Fullyrðir að Trump hafi verið sagt að hann verði ekki ákærður Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2018 10:45 Giuliani segir einnig að lögmenn Trump hvetji hann ekki til að veita Mueller viðtal í tengslum við Rússarannsóknina. Vísir/AFP Lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta heldur því fram að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hafi sagt lögmönnum forsetans að hann telji sig ekki geta ákært hann samkvæmt leiðbeiningum ráðuneytisins. Rudy Guiliani, lögmaður Trump, segir við Washington Post að Mueller hafi sjálfur sagt þetta á fundi fyrir nokkrum vikum. Sérstaki rannsakandinn væri sammála áliti sem dómsmálaráðuneytið samdi þegar sérstakir saksóknarar rannsökuðu Richard Nixon og Bill Clinton. Samkvæmt því er ekki hægt að ákæra sitjandi forseta fyrir glæpi. Þess í stað telur ráðuneytið að rétta leiðin til að láta forseta axla ábyrgð samkvæmt stjórnarskránni sé að láta þingið sjá um að ákveða hvort það vilji ákæra hann. Washington Post segir að samkvæmt lögum um sérstaka saksóknara þurfi Mueller að skila niðurstöðum sínum í trúnaðarskýrslu til aðstoðardómsmálaráðherrans. Það sé ráðherrans að ákveða hvort niðurstöðurnar verði birtar opinberlega. Rannsókn Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegu samráði framboðs Trump við þá hefur nú staðið yfir í eitt ár. Eins og varðandi nær allar fyrirspurnir fjölmiðla neitaði talsmaður Mueller að tjá sig um frétt blaðsins um líkurnar á því að Trump verði ákærður. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40 Lögmenn Trump afhenda gögn til að auðvelda honum viðtal við Mueller Á sama tíma ætlar Bandaríkjaforseti hins vegar að ráða lögmann sem sakar leynilegan hóp fulltrúa FBI og dómsmálaráðuneytisins um að reyna að koma sök á Trump. 19. mars 2018 22:45 Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta heldur því fram að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hafi sagt lögmönnum forsetans að hann telji sig ekki geta ákært hann samkvæmt leiðbeiningum ráðuneytisins. Rudy Guiliani, lögmaður Trump, segir við Washington Post að Mueller hafi sjálfur sagt þetta á fundi fyrir nokkrum vikum. Sérstaki rannsakandinn væri sammála áliti sem dómsmálaráðuneytið samdi þegar sérstakir saksóknarar rannsökuðu Richard Nixon og Bill Clinton. Samkvæmt því er ekki hægt að ákæra sitjandi forseta fyrir glæpi. Þess í stað telur ráðuneytið að rétta leiðin til að láta forseta axla ábyrgð samkvæmt stjórnarskránni sé að láta þingið sjá um að ákveða hvort það vilji ákæra hann. Washington Post segir að samkvæmt lögum um sérstaka saksóknara þurfi Mueller að skila niðurstöðum sínum í trúnaðarskýrslu til aðstoðardómsmálaráðherrans. Það sé ráðherrans að ákveða hvort niðurstöðurnar verði birtar opinberlega. Rannsókn Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegu samráði framboðs Trump við þá hefur nú staðið yfir í eitt ár. Eins og varðandi nær allar fyrirspurnir fjölmiðla neitaði talsmaður Mueller að tjá sig um frétt blaðsins um líkurnar á því að Trump verði ákærður.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40 Lögmenn Trump afhenda gögn til að auðvelda honum viðtal við Mueller Á sama tíma ætlar Bandaríkjaforseti hins vegar að ráða lögmann sem sakar leynilegan hóp fulltrúa FBI og dómsmálaráðuneytisins um að reyna að koma sök á Trump. 19. mars 2018 22:45 Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Sjá meira
Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40
Lögmenn Trump afhenda gögn til að auðvelda honum viðtal við Mueller Á sama tíma ætlar Bandaríkjaforseti hins vegar að ráða lögmann sem sakar leynilegan hóp fulltrúa FBI og dómsmálaráðuneytisins um að reyna að koma sök á Trump. 19. mars 2018 22:45
Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00