Björguðu flugmanni sem sogaðist út úr vélinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2018 06:41 Tækjabúnaður vélarinnar skaddaðist mikið en aðstoðarflugmaðurinn slapp með skrámur. Weibo Flugvél á vegum kínverska flugfélagsins Sichuan Airlines þurfti að nauðlenda í gær eftir að aðstoðarflugmaður „sogaðist“ nánast allur út úr vélinni. Haft er eftir flugmanni vélarinnar í þarlendum miðlum að rúða flugstjórnarklefans hafi brotnað þegar vélin var í 32 þúsund feta hæð. Flugmaðurinn Liu Chuanjian, sem hrósað hefur verið fyrir mikla hetjudáð, segir að skömmu áður en rúðan gaf sig hafi heyrst ærandi hljóð í flugstjórnarklefanum. Loftþrýstingur og hitastig klefans hafi lækkað hratt og áður en hann vissi af var rúðan á bak og burt. „Það voru engin varúðarmerki. Rúðan brotnaði allt í einu með háum hvelli. Áður en ég veit af er aðstoðarflugmaðurinn kominn hálfur út úr vélinni,“ segir Liu. „Allt í flugstjórnarklefanum var í lausu lofti. Nánast allur búnaðurinn lét ekki að stjórn, ég heyrði ekki í talstöðinni. Vélin hristist svo mikið að ég gat ekki einu sinni lesið á mælana.“ Áhafnarmeðlimum tókst að draga aðstoðarflugmanninn, sem sagður er hafa verið í sætisbelti, aftur inn í vélina. Hann slapp með minniháttarmeiðsl, rétt eins og flugþjónn sem aðstoðaði við björgunina. Yfirflugmanninum tókst að lenda vélinni stórslysalaust og allir 119 farþegarnir sluppu ómeiddir. Málið er nú til rannsóknar af kínverskum flugstjórnaryfirvöldum. Þó svo að það þekkist að fugla eða eldingar hafi eyðilagt rúður í flugstjórnarklefum telst það sjaldgæft að rúðurnar losni af í heilu lagi eins og gerðist í þessu tilfelli. Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Flugvél á vegum kínverska flugfélagsins Sichuan Airlines þurfti að nauðlenda í gær eftir að aðstoðarflugmaður „sogaðist“ nánast allur út úr vélinni. Haft er eftir flugmanni vélarinnar í þarlendum miðlum að rúða flugstjórnarklefans hafi brotnað þegar vélin var í 32 þúsund feta hæð. Flugmaðurinn Liu Chuanjian, sem hrósað hefur verið fyrir mikla hetjudáð, segir að skömmu áður en rúðan gaf sig hafi heyrst ærandi hljóð í flugstjórnarklefanum. Loftþrýstingur og hitastig klefans hafi lækkað hratt og áður en hann vissi af var rúðan á bak og burt. „Það voru engin varúðarmerki. Rúðan brotnaði allt í einu með háum hvelli. Áður en ég veit af er aðstoðarflugmaðurinn kominn hálfur út úr vélinni,“ segir Liu. „Allt í flugstjórnarklefanum var í lausu lofti. Nánast allur búnaðurinn lét ekki að stjórn, ég heyrði ekki í talstöðinni. Vélin hristist svo mikið að ég gat ekki einu sinni lesið á mælana.“ Áhafnarmeðlimum tókst að draga aðstoðarflugmanninn, sem sagður er hafa verið í sætisbelti, aftur inn í vélina. Hann slapp með minniháttarmeiðsl, rétt eins og flugþjónn sem aðstoðaði við björgunina. Yfirflugmanninum tókst að lenda vélinni stórslysalaust og allir 119 farþegarnir sluppu ómeiddir. Málið er nú til rannsóknar af kínverskum flugstjórnaryfirvöldum. Þó svo að það þekkist að fugla eða eldingar hafi eyðilagt rúður í flugstjórnarklefum telst það sjaldgæft að rúðurnar losni af í heilu lagi eins og gerðist í þessu tilfelli.
Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira