskólakennurum undanfarin ár. Starfsfólk þessara stofnana vinnur mikilvægustu störf sveitarfélaganna, en býr við bág kjör, mikið álag og slæmar vinnuaðstæður. Þetta starfsfólk er undistaða velferðar hvers sveitafélags og menntunar barnanna okkar. Alla daga, ekki bara tyllidaga Vinstri græn í Kópavogi ætla að forgangsraða í þágu barna og fjölskyldna þeirra og okkur er alvara. Við viljum samvinnu við kennara og annað starfsfólk leik- og grunnskóla, því þeir eru sérfræðingarnir. Gera þarf stórátak í að fjölga starfsfólki leikskóla, ekki síst leikskólakennurum og styrkja grunnskólann með auknum stuðningi við kennara og nemendur. Bæta þarf starfsaðstæður og launakjör, bæði í leik- og grunnskólum. Þetta þolir enga bið. Við hjá Vinstri grænum vitum að samfélag sem býr vel að börnum og forgangsraðar í þágu menntunar er gott samfélag. Við vitum líka að skólakerfið er hornsteinn menntunar og félagslegra framfara. Ítarlega og raunhæfa stefnu Vinstri grænna í Kópavogi má finna hér.Þú finnur okkur líka á Facebook. Margrét Júlía Rafnsdóttir er bæjarfulltrúi og skipar 1. sætið á lista Vinstri grænna í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í áratugi hefur umræða um mikilvægi menntunar verið fyrirferðamikil í hátíðaræðum stjórnmálamanna. Þegar niður úr pontu er stigið eru orðin gleymd og efndir litlar. Þetta er gömul saga og ný sem skólafólk þekkir. Í kjölfar efnahagshrunsins fyrir nær tíu árum var víðast hvar skorið niður fé til skóla. Í Kópavogi var skorið niður um tugi milljóna og á það bentum við hjá Vinstri grænum fyrir kosningarnar árið 2014. Þrátt fyrir betri efnahagsstöðu síðustu misserin hefur þeim fjármunum ekki verið skilað til baka. Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs er búinn að núllstilla og gleyma. Börn líða fyrir að fá ekki þá þjónustu sem þau eiga rétt á og þarfnast til að byggja upp sterka sjálfsmynd og menntast á eigin forsendum. Kennurum er sífellt falin aukin verkefni og álagið eykst. Ef áfram heldur sem horfir munu brátt vera fáir menntaðir kennarar í leikskólum bæjarins og grunnskólar gætu farið að standa frammi fyrir kennaraskorti. Loforðasamkeppni Nú fyrir sveitarstjórnakosningarnar keppast frambjóðendur við að yfirbjóða hvern annan og málefni leik- og grunnskóla eru fyrirferðamikil í loforðaflauminum. Í þessu sambandi vil ég minna á að þetta eru gjarnan sömu framboðin og hafa verið við völd í sveitarfélögunum, jafnvel í áratugi án þess að forgangsraða í þágu barna og menntunar þeirra. Í stefnu Sjálfstæðisflokksins sem birtist í málgagni þeirra Vogum, flokka þeir fyrsta skólastigið, leikskólann, til umönnunar en ekki menntunar og tala um dagMÆÐUR en ekki dagforeldra. Sjálfstæðisflokkurinn situr eftir í fortíðinni og virðist ekki vita að leikskólar eru menntastofnanir og leikskólinn er fyrsta skólastigið. Fulltrúi annars framboðs í Kópavogi hefur komið með tillögu um aukið eftirlit með fjarvistum kennara í grunnskólum. Traustinu til stéttarinnar, virðingu og þekkingu á málefninu er ekki fyrir að fara hjá þessum aðilum. Ég starfaði sem grunnskólakennari í Kópavogi í meira en 20 ár og hef unnið náið með leikskólakennurum undanfarin ár. Starfsfólk þessara stofnana vinnur mikilvægustu störf sveitarfélaganna, en býr við bág kjör, mikið álag og slæmar vinnuaðstæður. Þetta starfsfólk er undistaða velferðar hvers sveitafélags og menntunar barnanna okkar. Alla daga, ekki bara tyllidaga Vinstri græn í Kópavogi ætla að forgangsraða í þágu barna og fjölskyldna þeirra og okkur er alvara. Við viljum samvinnu við kennara og annað starfsfólk leik- og grunnskóla, því þeir eru sérfræðingarnir. Gera þarf stórátak í að fjölga starfsfólki leikskóla, ekki síst leikskólakennurum og styrkja grunnskólann með auknum stuðningi við kennara og nemendur. Bæta þarf starfsaðstæður og launakjör, bæði í leik- og grunnskólum. Þetta þolir enga bið. Við hjá Vinstri grænum vitum að samfélag sem býr vel að börnum og forgangsraðar í þágu menntunar er gott samfélag. Við vitum líka að skólakerfið er hornsteinn menntunar og félagslegra framfara. Ítarlega og raunhæfa stefnu Vinstri grænna í Kópavogi má finna hér.Þú finnur okkur líka á Facebook. Margrét Júlía Rafnsdóttir er bæjarfulltrúi og skipar 1. sætið á lista Vinstri grænna í Kópavogi
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun