Rússnesk „tröll“ ýttu undir kynþáttaólgu í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2018 17:15 Oft á tíðum keyptu starfsmenn Tröllaverksmiðjunnar tvær auglýsingar um sömu málefnin. Vísir/AFP Rússneska „Tröllaverksmiðjan“ svokallaða, eða Internet Research Agency, keypti rúmlega 3,500 auglýsingar á Facebook í aðdraganda og kjölfar forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Stærstum hluta þessa auglýsinga var ætlað að ýta undir kynþáttaólgu í Bandaríkjunum. Flestar auglýsingarnar snerust um mjög umdeild málefni. Nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál birti fyrir helgi gögn sem fengin voru frá Facebook sem sýndu meðal annars allar auglýsingarnar 3.517, hvaða samfélagshópum þær voru sniðnar að, hve mikið þær kostuðu og hve oft þær voru skoðaðar.Blaðamenn USA Today fóru yfir hverja einustu auglýsingu og flokkuðu þær. Niðurstöður þeirra voru að um 1.950 auglýsingar sneru að kynþáttaólgu og voru þær skoðaðar alls 25 milljón sinnum. Minnst fjórðungur umræddra auglýsinga fjallaði um glæpi og löggæslu, oft með tilvísunum í áðurnefnda kynþáttaólgu. Oft á tíðum keyptu starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ tvær auglýsingar um sömu málefnin. Þær voru svo sniðnar að sitt hvorum fylkingum málefna til að auka deilur þar á milli. Birtingu slíkra auglýsinga var haldið áfram eftir að Donald Trump var kosinn forseti. Einungis um hundrað auglýsingar minntust með berum orðum á stuðning við framboð Donald Trump eða andstöðu við Hillary Clinton.Internet Research Agency komst síðast í hámæli í febrúar þegar Robert Mueller, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, ákærði þrettán manns sem starfa þar og þrjú fyrirtæki fyrir afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Vinsælasta auglýsing IRA sneri að stuðningi við lögregluþjóna í Bandaríkjunum. Hana sáu 1,3 milljónir manna og smelltu 73 þúsund manns á hana. IRA greiddi 1.785 dali fyrir hana og var hún sniðin að 20 til 65 ára gömlu fólki sem hafði þegar líkað við stuðningssíður lögregluþjóna. Næsta dag keypti Tröllaverksmiðjan auglýsingu sem sýndi tvo þeldökka bræður í handjárnum með texta um að þeir hefðu verið handteknir fyrir að vera svartir. Sú auglýsing var sniðin að fólki sem hafði líkað við síður um martin Luther King Jr., Malcom X og sögu þeldökkra. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Rússneska „Tröllaverksmiðjan“ svokallaða, eða Internet Research Agency, keypti rúmlega 3,500 auglýsingar á Facebook í aðdraganda og kjölfar forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Stærstum hluta þessa auglýsinga var ætlað að ýta undir kynþáttaólgu í Bandaríkjunum. Flestar auglýsingarnar snerust um mjög umdeild málefni. Nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál birti fyrir helgi gögn sem fengin voru frá Facebook sem sýndu meðal annars allar auglýsingarnar 3.517, hvaða samfélagshópum þær voru sniðnar að, hve mikið þær kostuðu og hve oft þær voru skoðaðar.Blaðamenn USA Today fóru yfir hverja einustu auglýsingu og flokkuðu þær. Niðurstöður þeirra voru að um 1.950 auglýsingar sneru að kynþáttaólgu og voru þær skoðaðar alls 25 milljón sinnum. Minnst fjórðungur umræddra auglýsinga fjallaði um glæpi og löggæslu, oft með tilvísunum í áðurnefnda kynþáttaólgu. Oft á tíðum keyptu starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ tvær auglýsingar um sömu málefnin. Þær voru svo sniðnar að sitt hvorum fylkingum málefna til að auka deilur þar á milli. Birtingu slíkra auglýsinga var haldið áfram eftir að Donald Trump var kosinn forseti. Einungis um hundrað auglýsingar minntust með berum orðum á stuðning við framboð Donald Trump eða andstöðu við Hillary Clinton.Internet Research Agency komst síðast í hámæli í febrúar þegar Robert Mueller, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, ákærði þrettán manns sem starfa þar og þrjú fyrirtæki fyrir afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Vinsælasta auglýsing IRA sneri að stuðningi við lögregluþjóna í Bandaríkjunum. Hana sáu 1,3 milljónir manna og smelltu 73 þúsund manns á hana. IRA greiddi 1.785 dali fyrir hana og var hún sniðin að 20 til 65 ára gömlu fólki sem hafði þegar líkað við stuðningssíður lögregluþjóna. Næsta dag keypti Tröllaverksmiðjan auglýsingu sem sýndi tvo þeldökka bræður í handjárnum með texta um að þeir hefðu verið handteknir fyrir að vera svartir. Sú auglýsing var sniðin að fólki sem hafði líkað við síður um martin Luther King Jr., Malcom X og sögu þeldökkra.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira