Raunhæfar lausnir á húsnæðisvandanum: Markaðurinn hefur brugðist Þorsteinn V. Einarsson skrifar 17. maí 2018 09:56 Húsnæðisöryggi er stærsta kjaramál fólks í dag. Við þekkjum öll einhverja sem hafa þurft að búa heima hjá foreldrum sínum mun lengur en þau kærðu sig um. Eða fólk sem þarf að borga svívirðilega upphæð fyrir hálfíbúðarhæfan bílskúr, iðnaðarhúsnæði eða hefur flæmst úr einni leiguíbúð í aðra á nokkurra mánaða fresti. Þrátt fyrir að það það hafi aldrei verið byggðar jafn margar íbúðir virðist ríkja algjört stjórnleysi á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík. Ástæðan er sú að markaðurinn; verktakar og fjárfestar, eru ekki færir um að leysa húsnæðisvandann. Við þurfum róttækar aðgerðir og nýja hugsun.Ódýr fasteignakaup Eina fólkið sem virðist búa við raunverulegt húsnæðisöryggi er það sem hefur náð að kaupa sér eigin íbúð. Ég þekki samt engan sem hefur náð að kaupa sér íbúð á síðastliðnum árum án þess að til þess hafi komið aðstoð og lán frá nánum vinum eða fjölskyldumeðlimum. Það er enginn í kringum mig sem hefur efni á útborgun fyrir íbúð nema með hjálp annarra. Þetta er algjörlega galinn veruleiki sem þarf að breyta. Og þegar ástandið er eins og það er núna á fasteignamarkaðnum þá þarf marga aðila saman að borðinu til að breyta því. Reykjavíkurborg getur leitt þá breytingu í samvinnu við verkalýðshreyfingu og ríkið. Í því sambandi höfum við í VG talað um að við þurfum að endurreisa verkamannabústaðakerfið í nýrri mynd fyrir nýja tíma.Endurreisn verkamannabústaðanna ASÍ hefur kallað eftir slíkum lausnum og Ragnar Þór Ingólfsson hefur velt upp áhugaverðum hugmyndum um hvernig má endurreisa verkamannabústaðina, þar sem fólk gat keypt sér íbúðir án þess að þurfa að reiða sig á fjárframlög náinna vina eða ættingja. Til þess að þetta geti orðið að veruleika er ljóst að hið opinbera þarf að stíga mjög róttækt inn á húsnæðismarkaðinn. Borgin verður að taka höndum saman með verkalýðshreyfingunni, og ríkinu útvega lóðir en líka fjármagn, í samvinnu við ríkið. Þá mætti velta því einnig upp hvort ríkið eigi ekki líka að leggja sitt af mörkum með vaxtalausum lánum eða raunverulegum vaxtabótum, enda eru það vextirnir sem blæða hve mest og takmarka eignamyndun.Leiguverð sem hlutfall af tekjum Meðan markaðurinn einn ræður leiguverði mun það halda áfram að vera í hæstu hæðum. Nú þegar hefur borgin hafist handa við að byggja ódýrar íbúðir í samstarfi við verkalýðsfélögin sem ætlaðar eru til útleigu á réttlátu verði. Vinstri græn vilja sjá borgina stíga mun sterkar inn á þennan markað og leggja enn meira fjármagn í húsnæði sem fólk getur leigt á sanngjörnu og réttlátu verði. Réttlátt og sanngjarnt er til dæmis að miða leiguna við ákveðið hlutfall af mánaðarlegum tekjum leigjandans. Þá er ég að tala um sem dæmi að hámarksleiguverð sé t.d. 20% af meðaltekjum á mánuði. Og með róttækt vinstri félagshyggjuafl eins og Vinstri græn í meirihluta verður hægt að bjóða upp á slíka valkosti. Af því að fólk á að geta valið að leigja íbúð en samt sem áður búa við húsnæðisöryggi.Reykjavík áfram aðlaðandi Vinsældir Reykjavíkur sem viðkomustaður ferðamanna spilar auðvitað sína rullu í húsnæðisvandanum. Mörg hundruð ef ekki þúsundir íbúða eru farnar af langtímaleigumarkaði í útleigu til ferðamanna. Ég veit ekki með aðra, en þegar ég ferðast til erlendra borga vil ég upplifa borgarmenninguna. Ég gef mér að svo sé einnig í tilfelli ferðamanna í Reykjavík. Þeir vilja upplifa menninguna, stemninguna og hitta lókalinn. Hitta fólkið sem gerir borgina spennandi.Við í VG höfum talað um að fylgja þurfi eftir reglum og auka eftirlit með ferðamannaútleigu og uppræta ólöglega útleigu í samvinnu við Airbnb. Þannig getum við endurheimt íbúðir á langtímaleigumarkað og meðal annarra aðgerða leyst húsnæðisvandann í Reykjavík. Þetta þurfum við að gera, ekki eingöngu til að bæta húsnæðisöryggi Reykvíkinga heldur einnig til að standa vörð um menningu og líf borgarinnar þannig að hún verði áfram aðlaðandi í augum gesta.Þorsteinn V. Einarsson, höfundur skipar 3 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar 26 maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðisöryggi er stærsta kjaramál fólks í dag. Við þekkjum öll einhverja sem hafa þurft að búa heima hjá foreldrum sínum mun lengur en þau kærðu sig um. Eða fólk sem þarf að borga svívirðilega upphæð fyrir hálfíbúðarhæfan bílskúr, iðnaðarhúsnæði eða hefur flæmst úr einni leiguíbúð í aðra á nokkurra mánaða fresti. Þrátt fyrir að það það hafi aldrei verið byggðar jafn margar íbúðir virðist ríkja algjört stjórnleysi á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík. Ástæðan er sú að markaðurinn; verktakar og fjárfestar, eru ekki færir um að leysa húsnæðisvandann. Við þurfum róttækar aðgerðir og nýja hugsun.Ódýr fasteignakaup Eina fólkið sem virðist búa við raunverulegt húsnæðisöryggi er það sem hefur náð að kaupa sér eigin íbúð. Ég þekki samt engan sem hefur náð að kaupa sér íbúð á síðastliðnum árum án þess að til þess hafi komið aðstoð og lán frá nánum vinum eða fjölskyldumeðlimum. Það er enginn í kringum mig sem hefur efni á útborgun fyrir íbúð nema með hjálp annarra. Þetta er algjörlega galinn veruleiki sem þarf að breyta. Og þegar ástandið er eins og það er núna á fasteignamarkaðnum þá þarf marga aðila saman að borðinu til að breyta því. Reykjavíkurborg getur leitt þá breytingu í samvinnu við verkalýðshreyfingu og ríkið. Í því sambandi höfum við í VG talað um að við þurfum að endurreisa verkamannabústaðakerfið í nýrri mynd fyrir nýja tíma.Endurreisn verkamannabústaðanna ASÍ hefur kallað eftir slíkum lausnum og Ragnar Þór Ingólfsson hefur velt upp áhugaverðum hugmyndum um hvernig má endurreisa verkamannabústaðina, þar sem fólk gat keypt sér íbúðir án þess að þurfa að reiða sig á fjárframlög náinna vina eða ættingja. Til þess að þetta geti orðið að veruleika er ljóst að hið opinbera þarf að stíga mjög róttækt inn á húsnæðismarkaðinn. Borgin verður að taka höndum saman með verkalýðshreyfingunni, og ríkinu útvega lóðir en líka fjármagn, í samvinnu við ríkið. Þá mætti velta því einnig upp hvort ríkið eigi ekki líka að leggja sitt af mörkum með vaxtalausum lánum eða raunverulegum vaxtabótum, enda eru það vextirnir sem blæða hve mest og takmarka eignamyndun.Leiguverð sem hlutfall af tekjum Meðan markaðurinn einn ræður leiguverði mun það halda áfram að vera í hæstu hæðum. Nú þegar hefur borgin hafist handa við að byggja ódýrar íbúðir í samstarfi við verkalýðsfélögin sem ætlaðar eru til útleigu á réttlátu verði. Vinstri græn vilja sjá borgina stíga mun sterkar inn á þennan markað og leggja enn meira fjármagn í húsnæði sem fólk getur leigt á sanngjörnu og réttlátu verði. Réttlátt og sanngjarnt er til dæmis að miða leiguna við ákveðið hlutfall af mánaðarlegum tekjum leigjandans. Þá er ég að tala um sem dæmi að hámarksleiguverð sé t.d. 20% af meðaltekjum á mánuði. Og með róttækt vinstri félagshyggjuafl eins og Vinstri græn í meirihluta verður hægt að bjóða upp á slíka valkosti. Af því að fólk á að geta valið að leigja íbúð en samt sem áður búa við húsnæðisöryggi.Reykjavík áfram aðlaðandi Vinsældir Reykjavíkur sem viðkomustaður ferðamanna spilar auðvitað sína rullu í húsnæðisvandanum. Mörg hundruð ef ekki þúsundir íbúða eru farnar af langtímaleigumarkaði í útleigu til ferðamanna. Ég veit ekki með aðra, en þegar ég ferðast til erlendra borga vil ég upplifa borgarmenninguna. Ég gef mér að svo sé einnig í tilfelli ferðamanna í Reykjavík. Þeir vilja upplifa menninguna, stemninguna og hitta lókalinn. Hitta fólkið sem gerir borgina spennandi.Við í VG höfum talað um að fylgja þurfi eftir reglum og auka eftirlit með ferðamannaútleigu og uppræta ólöglega útleigu í samvinnu við Airbnb. Þannig getum við endurheimt íbúðir á langtímaleigumarkað og meðal annarra aðgerða leyst húsnæðisvandann í Reykjavík. Þetta þurfum við að gera, ekki eingöngu til að bæta húsnæðisöryggi Reykvíkinga heldur einnig til að standa vörð um menningu og líf borgarinnar þannig að hún verði áfram aðlaðandi í augum gesta.Þorsteinn V. Einarsson, höfundur skipar 3 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar 26 maí.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun