Hvar eru milljarðarnir? Hildur Björnsdóttir skrifar 16. maí 2018 07:00 Borgarstjóri sparar ekki yfirlýsingar um ársreikning Reykjavíkurborgar. Hann slær vísvitandi ryki í augu borgarbúa. Borgarstjóri fullyrti að 5 milljarða hagnaður hefði orðið af venjubundnum rekstri borgarinnar. Þær niðurstöður fást þó eingöngu vegna 8 milljarða byggingaréttar- og eignasölu sem telst til einskiptisliða – tekjur sem ekki koma aftur. Eðlilegur uppsláttur hefði verið „Tap af hefðbundnum rekstri borgarinnar“ með tilliti til eignasölu, en slíkt gengur vissulega ekki á kosningaári. Í tilkynningu borgarstjóra kom fram að skuldir ?samstæðunnar“ hefðu farið lækkandi. Hér þvælir borgarstjóri umræðuna. Hann tekur nefnilega skuldir Orkuveitunnar með í reikninginn. Það hentar svo afskaplega vel. Eftir aðhald fyrri ára siglir Orkuveitan nú þöndum seglum á ný. Starfsmönnum hefur fjölgað um tæp 20% á kjörtímabilinu og meðallaun eru með því hæsta sem gerist. Skuldir Orkuveitunnar hafa að stórum hluta lækkað vegna styrkingar krónu. Borgarstjóri slær sig til riddara án innistæðu. Dagur B. Eggertsson getur tæpast eignað sjálfum sér heiður af styrkingu krónu. Dagur og félagar nota kennitölur frjálslega og eftir hentisemi. Slíkt er ekki einungis óábyrgt heldur til þess fallið að leyna raunverulegri stöðu borgarsjóðs fyrir borgarbúum.Skuldasöfnun í tekjugóðæri Árið 2017 höfðu tekjur borgarinnar hækkað að raunvirði um tæp 32% frá árinu 2014. Á sama tíma hafa skuldir borgarsjóðs aukist um ríflega 45%. Með öðrum orðum: núverandi borgarstjórnarmeirihluti hefur ekki látið sér nægja tæplega 30 milljarða tekjuaukningu, heldur aukið við skuldsetninguna sem nemur 30 milljörðum til viðbótar. Ekki er gott að segja hvert fjármunirnir fóru. Varla er það grunnþjónustan. Ekki eru það samgöngulausnir, leikskólar, grunnskólar eða löngu tímabært átak í hreinlætismálum borgarinnar. Ekki eru það lausnir í húsnæðismálum. Allt endurspeglast þetta í niðurstöðum þjónustukannana – lífsgæði mælast verst í Reykjavík. Núverandi meirihluti hefur haft úr fordæmalausum fjármunum að spila, en niðurstaðan er neyðarleg. Hvað varð eiginlega um þessa sextíu milljarða? Hefði þeim ekki verið betur varið í vösum borgarbúa? Fjárhæðin samsvarar 1,2 milljónum fyrir hvert heimili borgarinnar.Glötuð tækifæri Aukið svigrúm til niðurgreiðslu skulda hefur ekki verið nýtt. Þetta kom fram í nýrri úttekt Samtaka atvinnulífsins. Samtökin benda enn fremur á að lukkan geti snúist skyndilega. Stjórnmálamenn geti ekki gengið að því vísu að tekjur vaxi áfram með sama hraða. Dagur og samstarfsfólk hans ættu að leggja við hlustir. Hver er fjárhagsstefna núverandi meirihluta? Reykjavíkurborg innheimtir hæsta lögleyfða útsvar þrátt fyrir fordæmalausa tekjuaukningu. Orkuveitunni er ætlað að greiða arð í vasa stjórnmálamannanna í stað þess að skila umframfé til borgarbúa með lækkun þjónustugjalda. Útlit er fyrir áframhaldandi skuldasöfnun borgarsjóðs – það gefa uppblásin kosningaloforð meirihlutans til kynna. Loforð sem engin leið er að efna á næsta kjörtímabili. Forgangsröðun og ábyrg fjármálastjórn Í dag starfa 12% vinnandi borgarbúa hjá Reykjavíkurborg. Það er 20% hærra hlutfall en hjá Kópavogi. Báknið er uppblásið og yfirbyggingin stór. Afgreiðsla erinda flókin og boðleiðir langar. Borgarkerfið flækist fyrir sjálfu sér. Forgangsröðun er allt sem þarf. Við stöndum fyrir ábyrga fjármálastjórn og áherslu á grunnþjónustu. Við höfnum óábyrgum loforðum sem verða ekki fjármögnuð án frekari skuldabyrðar á herðum næstu kynslóða. Öllu fjárhagslegu svigrúmi skal skilað aftur til borgarbúa. Minnkum yfirbygginguna – minnkum báknið. Greiðum niður skuldir. Lækkum álögur og þjónustugjöld. Gerum betur fyrir borgarbúa.Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Borgarstjóri sparar ekki yfirlýsingar um ársreikning Reykjavíkurborgar. Hann slær vísvitandi ryki í augu borgarbúa. Borgarstjóri fullyrti að 5 milljarða hagnaður hefði orðið af venjubundnum rekstri borgarinnar. Þær niðurstöður fást þó eingöngu vegna 8 milljarða byggingaréttar- og eignasölu sem telst til einskiptisliða – tekjur sem ekki koma aftur. Eðlilegur uppsláttur hefði verið „Tap af hefðbundnum rekstri borgarinnar“ með tilliti til eignasölu, en slíkt gengur vissulega ekki á kosningaári. Í tilkynningu borgarstjóra kom fram að skuldir ?samstæðunnar“ hefðu farið lækkandi. Hér þvælir borgarstjóri umræðuna. Hann tekur nefnilega skuldir Orkuveitunnar með í reikninginn. Það hentar svo afskaplega vel. Eftir aðhald fyrri ára siglir Orkuveitan nú þöndum seglum á ný. Starfsmönnum hefur fjölgað um tæp 20% á kjörtímabilinu og meðallaun eru með því hæsta sem gerist. Skuldir Orkuveitunnar hafa að stórum hluta lækkað vegna styrkingar krónu. Borgarstjóri slær sig til riddara án innistæðu. Dagur B. Eggertsson getur tæpast eignað sjálfum sér heiður af styrkingu krónu. Dagur og félagar nota kennitölur frjálslega og eftir hentisemi. Slíkt er ekki einungis óábyrgt heldur til þess fallið að leyna raunverulegri stöðu borgarsjóðs fyrir borgarbúum.Skuldasöfnun í tekjugóðæri Árið 2017 höfðu tekjur borgarinnar hækkað að raunvirði um tæp 32% frá árinu 2014. Á sama tíma hafa skuldir borgarsjóðs aukist um ríflega 45%. Með öðrum orðum: núverandi borgarstjórnarmeirihluti hefur ekki látið sér nægja tæplega 30 milljarða tekjuaukningu, heldur aukið við skuldsetninguna sem nemur 30 milljörðum til viðbótar. Ekki er gott að segja hvert fjármunirnir fóru. Varla er það grunnþjónustan. Ekki eru það samgöngulausnir, leikskólar, grunnskólar eða löngu tímabært átak í hreinlætismálum borgarinnar. Ekki eru það lausnir í húsnæðismálum. Allt endurspeglast þetta í niðurstöðum þjónustukannana – lífsgæði mælast verst í Reykjavík. Núverandi meirihluti hefur haft úr fordæmalausum fjármunum að spila, en niðurstaðan er neyðarleg. Hvað varð eiginlega um þessa sextíu milljarða? Hefði þeim ekki verið betur varið í vösum borgarbúa? Fjárhæðin samsvarar 1,2 milljónum fyrir hvert heimili borgarinnar.Glötuð tækifæri Aukið svigrúm til niðurgreiðslu skulda hefur ekki verið nýtt. Þetta kom fram í nýrri úttekt Samtaka atvinnulífsins. Samtökin benda enn fremur á að lukkan geti snúist skyndilega. Stjórnmálamenn geti ekki gengið að því vísu að tekjur vaxi áfram með sama hraða. Dagur og samstarfsfólk hans ættu að leggja við hlustir. Hver er fjárhagsstefna núverandi meirihluta? Reykjavíkurborg innheimtir hæsta lögleyfða útsvar þrátt fyrir fordæmalausa tekjuaukningu. Orkuveitunni er ætlað að greiða arð í vasa stjórnmálamannanna í stað þess að skila umframfé til borgarbúa með lækkun þjónustugjalda. Útlit er fyrir áframhaldandi skuldasöfnun borgarsjóðs – það gefa uppblásin kosningaloforð meirihlutans til kynna. Loforð sem engin leið er að efna á næsta kjörtímabili. Forgangsröðun og ábyrg fjármálastjórn Í dag starfa 12% vinnandi borgarbúa hjá Reykjavíkurborg. Það er 20% hærra hlutfall en hjá Kópavogi. Báknið er uppblásið og yfirbyggingin stór. Afgreiðsla erinda flókin og boðleiðir langar. Borgarkerfið flækist fyrir sjálfu sér. Forgangsröðun er allt sem þarf. Við stöndum fyrir ábyrga fjármálastjórn og áherslu á grunnþjónustu. Við höfnum óábyrgum loforðum sem verða ekki fjármögnuð án frekari skuldabyrðar á herðum næstu kynslóða. Öllu fjárhagslegu svigrúmi skal skilað aftur til borgarbúa. Minnkum yfirbygginguna – minnkum báknið. Greiðum niður skuldir. Lækkum álögur og þjónustugjöld. Gerum betur fyrir borgarbúa.Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun