Í vagninum Magnús Guðmundsson skrifar 16. maí 2018 10:00 Skerðu þig úr. Einhver þarf að gera það. Það er auðvelt að vera sporgöngumaður. Það getur verið skrýtið að gera og segja það sem er öðruvísi. En án þeirra óþæginda er frelsið ekki mögulegt. Mundu eftir Rosu Parks. Á því augnabliki sem þú setur fordæmi er búið að rjúfa seið kyrrstöðunnar og annað fólk getur fylgt í fótspor þín.“ Þessi orð úr bókinni Um harðstjórn eftir Timothy Snyder, prófessor í sagnfræði við Yale-háskóla, eiga erindi til okkar allra á öllum tímum. Í þeim er fólgin hvatning til þess að taka sjálfstæðar ákvarðanir með því sem er rétt fremur en hentugt og við getum tekið þetta til okkar sem einstaklingar og samfélög. Í lýðræðisríkjum eru einstaklingarnir leiddir áfram í krafti meirihluta samfélagsins af ríkisstjórnum. Þær eru fulltrúar valdsins sem við framseljum í þeirra hendur og þeim ber að starfa og koma fram í okkar nafni sem ein heild. Fulltrúahlutverk ríkisstjórna er bersýnilegt á alþjóðlegum vettvangi og þar gefst jafnvel ríkisstjórnum smáríkja tækifæri til þess að vera Rosa Parks alþjóðasamfélagsins. Tækifæri til þess að „rjúfa seið kyrrstöðunnar“ og standa með lítilmagnanum. Tækifæri til þess að setjast fremst í vagninn og taka stöðu gegn valdinu en með mannréttindum. Að setja slíkt fordæmi getur verið erfitt en það gerir öðrum kleift að fylgja í fótsporin og sagan kennir okkur að það mun allt verða þess virði. Skotárás Ísraelshers á mótmælendur á landamærum Ísraels og Gaza fyrr í vikunni var smánarleg valdbeiting og í raun ekkert annað en fjöldamorð. Hátt í sextíu manns féllu í valinn og á þriðja þúsund særðust og þar af fjölmargir alvarlega. Það er óþarfi að tíunda tilkomu þessara voðaverka sem eru framin í skjóli Bandaríkjanna og forseta þeirra, Donalds Trump. Það er hins vegar ástæða til þess að velta því fyrir sér hversu mikilvægt það er ríkisstjórn Íslands að fá að sitja með í vagninum hjá Bandaríkjastjórn. Hvort það breyti engu hversu mörg mannslíf og þar af einnig barnslíf Ísraelsher tekur. Það virðist ekki vera. Það sem skiptir ríkisstjórn Íslands máli er að fá að sitja aftast í vagninum sem Trump stýrir á fullri ferð alveg óháð því hver fyrir verður og hún ætlar svo sannarlega ekki að láta henda sér út. Ríkisstjórn Íslands ætlar ekki að skera sig úr og vera Rosa Parks í þessu máli heldur situr bara hnípin og þögul þarna aftast í vagninum og hugar að hagsmunum þjóðarinnar. Krónum og aurum okkar Íslendinga frekar en lífi og dauða Palestínumanna. Fordæming stjórnar þingflokks VG breytir litlu þar um því formaður flokksins er sitjandi forsætisráðherra. Leiðtogi ríkisstjórnarinnar sem íslenska þjóðin framseldi vald sitt fer þá leið að láta bakland sitt taka afstöðu en sitja áfram í þögn í vagninum hjá Donald Trump. Sú staða er vonandi ekki komin til að vera því ef við viljum bæta heiminn þurfum við öll að þora að vera Rosa Parks. Þora að taka afstöðu með friði gegn stríði og lífi gegn morðum. Alltaf og án undantekninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Halldór 15.3.2025 Halldór Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Sjá meira
Skerðu þig úr. Einhver þarf að gera það. Það er auðvelt að vera sporgöngumaður. Það getur verið skrýtið að gera og segja það sem er öðruvísi. En án þeirra óþæginda er frelsið ekki mögulegt. Mundu eftir Rosu Parks. Á því augnabliki sem þú setur fordæmi er búið að rjúfa seið kyrrstöðunnar og annað fólk getur fylgt í fótspor þín.“ Þessi orð úr bókinni Um harðstjórn eftir Timothy Snyder, prófessor í sagnfræði við Yale-háskóla, eiga erindi til okkar allra á öllum tímum. Í þeim er fólgin hvatning til þess að taka sjálfstæðar ákvarðanir með því sem er rétt fremur en hentugt og við getum tekið þetta til okkar sem einstaklingar og samfélög. Í lýðræðisríkjum eru einstaklingarnir leiddir áfram í krafti meirihluta samfélagsins af ríkisstjórnum. Þær eru fulltrúar valdsins sem við framseljum í þeirra hendur og þeim ber að starfa og koma fram í okkar nafni sem ein heild. Fulltrúahlutverk ríkisstjórna er bersýnilegt á alþjóðlegum vettvangi og þar gefst jafnvel ríkisstjórnum smáríkja tækifæri til þess að vera Rosa Parks alþjóðasamfélagsins. Tækifæri til þess að „rjúfa seið kyrrstöðunnar“ og standa með lítilmagnanum. Tækifæri til þess að setjast fremst í vagninn og taka stöðu gegn valdinu en með mannréttindum. Að setja slíkt fordæmi getur verið erfitt en það gerir öðrum kleift að fylgja í fótsporin og sagan kennir okkur að það mun allt verða þess virði. Skotárás Ísraelshers á mótmælendur á landamærum Ísraels og Gaza fyrr í vikunni var smánarleg valdbeiting og í raun ekkert annað en fjöldamorð. Hátt í sextíu manns féllu í valinn og á þriðja þúsund særðust og þar af fjölmargir alvarlega. Það er óþarfi að tíunda tilkomu þessara voðaverka sem eru framin í skjóli Bandaríkjanna og forseta þeirra, Donalds Trump. Það er hins vegar ástæða til þess að velta því fyrir sér hversu mikilvægt það er ríkisstjórn Íslands að fá að sitja með í vagninum hjá Bandaríkjastjórn. Hvort það breyti engu hversu mörg mannslíf og þar af einnig barnslíf Ísraelsher tekur. Það virðist ekki vera. Það sem skiptir ríkisstjórn Íslands máli er að fá að sitja aftast í vagninum sem Trump stýrir á fullri ferð alveg óháð því hver fyrir verður og hún ætlar svo sannarlega ekki að láta henda sér út. Ríkisstjórn Íslands ætlar ekki að skera sig úr og vera Rosa Parks í þessu máli heldur situr bara hnípin og þögul þarna aftast í vagninum og hugar að hagsmunum þjóðarinnar. Krónum og aurum okkar Íslendinga frekar en lífi og dauða Palestínumanna. Fordæming stjórnar þingflokks VG breytir litlu þar um því formaður flokksins er sitjandi forsætisráðherra. Leiðtogi ríkisstjórnarinnar sem íslenska þjóðin framseldi vald sitt fer þá leið að láta bakland sitt taka afstöðu en sitja áfram í þögn í vagninum hjá Donald Trump. Sú staða er vonandi ekki komin til að vera því ef við viljum bæta heiminn þurfum við öll að þora að vera Rosa Parks. Þora að taka afstöðu með friði gegn stríði og lífi gegn morðum. Alltaf og án undantekninga.
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun