Segir að huga megi betur að sviðsetningunni Hersir Aron Ólafsson skrifar 13. maí 2018 15:45 Felix Bergsson var fararstjóri íslenska hópsins í Portúgal. Vísir/Heiða Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir keppendur ganga sátta frá borði þó atriðið hafi hafnað í neðsta sæti í keppninni. Þó sé tilefni til að huga betur að sviðsetningu okkar atriða í framtíðinni. Hann kveðst vona að hægt sé að horfa framhjá pólitík í úrslitum gærkvöldsins. Framlag Ísraels bar sigur úr býtum á úrslitakvöldinu í gærkvöldi, en Kýpur hafnaði í öðru sæti. Ljóst er því að keppnin fer fram þar í landi á næsta ári, en sú staðreynd hefur vakið misjöfn viðbrögð. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, segist skilja umræðuna en vonar þó að hægt sé að aðskilja söngvakeppnina og pólitík. „Eins og málin standa í dag þá erum við bara fyrst og fremst að fara að taka þátt í þessu í Jerúsalem á næsta ári, það er engin spurning um það. Ísrael er með í þessu samstarfi og svo þurfa menn bara að reyna að finna leiðir til að mótmæla hlutunum á einhvern annan máta. Menn hafa reynt að láta Eurovision ekki verða miðpunktinn í því,“ segir Felix.„Viljum vera á þessu úrslitakvöldi“ Íslenski hópurinn er nú á leið heim til Íslands, en Felix segir okkar fólk ganga sátt frá borði þrátt fyrir að atriðið hafi hafnað neðst allra í undankeppninni. Hann segir söngvarann Ara Ólafsson hafa staðið sig með prýði og myndað góð sambönd í Evrópu með þátttöku sinni. „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt, alltaf jafn mikill og brjálæðislega flottur sjónvarpsviðburður. En við viljum vera á þessu úrslitakvöldi og það er það sem við ætlum að vinna í hörðum höndum héðan í frá.“ Hann segir hópinn í ár hafa talið rétt að hafa megináhersluna á söng Ara, frekar en að búa til stórt og mikið atriði. Þetta megi þó tvímælalaust endurskoða að ári. „Svo bara kemur eitthvað annað næst og þá bara verðum við að taka á því. En það er engin spurning að við þurfum aðeins að huga að því hvernig við sviðsetjum atriðin okkar og það er það sem við förum í að gera núna mjög grúndígt eftir þetta allt saman,“ segir Felix. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir keppendur ganga sátta frá borði þó atriðið hafi hafnað í neðsta sæti í keppninni. Þó sé tilefni til að huga betur að sviðsetningu okkar atriða í framtíðinni. Hann kveðst vona að hægt sé að horfa framhjá pólitík í úrslitum gærkvöldsins. Framlag Ísraels bar sigur úr býtum á úrslitakvöldinu í gærkvöldi, en Kýpur hafnaði í öðru sæti. Ljóst er því að keppnin fer fram þar í landi á næsta ári, en sú staðreynd hefur vakið misjöfn viðbrögð. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, segist skilja umræðuna en vonar þó að hægt sé að aðskilja söngvakeppnina og pólitík. „Eins og málin standa í dag þá erum við bara fyrst og fremst að fara að taka þátt í þessu í Jerúsalem á næsta ári, það er engin spurning um það. Ísrael er með í þessu samstarfi og svo þurfa menn bara að reyna að finna leiðir til að mótmæla hlutunum á einhvern annan máta. Menn hafa reynt að láta Eurovision ekki verða miðpunktinn í því,“ segir Felix.„Viljum vera á þessu úrslitakvöldi“ Íslenski hópurinn er nú á leið heim til Íslands, en Felix segir okkar fólk ganga sátt frá borði þrátt fyrir að atriðið hafi hafnað neðst allra í undankeppninni. Hann segir söngvarann Ara Ólafsson hafa staðið sig með prýði og myndað góð sambönd í Evrópu með þátttöku sinni. „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt, alltaf jafn mikill og brjálæðislega flottur sjónvarpsviðburður. En við viljum vera á þessu úrslitakvöldi og það er það sem við ætlum að vinna í hörðum höndum héðan í frá.“ Hann segir hópinn í ár hafa talið rétt að hafa megináhersluna á söng Ara, frekar en að búa til stórt og mikið atriði. Þetta megi þó tvímælalaust endurskoða að ári. „Svo bara kemur eitthvað annað næst og þá bara verðum við að taka á því. En það er engin spurning að við þurfum aðeins að huga að því hvernig við sviðsetjum atriðin okkar og það er það sem við förum í að gera núna mjög grúndígt eftir þetta allt saman,“ segir Felix.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira