Dómari neitar að vísa frá máli gegn fyrrverandi kosningastjóra Trump Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2018 10:22 Manafort vann meðal annars fyrir Viktor Janúkovitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, sem er bandamaður stjórnvalda í Kreml. Vísir/AFP Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins hafði fulla heimild til að sækja Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, til saka. Þetta er mat alríkisdómara sem hafnaði kröfu lögmanna Manafort um að vísa ákærum gegnum honum frá í gær. Rannsókn Roberts Muller, sérstaka rannsakandans, beinist að afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við þá. Saksóknararnir hafa einnig heimild til að rannsaka önnur mál sem koma upp við rannsóknina. Lögmenn Manafort héldu því hins vegar fram að saksóknararnir hefðu gengið lengra en umboð þeirra frá dómsmálaráðuneytinu leyfði. Brotin sem Manafort væri ákærður fyrir tengdust samráði við Rússa á engan hátt.Að sögn Reuters-fréttastofunnar hafnaði alríkisdómari í Washington-borg þeim rökum og sagði að dómsmálaráðuneytið hefði sérstaklega veitt leyfi til að rannsaka meint brot sem lýst er í ákærunni gegn Manafort. Því hafi saksóknararnir ekki farið út fyrir valdsvið sitt.Þáði milljónir frá Úkraínu Manafort er meðal annars ákærður fyrir peningaþvætti og að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis. Hann vann meðal annars fyrir Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu áður en hann tók við forstetaframboði Trump árið 2016. Í Virginíuríki er Manafort ákærður fyrir bankasvik og að skila röngum skattskýrslum. Fyrrverandi kosningastjórinn hefur neitað sök. Manafort steig til hliðar sem kosningastjóri Trump í ágúst árið 2016 eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá Janúkóvitsj. Fram hafa komið upplýsingar um að Manafort hafi meðal annars skipulagt leynilega áróðursherferð til þess að bæta ímynd ríkisstjórn Janúkóvitsj og koma höggi á pólitíska andstæðinga, þar á meðal Hillary Clinton þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fyrrverandi kosningastjóri Trump neitar sök Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, hefjast um miðjan september. 28. febrúar 2018 15:44 Evrópskir stjórnmálamenn sverja af sér tengsl við kosningastjóra Trump Fyrrverandi kanslari Austurríkis segist ekki hafa vitað af því að Paul Manafort hefði fjármagnað hóp sem hann stýrði sem ræddi um málefni Úkraínu fyrir fimm árum. 24. febrúar 2018 21:01 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Sjá meira
Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins hafði fulla heimild til að sækja Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, til saka. Þetta er mat alríkisdómara sem hafnaði kröfu lögmanna Manafort um að vísa ákærum gegnum honum frá í gær. Rannsókn Roberts Muller, sérstaka rannsakandans, beinist að afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við þá. Saksóknararnir hafa einnig heimild til að rannsaka önnur mál sem koma upp við rannsóknina. Lögmenn Manafort héldu því hins vegar fram að saksóknararnir hefðu gengið lengra en umboð þeirra frá dómsmálaráðuneytinu leyfði. Brotin sem Manafort væri ákærður fyrir tengdust samráði við Rússa á engan hátt.Að sögn Reuters-fréttastofunnar hafnaði alríkisdómari í Washington-borg þeim rökum og sagði að dómsmálaráðuneytið hefði sérstaklega veitt leyfi til að rannsaka meint brot sem lýst er í ákærunni gegn Manafort. Því hafi saksóknararnir ekki farið út fyrir valdsvið sitt.Þáði milljónir frá Úkraínu Manafort er meðal annars ákærður fyrir peningaþvætti og að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis. Hann vann meðal annars fyrir Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu áður en hann tók við forstetaframboði Trump árið 2016. Í Virginíuríki er Manafort ákærður fyrir bankasvik og að skila röngum skattskýrslum. Fyrrverandi kosningastjórinn hefur neitað sök. Manafort steig til hliðar sem kosningastjóri Trump í ágúst árið 2016 eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá Janúkóvitsj. Fram hafa komið upplýsingar um að Manafort hafi meðal annars skipulagt leynilega áróðursherferð til þess að bæta ímynd ríkisstjórn Janúkóvitsj og koma höggi á pólitíska andstæðinga, þar á meðal Hillary Clinton þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fyrrverandi kosningastjóri Trump neitar sök Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, hefjast um miðjan september. 28. febrúar 2018 15:44 Evrópskir stjórnmálamenn sverja af sér tengsl við kosningastjóra Trump Fyrrverandi kanslari Austurríkis segist ekki hafa vitað af því að Paul Manafort hefði fjármagnað hóp sem hann stýrði sem ræddi um málefni Úkraínu fyrir fimm árum. 24. febrúar 2018 21:01 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Sjá meira
Fyrrverandi kosningastjóri Trump neitar sök Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, hefjast um miðjan september. 28. febrúar 2018 15:44
Evrópskir stjórnmálamenn sverja af sér tengsl við kosningastjóra Trump Fyrrverandi kanslari Austurríkis segist ekki hafa vitað af því að Paul Manafort hefði fjármagnað hóp sem hann stýrði sem ræddi um málefni Úkraínu fyrir fimm árum. 24. febrúar 2018 21:01
Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15