Dómari neitar að vísa frá máli gegn fyrrverandi kosningastjóra Trump Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2018 10:22 Manafort vann meðal annars fyrir Viktor Janúkovitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, sem er bandamaður stjórnvalda í Kreml. Vísir/AFP Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins hafði fulla heimild til að sækja Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, til saka. Þetta er mat alríkisdómara sem hafnaði kröfu lögmanna Manafort um að vísa ákærum gegnum honum frá í gær. Rannsókn Roberts Muller, sérstaka rannsakandans, beinist að afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við þá. Saksóknararnir hafa einnig heimild til að rannsaka önnur mál sem koma upp við rannsóknina. Lögmenn Manafort héldu því hins vegar fram að saksóknararnir hefðu gengið lengra en umboð þeirra frá dómsmálaráðuneytinu leyfði. Brotin sem Manafort væri ákærður fyrir tengdust samráði við Rússa á engan hátt.Að sögn Reuters-fréttastofunnar hafnaði alríkisdómari í Washington-borg þeim rökum og sagði að dómsmálaráðuneytið hefði sérstaklega veitt leyfi til að rannsaka meint brot sem lýst er í ákærunni gegn Manafort. Því hafi saksóknararnir ekki farið út fyrir valdsvið sitt.Þáði milljónir frá Úkraínu Manafort er meðal annars ákærður fyrir peningaþvætti og að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis. Hann vann meðal annars fyrir Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu áður en hann tók við forstetaframboði Trump árið 2016. Í Virginíuríki er Manafort ákærður fyrir bankasvik og að skila röngum skattskýrslum. Fyrrverandi kosningastjórinn hefur neitað sök. Manafort steig til hliðar sem kosningastjóri Trump í ágúst árið 2016 eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá Janúkóvitsj. Fram hafa komið upplýsingar um að Manafort hafi meðal annars skipulagt leynilega áróðursherferð til þess að bæta ímynd ríkisstjórn Janúkóvitsj og koma höggi á pólitíska andstæðinga, þar á meðal Hillary Clinton þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fyrrverandi kosningastjóri Trump neitar sök Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, hefjast um miðjan september. 28. febrúar 2018 15:44 Evrópskir stjórnmálamenn sverja af sér tengsl við kosningastjóra Trump Fyrrverandi kanslari Austurríkis segist ekki hafa vitað af því að Paul Manafort hefði fjármagnað hóp sem hann stýrði sem ræddi um málefni Úkraínu fyrir fimm árum. 24. febrúar 2018 21:01 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins hafði fulla heimild til að sækja Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, til saka. Þetta er mat alríkisdómara sem hafnaði kröfu lögmanna Manafort um að vísa ákærum gegnum honum frá í gær. Rannsókn Roberts Muller, sérstaka rannsakandans, beinist að afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við þá. Saksóknararnir hafa einnig heimild til að rannsaka önnur mál sem koma upp við rannsóknina. Lögmenn Manafort héldu því hins vegar fram að saksóknararnir hefðu gengið lengra en umboð þeirra frá dómsmálaráðuneytinu leyfði. Brotin sem Manafort væri ákærður fyrir tengdust samráði við Rússa á engan hátt.Að sögn Reuters-fréttastofunnar hafnaði alríkisdómari í Washington-borg þeim rökum og sagði að dómsmálaráðuneytið hefði sérstaklega veitt leyfi til að rannsaka meint brot sem lýst er í ákærunni gegn Manafort. Því hafi saksóknararnir ekki farið út fyrir valdsvið sitt.Þáði milljónir frá Úkraínu Manafort er meðal annars ákærður fyrir peningaþvætti og að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis. Hann vann meðal annars fyrir Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu áður en hann tók við forstetaframboði Trump árið 2016. Í Virginíuríki er Manafort ákærður fyrir bankasvik og að skila röngum skattskýrslum. Fyrrverandi kosningastjórinn hefur neitað sök. Manafort steig til hliðar sem kosningastjóri Trump í ágúst árið 2016 eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá Janúkóvitsj. Fram hafa komið upplýsingar um að Manafort hafi meðal annars skipulagt leynilega áróðursherferð til þess að bæta ímynd ríkisstjórn Janúkóvitsj og koma höggi á pólitíska andstæðinga, þar á meðal Hillary Clinton þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fyrrverandi kosningastjóri Trump neitar sök Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, hefjast um miðjan september. 28. febrúar 2018 15:44 Evrópskir stjórnmálamenn sverja af sér tengsl við kosningastjóra Trump Fyrrverandi kanslari Austurríkis segist ekki hafa vitað af því að Paul Manafort hefði fjármagnað hóp sem hann stýrði sem ræddi um málefni Úkraínu fyrir fimm árum. 24. febrúar 2018 21:01 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Fyrrverandi kosningastjóri Trump neitar sök Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, hefjast um miðjan september. 28. febrúar 2018 15:44
Evrópskir stjórnmálamenn sverja af sér tengsl við kosningastjóra Trump Fyrrverandi kanslari Austurríkis segist ekki hafa vitað af því að Paul Manafort hefði fjármagnað hóp sem hann stýrði sem ræddi um málefni Úkraínu fyrir fimm árum. 24. febrúar 2018 21:01
Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15