Náttúra eða gerviveröld í Elliðaárdal Elsa Dóra Grétarsdóttir skrifar 15. maí 2018 09:45 Elliðaárdalurinn er einhver mesta náttúruparadís sem finnst í Reykjavík. Í miðri höfuðborg landsins renna veiðimenn fyrir laxi, umluktir kanínum sem hlaupa frjálsar um skóglendi. Það er varla orðum ofaukið að segja að um sé að ræða náttúrugersemi sem á sér enga hliðstæðu í veröldinni. En þessi einstaki dalur okkar Reykvíkinga á nú í vök að verjast sökum þess að borgarstjórn hefur gefið grænt ljós á uppbyggingu stærðarinnar glerhýsis, 13 metrar á hæð og yfir 3.800 fermetrar að flatarmáli, í miðjum dalnum. Þessi gríðarstóra bygging verður svo umlukin 8.700 fermetra lóð þar sem meðal annars verða um það bil 50 bílastæði. Glerhýsið sem um ræðir ber heitið BioDome og mun hýsa einskonar gróðurhvelfingu. Stærð byggingarinnar gerir það að verkum að hún verður stórt og alvarlegt lýti á þessari mikilfenglegu náttúruparadís, þá mun hún jafnframt skerða útsýni íbúa í Stekkjunum og takmarka lífsgæði þeirra sem og allra borgarbúa. Jafnframt liggur það í augum uppi að talsverð ljósmengun mun verða af svo stórri glerbyggingu. Þá kom fram á nýlegum fundi sem haldinn var á vegum Hollvinasamtaka Elliliðaárdalsins um verndun Elliðaárdalsins að til að verkefnið standi undir kostnaði þurfi um það bil 800 – 1000 manns að kaupa aðgangseyri að hvelfingunni á hverjum einasta degi, þ.e. miðað við að aðgangseyrinn sé ígildi sirka tveggja bíómiða. Ekki verður í fljótu bragði séð hvernig slík fjárhagsáætlun á að ganga upp. Samkvæmt aðstandendum verkefnisins, á byggingin að skapa vistvænt og nærandi umhverfi. Þó svo að vissulega sé þörf fyrir uppbyggingu vistvæns og nærandi umhverfis í Reykjavík þá er með öllu óskiljanlegt hvernig nokkrum manni dettur í hug að skapa slíkt umhverfi með því að rífa niður náttúruparadís og byggja gerviveröld í staðinn. En, eins og Joni Mitchell söng um árið, þá virðist það einhvern veginn alltaf vera þannig sumir vita ekki hvað þeir eiga fyrr en það er horfið.Elsa Dóra Grétarsdóttir.Höfundur er íbúi í Stekkjunum og áhugamaður um verndun Elliðaárdals. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Elliðaárdalurinn er einhver mesta náttúruparadís sem finnst í Reykjavík. Í miðri höfuðborg landsins renna veiðimenn fyrir laxi, umluktir kanínum sem hlaupa frjálsar um skóglendi. Það er varla orðum ofaukið að segja að um sé að ræða náttúrugersemi sem á sér enga hliðstæðu í veröldinni. En þessi einstaki dalur okkar Reykvíkinga á nú í vök að verjast sökum þess að borgarstjórn hefur gefið grænt ljós á uppbyggingu stærðarinnar glerhýsis, 13 metrar á hæð og yfir 3.800 fermetrar að flatarmáli, í miðjum dalnum. Þessi gríðarstóra bygging verður svo umlukin 8.700 fermetra lóð þar sem meðal annars verða um það bil 50 bílastæði. Glerhýsið sem um ræðir ber heitið BioDome og mun hýsa einskonar gróðurhvelfingu. Stærð byggingarinnar gerir það að verkum að hún verður stórt og alvarlegt lýti á þessari mikilfenglegu náttúruparadís, þá mun hún jafnframt skerða útsýni íbúa í Stekkjunum og takmarka lífsgæði þeirra sem og allra borgarbúa. Jafnframt liggur það í augum uppi að talsverð ljósmengun mun verða af svo stórri glerbyggingu. Þá kom fram á nýlegum fundi sem haldinn var á vegum Hollvinasamtaka Elliliðaárdalsins um verndun Elliðaárdalsins að til að verkefnið standi undir kostnaði þurfi um það bil 800 – 1000 manns að kaupa aðgangseyri að hvelfingunni á hverjum einasta degi, þ.e. miðað við að aðgangseyrinn sé ígildi sirka tveggja bíómiða. Ekki verður í fljótu bragði séð hvernig slík fjárhagsáætlun á að ganga upp. Samkvæmt aðstandendum verkefnisins, á byggingin að skapa vistvænt og nærandi umhverfi. Þó svo að vissulega sé þörf fyrir uppbyggingu vistvæns og nærandi umhverfis í Reykjavík þá er með öllu óskiljanlegt hvernig nokkrum manni dettur í hug að skapa slíkt umhverfi með því að rífa niður náttúruparadís og byggja gerviveröld í staðinn. En, eins og Joni Mitchell söng um árið, þá virðist það einhvern veginn alltaf vera þannig sumir vita ekki hvað þeir eiga fyrr en það er horfið.Elsa Dóra Grétarsdóttir.Höfundur er íbúi í Stekkjunum og áhugamaður um verndun Elliðaárdals.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun