Hættulegur leiðari Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir skrifar 16. maí 2018 07:00 Í leiðara Fréttablaðsins á uppstigningardag fjallar Kolbrún Bergþórsdóttir um „öfgaöfl“ sem hafi hreiðrað um sig í íslensku samfélagi. Ekki sé öllum jafn vel við að þeir búi í fjölmenningarsamfélagi. Það sé „nöturleg staðreynd“ að fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar hafi tveir borgarfulltrúar náð inn með málflutningi sem hafi „beinst gegn múslimum“. Brýnir Kolbrún fyrir frambjóðendum að taka stöðu með „mannúðinni“. Fagna beri nýjum íbúum, en ekki óttast þá.Varað við öfgaöflum Ummælin sem Kolbrún telur beinast gegn múslimum voru höfð eftir mér í blaðaviðtali 23. maí 2014. Í viðtalinu kvað ég rétt að afturkalla úthlutun Reykjavíkurborgar á lóð undir mosku í Sogamýri. Í því sambandi vitnaði ég til Sádi-Arabíu og var haft eftir mér: „Það myndu koma peningar að utan ef moska yrði byggð hérna. Ekki spurning. Þeir byrja að streyma inn um leið [og] leyfið fyrir moskunni fæst.“ Með þessu vísaði ég til hins alkunna, að Sádi-Arabar hafa verið öðrum þjóðum duglegri að styrkja byggingu moska í Evrópuríkjum þar sem breidd er út öfgakennd útgáfa af íslamstrú. Flestir skildu orð mín sem varnaðarorð. Varnaðarorð sem í ljós kom að voru á rökum reist. Ég hafði ekki verið nema örfáa mánuði í borgarstjórn þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, greindi frá því að sendiherra Sádi-Araba hefði tjáð honum að Sádi-Arabar hygðust leggja fé til byggingar mosku í Reykjavík. Kvaðst forsetinn hafa orðið „hissa og svo lamaður“ og brýndi fyrir Íslendingum að vakna til vitundar um vandann sem fylgdi öfgafullri íslamstrú. Hafi Kolbrún talið að ég væri einangruð með forsetanum í afstöðu minni ætti hún að fylgjast betur með, því Sádi-Aröbum er í evrópskum fjölmiðlum lýst sem útflytjendum öfgakenndrar útgáfu af íslamstrú. Í leiðara Kolbrúnar virðist því sem tilgangurinn helgi meðalið. Annað er ekki hægt að segja þegar fundið er að því að varað sé við uppgangi erlendra öfgaafla sem sækja hingað. Trúarleiðtoginn Es Satty Að undanförnu hefur Evrópa kynnst öfgaöflum sem oftar en ekki eru fóstruð í moskum víðs vegar um álfuna. Síðasta sumar var Kolbrún ein þeirra sem leitaði skjóls í verslun í Barcelona þegar íslamistar óku sendiferðabíl á fótgangendur með þeim afleiðingum að 13 létust og 130 slösuðust. Í ljós kom að höfuðpaurinn, Marokkómaðurinn Abdelbaki Es Satty, hafði gerst trúarleiðtogi í mosku á Spáni þar sem hann heilaþvoði trúbræður sína. Þannig þakkaði hann Spánverjum fyrir að samþykkja hælisumsókn sína. Almenningur gerir sér grein fyrir hættunni sem fylgir mönnum eins og Es Satty. Kolbrún blandar þeirri hættu hins vegar saman við það sem hún kallar „þróunina“ í átt til fjölmenningarsamfélags. Takmarkalaus mannúð Krafan um takmarkalausa „mannúð“ í málefnum hælisleitenda felur í raun í sér kröfu um landamæralaust Ísland. Reynslan hefur hins vegar sýnt okkur að landamæralaus Evrópa er öryggislaus Evrópa. Þrátt fyrir stórauknar fjárveitingar til löggæsluyfirvalda í evrópskum samfélögum hefur komið í ljós að almenningur treystir ekki yfirvöldum til að mæta hryðjuverkaógninni. Ég velti því þess vegna fyrir mér hvort kjósendur þeirra frambjóðenda sem boða takmarkalausa mannúð vilji virkilega sjá hér þungvopnaða lögreglumenn á götum úti. Ég hef ekki áhuga á að búa í slíku samfélagi og efast um að kjósendur geri það. Slík samfélög öryggisleysis eru hins vegar nöturleg staðreynd í þeim Evrópuríkjum hvar stjórnmálamenn hafa sýnt takmarkalausa „mannúð“. Í mínum huga er það þá mannúð stjórnmálamanna á kostnað öryggisleysis almennings. Öryggið fæst a.m.k. ekki með því að stjórnmálaleiðtogar gangi saman fylktu liði í nafni frelsis og mannúðar. Mér líkar þess vegna ekki leiðari Kolbrúnar. Skal ósagt hvort hann helgast af skilningsleysi eða því að leiðarahöfundurinn sé einfaldlega eins og stjórnmálamennirnir sem skortir kjark til að segja það sem almenningur vonast til að heyra. Mannúð felst líka í því að huga að börnum, öryrkjum, öldruðum og öðrum sem þurfa á stuðningi okkar að halda.Höfundur er oddviti Borgarinnar okkar – Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins á uppstigningardag fjallar Kolbrún Bergþórsdóttir um „öfgaöfl“ sem hafi hreiðrað um sig í íslensku samfélagi. Ekki sé öllum jafn vel við að þeir búi í fjölmenningarsamfélagi. Það sé „nöturleg staðreynd“ að fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar hafi tveir borgarfulltrúar náð inn með málflutningi sem hafi „beinst gegn múslimum“. Brýnir Kolbrún fyrir frambjóðendum að taka stöðu með „mannúðinni“. Fagna beri nýjum íbúum, en ekki óttast þá.Varað við öfgaöflum Ummælin sem Kolbrún telur beinast gegn múslimum voru höfð eftir mér í blaðaviðtali 23. maí 2014. Í viðtalinu kvað ég rétt að afturkalla úthlutun Reykjavíkurborgar á lóð undir mosku í Sogamýri. Í því sambandi vitnaði ég til Sádi-Arabíu og var haft eftir mér: „Það myndu koma peningar að utan ef moska yrði byggð hérna. Ekki spurning. Þeir byrja að streyma inn um leið [og] leyfið fyrir moskunni fæst.“ Með þessu vísaði ég til hins alkunna, að Sádi-Arabar hafa verið öðrum þjóðum duglegri að styrkja byggingu moska í Evrópuríkjum þar sem breidd er út öfgakennd útgáfa af íslamstrú. Flestir skildu orð mín sem varnaðarorð. Varnaðarorð sem í ljós kom að voru á rökum reist. Ég hafði ekki verið nema örfáa mánuði í borgarstjórn þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, greindi frá því að sendiherra Sádi-Araba hefði tjáð honum að Sádi-Arabar hygðust leggja fé til byggingar mosku í Reykjavík. Kvaðst forsetinn hafa orðið „hissa og svo lamaður“ og brýndi fyrir Íslendingum að vakna til vitundar um vandann sem fylgdi öfgafullri íslamstrú. Hafi Kolbrún talið að ég væri einangruð með forsetanum í afstöðu minni ætti hún að fylgjast betur með, því Sádi-Aröbum er í evrópskum fjölmiðlum lýst sem útflytjendum öfgakenndrar útgáfu af íslamstrú. Í leiðara Kolbrúnar virðist því sem tilgangurinn helgi meðalið. Annað er ekki hægt að segja þegar fundið er að því að varað sé við uppgangi erlendra öfgaafla sem sækja hingað. Trúarleiðtoginn Es Satty Að undanförnu hefur Evrópa kynnst öfgaöflum sem oftar en ekki eru fóstruð í moskum víðs vegar um álfuna. Síðasta sumar var Kolbrún ein þeirra sem leitaði skjóls í verslun í Barcelona þegar íslamistar óku sendiferðabíl á fótgangendur með þeim afleiðingum að 13 létust og 130 slösuðust. Í ljós kom að höfuðpaurinn, Marokkómaðurinn Abdelbaki Es Satty, hafði gerst trúarleiðtogi í mosku á Spáni þar sem hann heilaþvoði trúbræður sína. Þannig þakkaði hann Spánverjum fyrir að samþykkja hælisumsókn sína. Almenningur gerir sér grein fyrir hættunni sem fylgir mönnum eins og Es Satty. Kolbrún blandar þeirri hættu hins vegar saman við það sem hún kallar „þróunina“ í átt til fjölmenningarsamfélags. Takmarkalaus mannúð Krafan um takmarkalausa „mannúð“ í málefnum hælisleitenda felur í raun í sér kröfu um landamæralaust Ísland. Reynslan hefur hins vegar sýnt okkur að landamæralaus Evrópa er öryggislaus Evrópa. Þrátt fyrir stórauknar fjárveitingar til löggæsluyfirvalda í evrópskum samfélögum hefur komið í ljós að almenningur treystir ekki yfirvöldum til að mæta hryðjuverkaógninni. Ég velti því þess vegna fyrir mér hvort kjósendur þeirra frambjóðenda sem boða takmarkalausa mannúð vilji virkilega sjá hér þungvopnaða lögreglumenn á götum úti. Ég hef ekki áhuga á að búa í slíku samfélagi og efast um að kjósendur geri það. Slík samfélög öryggisleysis eru hins vegar nöturleg staðreynd í þeim Evrópuríkjum hvar stjórnmálamenn hafa sýnt takmarkalausa „mannúð“. Í mínum huga er það þá mannúð stjórnmálamanna á kostnað öryggisleysis almennings. Öryggið fæst a.m.k. ekki með því að stjórnmálaleiðtogar gangi saman fylktu liði í nafni frelsis og mannúðar. Mér líkar þess vegna ekki leiðari Kolbrúnar. Skal ósagt hvort hann helgast af skilningsleysi eða því að leiðarahöfundurinn sé einfaldlega eins og stjórnmálamennirnir sem skortir kjark til að segja það sem almenningur vonast til að heyra. Mannúð felst líka í því að huga að börnum, öryrkjum, öldruðum og öðrum sem þurfa á stuðningi okkar að halda.Höfundur er oddviti Borgarinnar okkar – Reykjavík
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun