Kalla eftir úttekt á loftgæðum innilaugar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. maí 2018 08:00 Herdís Anna Þorvaldsdóttir segir sundfólk finna fyrir óþægindum í innilaug Laugardalslaugar og vill láta kanna loftgæðin. Vísir/Andri Sjálfstæðismenn í íþrótta- og tómstundaráði vilja að gerð verði óháð úttekt á loftgæðum í innilaug Laugardalslaugar vegna „ítrekaðra tilfella astma- og lungnasjúkdóma“ meðal iðkenda. Forstöðumaður segir mælingar koma vel út. „Ég er í stjórn sunddeildar Fjölnis og dóttir mín er að æfa sund og fær alltaf astma þegar hún fer í innilaugina í Laugardal. Þannig að ég hef persónulega reynslu af þessu og þegar ég fór að tjá mig um þetta í stjórninni og við þjálfarana þá voru fleiri sem þekktu þetta,“ segir varaborgarfulltrúinn Herdís Anna Þorvaldsdóttir sem lagði fram tillöguna. Hún segir tillöguna fela í sér að láta skoða loftgæðin, ekki bara út frá klór, heldur líka hvort sveppur eða mygla þrífist hugsanlega í húsnæðinu sem útskýrt gæti óþægindin sem iðkendur finni fyrir.Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Fréttablaðið/Eyþór„Það er þekkt meðal sundiðkenda í innilaugum að þegar þú andar að þér loftinu rétt fyrir ofan vatnsyfirborðið ert þú að anda að þér klór. Það er eðlilegt. Spurningin er, af því að þetta er mismikið eftir innilaugum, hvort það séu nógu góð loftskipti þarna eða hvort það sé eitthvað annað að trufla líka.“ Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, kveðst ekki kannast við að innilaug Laugardalslaugar sé verri en aðrar hvað þetta varðar, raunar þvert á móti. Árlegar loftgæðamælingar, á svokölluðu trihalomethane, sýni að Laugardalslaug komi vel út. Logi kveðst hafa mætt á fund ráðsins á föstudaginn með nýjar mælingar rannsóknarstofu í lífefnafræði við Háskóla Íslands. „Ef við útskýrum þetta í einingum trihalomethane, þá leyfir ESB 50 einingar per lítra, Danmörk miðar við 25 og innilaugin í Laugardal hefur frá árinu 2007 aldrei farið yfir sjö. Ég þekki því ekki að loftgæðin í innilauginni séu eitthvað slæm. Og ef loftræstingin eða annað væri slæmt væri ekki svona lágt THM-gildi í loftinu. Þetta er atriði sem verður að passa vel í innilaugum en það hefur oft verið talað í gegnum árin um lélega loftræstingu og hita, laugin er auðvitað gler á alla kanta og þegar mikið af fólki er þar komið saman þá er heitt þarna. En allar mælingar sem við höfum, sýna að allt sé í lagi.“ Logi segir að annað sem hafi hjálpað frá árinu 2007 við að halda loftgæðum jafn góðum og raun ber vitni er að þá fóru þau að framleiða eigin klór sem hafi aukið gæði baðvatnsins mjög. Þau hafi verið í um 18-19 einingum fyrir það en sem fyrr segir aldrei farið yfir sjö síðan. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Sjálfstæðismenn í íþrótta- og tómstundaráði vilja að gerð verði óháð úttekt á loftgæðum í innilaug Laugardalslaugar vegna „ítrekaðra tilfella astma- og lungnasjúkdóma“ meðal iðkenda. Forstöðumaður segir mælingar koma vel út. „Ég er í stjórn sunddeildar Fjölnis og dóttir mín er að æfa sund og fær alltaf astma þegar hún fer í innilaugina í Laugardal. Þannig að ég hef persónulega reynslu af þessu og þegar ég fór að tjá mig um þetta í stjórninni og við þjálfarana þá voru fleiri sem þekktu þetta,“ segir varaborgarfulltrúinn Herdís Anna Þorvaldsdóttir sem lagði fram tillöguna. Hún segir tillöguna fela í sér að láta skoða loftgæðin, ekki bara út frá klór, heldur líka hvort sveppur eða mygla þrífist hugsanlega í húsnæðinu sem útskýrt gæti óþægindin sem iðkendur finni fyrir.Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Fréttablaðið/Eyþór„Það er þekkt meðal sundiðkenda í innilaugum að þegar þú andar að þér loftinu rétt fyrir ofan vatnsyfirborðið ert þú að anda að þér klór. Það er eðlilegt. Spurningin er, af því að þetta er mismikið eftir innilaugum, hvort það séu nógu góð loftskipti þarna eða hvort það sé eitthvað annað að trufla líka.“ Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, kveðst ekki kannast við að innilaug Laugardalslaugar sé verri en aðrar hvað þetta varðar, raunar þvert á móti. Árlegar loftgæðamælingar, á svokölluðu trihalomethane, sýni að Laugardalslaug komi vel út. Logi kveðst hafa mætt á fund ráðsins á föstudaginn með nýjar mælingar rannsóknarstofu í lífefnafræði við Háskóla Íslands. „Ef við útskýrum þetta í einingum trihalomethane, þá leyfir ESB 50 einingar per lítra, Danmörk miðar við 25 og innilaugin í Laugardal hefur frá árinu 2007 aldrei farið yfir sjö. Ég þekki því ekki að loftgæðin í innilauginni séu eitthvað slæm. Og ef loftræstingin eða annað væri slæmt væri ekki svona lágt THM-gildi í loftinu. Þetta er atriði sem verður að passa vel í innilaugum en það hefur oft verið talað í gegnum árin um lélega loftræstingu og hita, laugin er auðvitað gler á alla kanta og þegar mikið af fólki er þar komið saman þá er heitt þarna. En allar mælingar sem við höfum, sýna að allt sé í lagi.“ Logi segir að annað sem hafi hjálpað frá árinu 2007 við að halda loftgæðum jafn góðum og raun ber vitni er að þá fóru þau að framleiða eigin klór sem hafi aukið gæði baðvatnsins mjög. Þau hafi verið í um 18-19 einingum fyrir það en sem fyrr segir aldrei farið yfir sjö síðan.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira