Simpson vann örugglega á Players Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. maí 2018 23:01 Simpson sveiflar kyflunni í dag vísir/getty Bandaríkjamaðurinn Webb Simpson sigraði Players mótið í golfi sem kláraðist í nótt. Frábær spilamennska á öðrum hring lagði grunninn að sigrinum. Simpson var með sjö stiga forystu fyrir loka hringinn í dag og það komst enginn nálægt því að ógna honum neitt að ráði. Hann spilaði mjög stöðugt golf í dag, paraði fyrstu sex holurnar áður en hann fékk fugl og skolla á 7. og 8. holu. Hann byrjaði seinni níu holurnar á skolla og fugli og paraði svo næstu fjórar. Fugl á 16. holu kom honum í sex högga forystu með tvær holur eftir og sigurinn nokkuð öruggur. Síðasta holan reyndist honum þó erfið, en boltinn fór í vatn úr upphafshögginu. Hann fékk þar tvöfaldan skolla en hann kom ekki að sök, lauk leik á 18 höggum undir pari með fjögurra högga forystu. Simpson er fyrrum nemandi í Wake Forest háskólanum í Bandaríkjunum, þeim sama og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir gekk í.Huge.@WebbSimpson1 birdies No. 16 to get back to 20-under. Leader by 6. #LiveUnderParpic.twitter.com/aOXJDJX9Rf — PGA TOUR (@PGATOUR) May 13, 2018 Danny Lee, sem var í öðru sæti fyrir síðasta hringinn féll niður í 7. -10. sæti. Hann fór hringinn í dag á pari á meðan allir kylfingarnir í kringum hann fóru á minnsta kosti þrjú högg undir parið. Næstir á eftir Simpson í dag voru landar hans Jimmy Walker og Xander Schauffele ásamt Suður-Afríkumanninum Charl Schwartzel. Þeir voru allir á fjórtán höggum undir pari. Tiger Woods byrjaði hreint út sagt ótrúlega í dag og fékk þrjá fugla í röð á fyrstu fimm holunum og bætti öðrum við á níundu holu og var kominn á 12 högg undir parið eftir níu holur sem skilaði honum í baráttuna um annað sætið, en Simpson var nokkuð öruggur í forystu sinni í dag. Tveir fuglar til viðbótar á 11. og 12. braut settu Woods í frábæra stöðu, 14 högg undir pari með fimm holur eftir. Hann fékk hins vegar skolla á 14. holu og tvöfaldan skolla á þeirri 17. og lauk leik á þremur höggum undir pari í dag og samtals á 11 höggum undir pari. Það skilaði honum í 11.-16. sæti mótsins.Tied for second. -6 thru 12.@TigerWoods is on fire. #LiveUnderParpic.twitter.com/iiqozcfR8a — PGA TOUR (@PGATOUR) May 13, 2018 Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Webb Simpson sigraði Players mótið í golfi sem kláraðist í nótt. Frábær spilamennska á öðrum hring lagði grunninn að sigrinum. Simpson var með sjö stiga forystu fyrir loka hringinn í dag og það komst enginn nálægt því að ógna honum neitt að ráði. Hann spilaði mjög stöðugt golf í dag, paraði fyrstu sex holurnar áður en hann fékk fugl og skolla á 7. og 8. holu. Hann byrjaði seinni níu holurnar á skolla og fugli og paraði svo næstu fjórar. Fugl á 16. holu kom honum í sex högga forystu með tvær holur eftir og sigurinn nokkuð öruggur. Síðasta holan reyndist honum þó erfið, en boltinn fór í vatn úr upphafshögginu. Hann fékk þar tvöfaldan skolla en hann kom ekki að sök, lauk leik á 18 höggum undir pari með fjögurra högga forystu. Simpson er fyrrum nemandi í Wake Forest háskólanum í Bandaríkjunum, þeim sama og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir gekk í.Huge.@WebbSimpson1 birdies No. 16 to get back to 20-under. Leader by 6. #LiveUnderParpic.twitter.com/aOXJDJX9Rf — PGA TOUR (@PGATOUR) May 13, 2018 Danny Lee, sem var í öðru sæti fyrir síðasta hringinn féll niður í 7. -10. sæti. Hann fór hringinn í dag á pari á meðan allir kylfingarnir í kringum hann fóru á minnsta kosti þrjú högg undir parið. Næstir á eftir Simpson í dag voru landar hans Jimmy Walker og Xander Schauffele ásamt Suður-Afríkumanninum Charl Schwartzel. Þeir voru allir á fjórtán höggum undir pari. Tiger Woods byrjaði hreint út sagt ótrúlega í dag og fékk þrjá fugla í röð á fyrstu fimm holunum og bætti öðrum við á níundu holu og var kominn á 12 högg undir parið eftir níu holur sem skilaði honum í baráttuna um annað sætið, en Simpson var nokkuð öruggur í forystu sinni í dag. Tveir fuglar til viðbótar á 11. og 12. braut settu Woods í frábæra stöðu, 14 högg undir pari með fimm holur eftir. Hann fékk hins vegar skolla á 14. holu og tvöfaldan skolla á þeirri 17. og lauk leik á þremur höggum undir pari í dag og samtals á 11 höggum undir pari. Það skilaði honum í 11.-16. sæti mótsins.Tied for second. -6 thru 12.@TigerWoods is on fire. #LiveUnderParpic.twitter.com/iiqozcfR8a — PGA TOUR (@PGATOUR) May 13, 2018
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira