Boston keyrði yfir Cavaliers í fyrsta leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. maí 2018 22:10 Marcus Morris var á meðal stigahæstu manna í kvöld Vísir/Getty Boston Celtic tók forystuna í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA deildarinnar í körfubolta gegn Cleveland Cavaliers í kvöld. Sigur Boston var aldrei í hættu og forystan verðskulduð. Gestirnir frá Cleveland komust í þriggja stiga forystu snemma leiks en eftir það sáu þeir vart til sólar allt til endaloka. Boston fór í 17 stiga áhlaup og breytti stöðunni úr 4-7 í 21-7. Aron Baynes kom muninum upp í 20 stig í 29-9 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta og þegar honum lauk var Boston með tvöfalt fleiri stig en Cleveland, staðan 18-36. Munurinn hélst við 20 stigin í öðrum leikhluta, liðin voru þar nokkuð jöfn í stigaskorun. Þegar stutt var til hálfleiks setti Al Horford þriggja stiga skot sem kom forystu Celtics í 25 stig og lagði svo upp þriggja stiga körfu Jaylen Brown sem kom stöðunni í 33-61. Kyle Korver skoraði sárabótakörfu fyrir Cleveland, staðan í hálfleik var 35-61 og þrátt fyrir að allt geti gerst í körfubolta var orðið nokkuð ljóst hver úrslitin yrðu. Cleveland náði aðeins að laga stöðuna í þriðja leikhluta, gestirnir unnu hann með 29 stigum gegn 17 og munaði aðeins fjórtán stigum á liðunum fyrir loka fjórðunginn. Heimamenn byrjuðu hann hins vegar á sjö stiga áhlaupi og voru fljótir að gera þetta aftur að nærri 30 stiga leik. Lokatölur í Boston urðu 108-83. Brown skoraði 23 stig í liði Celtic, Marcus Morris 21 og Horford 20. Kevin Love skoraði 17 stig fyrir Cleveland og LeBron James 15. Gestirnir misnotuðu fyrstu 14 þriggja stiga skot sín í leiknum og heildarskotnýting þeirra í fyrri hálfleik var aðeins 32 prósent. 26 stiga munurinn sem var á liðunum í hálfleik er sá mesti sem LeBron hefur verið að tapa með í hálfleik í úrslitakeppni á hans ferli. Liðin mætast öðru sinni á þriðjudagskvöld.Rozier kicks to Marcus Morris for his 3rd triple!#CUsRise 101 | #WhateverItTakes 79 3:30 remaining in the 4th on #NBAonABCpic.twitter.com/RjgnTNCnJB — NBA (@NBA) May 13, 2018Jeff Green as time expires! #WhateverItTakes#NBAonABCpic.twitter.com/uDMZAnnVeO — NBA (@NBA) May 13, 2018 NBA Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
Boston Celtic tók forystuna í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA deildarinnar í körfubolta gegn Cleveland Cavaliers í kvöld. Sigur Boston var aldrei í hættu og forystan verðskulduð. Gestirnir frá Cleveland komust í þriggja stiga forystu snemma leiks en eftir það sáu þeir vart til sólar allt til endaloka. Boston fór í 17 stiga áhlaup og breytti stöðunni úr 4-7 í 21-7. Aron Baynes kom muninum upp í 20 stig í 29-9 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta og þegar honum lauk var Boston með tvöfalt fleiri stig en Cleveland, staðan 18-36. Munurinn hélst við 20 stigin í öðrum leikhluta, liðin voru þar nokkuð jöfn í stigaskorun. Þegar stutt var til hálfleiks setti Al Horford þriggja stiga skot sem kom forystu Celtics í 25 stig og lagði svo upp þriggja stiga körfu Jaylen Brown sem kom stöðunni í 33-61. Kyle Korver skoraði sárabótakörfu fyrir Cleveland, staðan í hálfleik var 35-61 og þrátt fyrir að allt geti gerst í körfubolta var orðið nokkuð ljóst hver úrslitin yrðu. Cleveland náði aðeins að laga stöðuna í þriðja leikhluta, gestirnir unnu hann með 29 stigum gegn 17 og munaði aðeins fjórtán stigum á liðunum fyrir loka fjórðunginn. Heimamenn byrjuðu hann hins vegar á sjö stiga áhlaupi og voru fljótir að gera þetta aftur að nærri 30 stiga leik. Lokatölur í Boston urðu 108-83. Brown skoraði 23 stig í liði Celtic, Marcus Morris 21 og Horford 20. Kevin Love skoraði 17 stig fyrir Cleveland og LeBron James 15. Gestirnir misnotuðu fyrstu 14 þriggja stiga skot sín í leiknum og heildarskotnýting þeirra í fyrri hálfleik var aðeins 32 prósent. 26 stiga munurinn sem var á liðunum í hálfleik er sá mesti sem LeBron hefur verið að tapa með í hálfleik í úrslitakeppni á hans ferli. Liðin mætast öðru sinni á þriðjudagskvöld.Rozier kicks to Marcus Morris for his 3rd triple!#CUsRise 101 | #WhateverItTakes 79 3:30 remaining in the 4th on #NBAonABCpic.twitter.com/RjgnTNCnJB — NBA (@NBA) May 13, 2018Jeff Green as time expires! #WhateverItTakes#NBAonABCpic.twitter.com/uDMZAnnVeO — NBA (@NBA) May 13, 2018
NBA Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira