Rannsóknargögn varpa ljósi á fund Trump yngri með Rússum Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2018 15:24 Trump yngri sagðist elska það þegar honum var boðinn fundur til að fá skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton. Vísir/AFP Breskur tónleikaskipuleggjandi sem hafði milligöngu um umtalaðan fund fulltrúa forsetaframboðs Donalds Trump með rússneskum lögmanni staðfesti að þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton. Þetta kemur fram í þúsundum blaðsíðan af framburði vitna og öðrum gögnum frá rannsókn bandarískrar þingnefndar sem birt voru í dag. Frekari upplýsingar um fundinn í Trump-turninum í New York í júní árið 2016 er að finna í skjölunum sem leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings birti. Nefndin hefur rannsakað afskipti Rússa af forsetakosningunum og mögulegt samráð framboðs Trump við þá. Donald Trump yngri, elsti sonur þáverandi forsetaframbjóðandans, Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn helsti ráðgjafi hans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri framboðsins, hittu rússneska lögmanninn Natalíu Veselnitskaja vegna þess að þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton. Rob Goldstone, breskur tónleikaskipuleggjandi, bar fyrir þingnefndinni að hann hefði boðið Donald Trump yngri að hitta Veselnitskaja vegna þess að hann hefði verið fullvissaður um að hún væri „vel tengd“ og byggi yfir „skaðlegu efni“. Rússneskur poppsöngvari og vinur Trump-fjölskyldunnar gekk hart að Goldstone að koma fundinum á koppinn, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Í tölvupósti sem Goldstone skrifaði Trump yngri fullyrti hann að Veselnitskaja kæmi með „viðkvæmar upplýsingar af mjög háu stigi“ sem væri hluti af „stuðningi Rússlands og ríkisstjórn þess við herra Trump“. Trump yngri svaraði „ef þetta er það sem þú segir, þá elska ég það“. Á sínum tíma sagðist Trump yngri hafa viljað ganga úr skugga um „hæfi“ Clinton til að vera forseti. Hann þurfti ítrekað að senda frá sér nýjar yfirlýsingar til að skýra frá fundinum með Veselnitskaja eftir að fjölmiðlar greindu frá honum í fyrra. á Endanum birti hann tölvupóstsamskipti sín við Goldstone á Twitter.Mundi ekki hvort hann ræddi rannsóknina við föður sinn Í framburði sínum fyrir þingnefndinni viðurkenndi Goldstone jafnframt að hann og þeir sem sátu fundinn hafi átt von á að Veselnitskaja léti þá fá „rjúkandi morðvopn“ til að hjálpa framboði Trump. Hann hafi skammast sín þegar Veselnitskaja hafi í staðinn notað fundinn til þess að tala um nauðsyn þess að Bandaríkin afléttu refsiaðgerðum af Rússum. Trump yngri tók í sama streng þegar hann bar vitni en neitaði því að hafa rætt fundinn við föður sinn. „Að öðru óbreyttu hefði ég ekki viljað eyða tuttugu mínútum í að hlusta á eitthvað sem ég átti að funda um,“ sagði hann við nefndina. Hann sagðist jafnframt „ekki muna“ hvort hann hefði nokkru sinni rætt við föður sinn um alríkisrannsóknina á mögulegu samráði framboðsins við Rússa.Veselnitskaja hefur neitað því að tengjast stjórnvöldum í Kreml. Trump yngri og félagar segja að hún hafi aðallega rætt um ættleiðingar Bandaríkjamanna á rússneskum börnum sem Rússar stöðvuðu vegna refsiaðgerða Bandaríkjastjórnar.Vísir/AFPLétu þátttakendur fá yfirlýsingu til að dreifa Hvorki Kushner né Manafort báru vitni fyrir þingnefndinni. Manafort hefur síðan verið ákærður fyrir fjölda brota, þar á meðal peningaþvætti, fjársvik og að hafa ekki skráð sig sem málafylgjumann erlends ríkis. Veselnitskaja sendi nefndinni aðeins skrifleg svör. Hún hefur neitað því að hafa verið á vegum rússneskra stjórnvalda. Lögmenn Trump virðast hafa haft áhyggjur af misvísandi yfirlýsingum hans í tengslum við samskipti starfsmanna framboðsins við Rússa og fundinn með Veselnitskaja sérstaklega. Talskona Trump lýsti því yfir skömmu eftir kosningarnar að enginn starfsmaður hefði átt samskipti við Rússa í kosningabaráttunni. Í skjölunum kemur fram að lögmenn Trump-fyrirtækisins skrifuðu yfirlýsingu sem þeir báðu þátttakendur í fundinum í Trump-turninum um að dreifa. Washington Post segir að það rannsakendur gætu haft áhuga á að kanna hvort það hafi verið tilraun til að hafa samskipti við vitni eða að reyna að fela raunverulegan tilgang fundarins fyrir yfirvöldum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48 Rússneskur lögmaður frá umtöluðum fundi hefur ekki verið yfirheyrður Lögmaðurinn sat fundinn fræga í Trump-turninum með syni, tengdasyni og kosningastjóra Donalds Trump. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton. 24. apríl 2018 12:15 Áttundi gesturinn á fundi Trump yngri nafngreindur Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. 18. júlí 2017 20:48 Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. 1. ágúst 2017 00:09 Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Sjá meira
Breskur tónleikaskipuleggjandi sem hafði milligöngu um umtalaðan fund fulltrúa forsetaframboðs Donalds Trump með rússneskum lögmanni staðfesti að þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton. Þetta kemur fram í þúsundum blaðsíðan af framburði vitna og öðrum gögnum frá rannsókn bandarískrar þingnefndar sem birt voru í dag. Frekari upplýsingar um fundinn í Trump-turninum í New York í júní árið 2016 er að finna í skjölunum sem leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings birti. Nefndin hefur rannsakað afskipti Rússa af forsetakosningunum og mögulegt samráð framboðs Trump við þá. Donald Trump yngri, elsti sonur þáverandi forsetaframbjóðandans, Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn helsti ráðgjafi hans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri framboðsins, hittu rússneska lögmanninn Natalíu Veselnitskaja vegna þess að þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton. Rob Goldstone, breskur tónleikaskipuleggjandi, bar fyrir þingnefndinni að hann hefði boðið Donald Trump yngri að hitta Veselnitskaja vegna þess að hann hefði verið fullvissaður um að hún væri „vel tengd“ og byggi yfir „skaðlegu efni“. Rússneskur poppsöngvari og vinur Trump-fjölskyldunnar gekk hart að Goldstone að koma fundinum á koppinn, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Í tölvupósti sem Goldstone skrifaði Trump yngri fullyrti hann að Veselnitskaja kæmi með „viðkvæmar upplýsingar af mjög háu stigi“ sem væri hluti af „stuðningi Rússlands og ríkisstjórn þess við herra Trump“. Trump yngri svaraði „ef þetta er það sem þú segir, þá elska ég það“. Á sínum tíma sagðist Trump yngri hafa viljað ganga úr skugga um „hæfi“ Clinton til að vera forseti. Hann þurfti ítrekað að senda frá sér nýjar yfirlýsingar til að skýra frá fundinum með Veselnitskaja eftir að fjölmiðlar greindu frá honum í fyrra. á Endanum birti hann tölvupóstsamskipti sín við Goldstone á Twitter.Mundi ekki hvort hann ræddi rannsóknina við föður sinn Í framburði sínum fyrir þingnefndinni viðurkenndi Goldstone jafnframt að hann og þeir sem sátu fundinn hafi átt von á að Veselnitskaja léti þá fá „rjúkandi morðvopn“ til að hjálpa framboði Trump. Hann hafi skammast sín þegar Veselnitskaja hafi í staðinn notað fundinn til þess að tala um nauðsyn þess að Bandaríkin afléttu refsiaðgerðum af Rússum. Trump yngri tók í sama streng þegar hann bar vitni en neitaði því að hafa rætt fundinn við föður sinn. „Að öðru óbreyttu hefði ég ekki viljað eyða tuttugu mínútum í að hlusta á eitthvað sem ég átti að funda um,“ sagði hann við nefndina. Hann sagðist jafnframt „ekki muna“ hvort hann hefði nokkru sinni rætt við föður sinn um alríkisrannsóknina á mögulegu samráði framboðsins við Rússa.Veselnitskaja hefur neitað því að tengjast stjórnvöldum í Kreml. Trump yngri og félagar segja að hún hafi aðallega rætt um ættleiðingar Bandaríkjamanna á rússneskum börnum sem Rússar stöðvuðu vegna refsiaðgerða Bandaríkjastjórnar.Vísir/AFPLétu þátttakendur fá yfirlýsingu til að dreifa Hvorki Kushner né Manafort báru vitni fyrir þingnefndinni. Manafort hefur síðan verið ákærður fyrir fjölda brota, þar á meðal peningaþvætti, fjársvik og að hafa ekki skráð sig sem málafylgjumann erlends ríkis. Veselnitskaja sendi nefndinni aðeins skrifleg svör. Hún hefur neitað því að hafa verið á vegum rússneskra stjórnvalda. Lögmenn Trump virðast hafa haft áhyggjur af misvísandi yfirlýsingum hans í tengslum við samskipti starfsmanna framboðsins við Rússa og fundinn með Veselnitskaja sérstaklega. Talskona Trump lýsti því yfir skömmu eftir kosningarnar að enginn starfsmaður hefði átt samskipti við Rússa í kosningabaráttunni. Í skjölunum kemur fram að lögmenn Trump-fyrirtækisins skrifuðu yfirlýsingu sem þeir báðu þátttakendur í fundinum í Trump-turninum um að dreifa. Washington Post segir að það rannsakendur gætu haft áhuga á að kanna hvort það hafi verið tilraun til að hafa samskipti við vitni eða að reyna að fela raunverulegan tilgang fundarins fyrir yfirvöldum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48 Rússneskur lögmaður frá umtöluðum fundi hefur ekki verið yfirheyrður Lögmaðurinn sat fundinn fræga í Trump-turninum með syni, tengdasyni og kosningastjóra Donalds Trump. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton. 24. apríl 2018 12:15 Áttundi gesturinn á fundi Trump yngri nafngreindur Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. 18. júlí 2017 20:48 Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. 1. ágúst 2017 00:09 Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Sjá meira
Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47
Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32
Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48
Rússneskur lögmaður frá umtöluðum fundi hefur ekki verið yfirheyrður Lögmaðurinn sat fundinn fræga í Trump-turninum með syni, tengdasyni og kosningastjóra Donalds Trump. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton. 24. apríl 2018 12:15
Áttundi gesturinn á fundi Trump yngri nafngreindur Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. 18. júlí 2017 20:48
Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. 1. ágúst 2017 00:09
Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00