Þegar brestur og brotnar - verður úr að bæta Edith Alvarsdóttir skrifar 15. maí 2018 09:56 Borgin okkar - Reykjavík býður fram kraftmikla reynslu, áræðni og þor í komandi borgarstjórnarkosningum, vegna þess sem Reykvíkingar finna, þegar á þeim er brotið: - Í heilbrigðiskerfi þar sem fólk bíður úrlausnar, er geymt, gleymt eða er vannært. Aldraðir eru þeir sem hafa byggt samfélagið upp með blóði, svita og tárum. Þeirra verðlaun eiga að vera virðing, umönnun og þakklæti. Er reyndin sú? Við heyrum um að aldraðir séu vannærðir, afskiptir, gleymdir á biðlistum, jafnvel fluttir hreppaflutningum milli landshluta eins og niðursetningar. Þegar kemur að málefnum aldraðra er yfirleitt rætt um hversu dýrt kerfið sé. Þessir einstaklingar hafa greitt skatta og skyldur allt sitt líf. Mikill skortur er á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða, biðlistarnir lengjast og biðtíminn einnig. Sérhver skattgreiðandi greiðir 11 þúsund á ári í framkvæmdasjóð aldraðra, þetta eru rúmir tveir milljarðar á ári. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um land allt. Féð úr honum skal varið til byggingar stofnana fyrir aldraða. Hvers vegna er þá ástandið í öldrunarmálum eins og það er? Hvert fara þessir fjármunir sem eru eyrnamerktir í þágu aldraðra? Hefur Reykjavíkurborg ekkert samráð? Eitt af því sem lítið hefur verið hugað að og má vart ræða, er hversu margir starfsmenn á öldurnar- eða hjúkrunarheimilum eru af erlendu bergi brotnir. Þetta er að öllu jöfnu réttlætt með þeim orðum að það fáist ekki íslenskt starfsfólk, því það vilji ekki vinna þessi störf eða launin séu svo lág. Ekki hefur þó mikið verið rætt um að gera kröfur eða hækka launin. Hvað þá hvort það sé eldri borgurum samboðið að inn á heimilum þeirra sé starfsfólk sem það skilur ekki eða öfugt. Hvers vegna er ekki gerð krafa um að þeir sem starfi við umönnun tali íslensku? Hvers vegna er ekki öllum umönnunaraðilum boðið upp á íslenskunám í vinnutímanum?Höfundur skipar 2. sætið á framboðslista Borgin okkar Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Borgin okkar - Reykjavík býður fram kraftmikla reynslu, áræðni og þor í komandi borgarstjórnarkosningum, vegna þess sem Reykvíkingar finna, þegar á þeim er brotið: - Í heilbrigðiskerfi þar sem fólk bíður úrlausnar, er geymt, gleymt eða er vannært. Aldraðir eru þeir sem hafa byggt samfélagið upp með blóði, svita og tárum. Þeirra verðlaun eiga að vera virðing, umönnun og þakklæti. Er reyndin sú? Við heyrum um að aldraðir séu vannærðir, afskiptir, gleymdir á biðlistum, jafnvel fluttir hreppaflutningum milli landshluta eins og niðursetningar. Þegar kemur að málefnum aldraðra er yfirleitt rætt um hversu dýrt kerfið sé. Þessir einstaklingar hafa greitt skatta og skyldur allt sitt líf. Mikill skortur er á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða, biðlistarnir lengjast og biðtíminn einnig. Sérhver skattgreiðandi greiðir 11 þúsund á ári í framkvæmdasjóð aldraðra, þetta eru rúmir tveir milljarðar á ári. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um land allt. Féð úr honum skal varið til byggingar stofnana fyrir aldraða. Hvers vegna er þá ástandið í öldrunarmálum eins og það er? Hvert fara þessir fjármunir sem eru eyrnamerktir í þágu aldraðra? Hefur Reykjavíkurborg ekkert samráð? Eitt af því sem lítið hefur verið hugað að og má vart ræða, er hversu margir starfsmenn á öldurnar- eða hjúkrunarheimilum eru af erlendu bergi brotnir. Þetta er að öllu jöfnu réttlætt með þeim orðum að það fáist ekki íslenskt starfsfólk, því það vilji ekki vinna þessi störf eða launin séu svo lág. Ekki hefur þó mikið verið rætt um að gera kröfur eða hækka launin. Hvað þá hvort það sé eldri borgurum samboðið að inn á heimilum þeirra sé starfsfólk sem það skilur ekki eða öfugt. Hvers vegna er ekki gerð krafa um að þeir sem starfi við umönnun tali íslensku? Hvers vegna er ekki öllum umönnunaraðilum boðið upp á íslenskunám í vinnutímanum?Höfundur skipar 2. sætið á framboðslista Borgin okkar Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar