Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. maí 2018 08:00 Hin ísraelska Netta fagnar úrslitum í Eurovision um helgina. Vísir/epa Áskoranir tugþúsunda einstaklinga til RÚV um að sniðganga Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva kom til umræðu á fundi stjórnar RÚV í fyrradag og hefur verið sett á dagskrá næsta fundar stjórnarinnar sem verður í júní. Þá verður rætt um gengi Íslands í keppninni og mögulegar breytingar á fyrirkomulagi við val á framlagi Íslands í framtíðinni. „Það er útvarpsstjóri sem tekur ákvörðun um þetta og gerir það væntanlega í samráði við stjórn RÚV,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, aðspurð um ákvörðunarvald um mögulega sniðgöngu Íslands. Skiptar skoðanir eru innan stjórnarinnar um hvort stjórnin hafi einhverja aðkomu að málinu.Sjá einnig: Þúsundir vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Þeir stjórnarmenn sem blaðið ræddi við telja að ákvörðunin varði dagskrá RÚV og komi þannig ekki formlega á borð stjórnar, nema til staðfestingar á ákvörðun útvarpsstjóra. Aðrir viðmælendur telja málið tengt dagskrárvaldi, sem stjórnin komi ekki nálægt og útvarpsstjóra beri að taka ákvörðun að höfðu samráði við dagskrárstjóra. Öllum ber þó saman um að ákvörðunina eigi að taka innan RÚV og án afskipta ráðherra eða ríkisstjórnar.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherraÞegar blaðið fór í prentun höfðu yfir tuttugu þúsund skrifað undir fyrrgreinda áskorun til RÚV á vefnum change.org en í áskoruninni er vísað til mannréttindabrota og ofbeldis Ísraelsmanna gagnvart palestínsku þjóðinni. Eins og kunnugt er verður keppnin haldin í Ísrael að ári en sigurstigin til Ísraels í keppninni síðastliðinn laugardag höfðu vart verið talin þegar fregnir bárust af mesta mannfalli á Gaza frá árinu 2014 er ísraelski herinn drap sextíu palestínska mótmælendur. Þúsundir særðust í aðgerðum hersins sem hafa verið fordæmdar víða um heim. „Þetta hefur verið rætt innan dagskrárstjórnar og að sjálfsögðu erum við að skoða málið,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps. Hann segir þó að ákvörðunar sé ekki að vænta á næstu dögum og líklega ekki fyrr en í haust, í aðdraganda þess frests sem stöðvarnar hafa til að tilkynna þátttöku. Skarphéðinn segir að haft verði samráð við norrænu sjónvarpsstöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin um þátttöku. Aðspurður segist hann ekki hafa heyrt af sambærilegri umræðu eða undirskriftasöfnunum í nágrannaríkjunum. Ekki náðist í útvarpsstjóra við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Tengdar fréttir „Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 90 milljóna króna Eurovision-ævintýri Íslands Evrópubúar kunnu fjórða árið í röð ekki að meta framlag okkar. 14. maí 2018 10:24 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira
Áskoranir tugþúsunda einstaklinga til RÚV um að sniðganga Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva kom til umræðu á fundi stjórnar RÚV í fyrradag og hefur verið sett á dagskrá næsta fundar stjórnarinnar sem verður í júní. Þá verður rætt um gengi Íslands í keppninni og mögulegar breytingar á fyrirkomulagi við val á framlagi Íslands í framtíðinni. „Það er útvarpsstjóri sem tekur ákvörðun um þetta og gerir það væntanlega í samráði við stjórn RÚV,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, aðspurð um ákvörðunarvald um mögulega sniðgöngu Íslands. Skiptar skoðanir eru innan stjórnarinnar um hvort stjórnin hafi einhverja aðkomu að málinu.Sjá einnig: Þúsundir vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Þeir stjórnarmenn sem blaðið ræddi við telja að ákvörðunin varði dagskrá RÚV og komi þannig ekki formlega á borð stjórnar, nema til staðfestingar á ákvörðun útvarpsstjóra. Aðrir viðmælendur telja málið tengt dagskrárvaldi, sem stjórnin komi ekki nálægt og útvarpsstjóra beri að taka ákvörðun að höfðu samráði við dagskrárstjóra. Öllum ber þó saman um að ákvörðunina eigi að taka innan RÚV og án afskipta ráðherra eða ríkisstjórnar.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherraÞegar blaðið fór í prentun höfðu yfir tuttugu þúsund skrifað undir fyrrgreinda áskorun til RÚV á vefnum change.org en í áskoruninni er vísað til mannréttindabrota og ofbeldis Ísraelsmanna gagnvart palestínsku þjóðinni. Eins og kunnugt er verður keppnin haldin í Ísrael að ári en sigurstigin til Ísraels í keppninni síðastliðinn laugardag höfðu vart verið talin þegar fregnir bárust af mesta mannfalli á Gaza frá árinu 2014 er ísraelski herinn drap sextíu palestínska mótmælendur. Þúsundir særðust í aðgerðum hersins sem hafa verið fordæmdar víða um heim. „Þetta hefur verið rætt innan dagskrárstjórnar og að sjálfsögðu erum við að skoða málið,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps. Hann segir þó að ákvörðunar sé ekki að vænta á næstu dögum og líklega ekki fyrr en í haust, í aðdraganda þess frests sem stöðvarnar hafa til að tilkynna þátttöku. Skarphéðinn segir að haft verði samráð við norrænu sjónvarpsstöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin um þátttöku. Aðspurður segist hann ekki hafa heyrt af sambærilegri umræðu eða undirskriftasöfnunum í nágrannaríkjunum. Ekki náðist í útvarpsstjóra við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Tengdar fréttir „Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 90 milljóna króna Eurovision-ævintýri Íslands Evrópubúar kunnu fjórða árið í röð ekki að meta framlag okkar. 14. maí 2018 10:24 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira
„Sniðgöngum Eurovision 2019“ Þessu afneitunar-gleðipartíi tökum við ekki þátt í, segir Páll Óskar. 15. maí 2018 14:39
Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53
90 milljóna króna Eurovision-ævintýri Íslands Evrópubúar kunnu fjórða árið í röð ekki að meta framlag okkar. 14. maí 2018 10:24