Grunnskólakennarinn og ímynd hans í samfélaginu Guðbjörg Magnúsdóttir skrifar 12. maí 2018 10:03 Sem grunnskólakennari og móðir barna á grunnskólaaldri hef ég oft á tíðum bæði fengið að finna það á eigin skinni og hlustað á aðra foreldra tala um hversu lítil virðing er borin fyrir grunnskólakennurum. Ég hef oft á tíðum í minni vinnu fengið foreldra með mér í lið til að aðstoða nemendur að tækla ýmiskonar erfiðleika sem verða á vegi þeirra. Oftast gengur það virkilega vel, en því miður kemur fyrir að grunnskólakennarar finni að foreldrarnir treysti kennarum ekki fyllilega fyrir börnunum sínum.Samvinna skóla og heimilaGrunnskólakennarar hafa því miður ekki nógu góða ímynd í samfélaginu. Þetta finnum við kennarar oft hjá nemendum okkar. Maður hefur heyrt nemendur tala um að kennarar geri ekki annað en að röfla, nenni ekki að vinna og séu alltaf í fríi eða nöldra yfir því að fá ekki nógu há laun. Að sjálfsögðu er þetta ekki komið frá krökkunum, heldur eru þau að hafa eftir eitthvað sem þau hafa heyrt heima. Virðingarleysi við skólareglum er af sama meiði. Krakkar eru í símanum í miðri kennslustund og leggja hann ekki frá sér þrátt fyrir tilmæli. Þau eru að þvælast um skólastofuna eða ganga út úr kennslustund án þess að biðja um leyfi. Þetta er mjög slæm þróun og getur leitt til þess að nemendur hætta að bera virðingu fyrir kennurum og því sem þeir biðja nemendur um að gera. Samvinna milli heimilis og skóla er það sem gerir gæfumuninn í starfi okkar grunnskólakennara. Menntun og uppeldi barnanna gerist bæði á heimilunum og í skólunum. Við kennarar erum fagmanneskjur, en foreldrarnir þekkja sín börn auðvitað best. Saman náum við bestum árangri þegar við vinnum saman og sýnum hvort öðru skilning og virðingu, og styðjum hvort annað.Aukum virðingu fyrir kennurumVið þurfum að taka höndum saman og bæta ímynd kennara og auka virðingu fyrir störfum þeirra. Ég tel að eitt af helstu verkefnum nýrrar borgarstjórnar eigi að vera að vinna með grunnskólakennurum að því að auka auka virðingu fyrir því mikilvæga starfi sem unnið er í skólum borgarinnar. Við eigum að tala upp skólana, og hætta að tala þá niður. Við þurfum að taka á agavandamálum í skóla og virðingaleysi nemenda gagnvart kennurum og styrkja og auka samvinnu milli heimila og skóla. Það myndi létta álag á kennurum og auðvelda þeim að einbeita sér að kennslu, í stað þess að halda uppi aga í kennslustofunni.Léttum álagi og minnkum streituKennarar eru undir gríðarlegu álagi. Bugun og þreyta í grunnskólum borgarinnar er alvarlegt vandamál. Hér þarf borgin að koma til móts við kennara með styttingu vinnuvikunnar og auknu faglegu sjálfstæði. Mál sem við í Vinstri grænum höfum lagt áherslu á. Við viljum líka að grunnskólar borgarinnar verði fjölskulduvænir vinnustaðir. Að mínu mati er nauðsynlegt að foreldrar, kennarar og Reykjavíkurborg taki höndum saman og leggist á eitt við að bæta virðingu og traust til grunnskólans og fólksins sem heldur starfi þeirra uppi, kennurunum. Ef við aukum virðingu nemenda fyrir kennurum þá munum við ekki aðeins létta óþörfu álagi af kennurum, heldur stórbæta skólastarfið, öllum, og þó sérstaklega nemendum til hagsbóta. Leggjumst saman á eitt og bætum grunnskólana okkar – í allra þágu!Guðbjörg Magnúsdóttir, grunnskólakennari skipar 8 sæti á framboðslista Vinstri grænna í borgarstjórnarkosningunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Sjá meira
Sem grunnskólakennari og móðir barna á grunnskólaaldri hef ég oft á tíðum bæði fengið að finna það á eigin skinni og hlustað á aðra foreldra tala um hversu lítil virðing er borin fyrir grunnskólakennurum. Ég hef oft á tíðum í minni vinnu fengið foreldra með mér í lið til að aðstoða nemendur að tækla ýmiskonar erfiðleika sem verða á vegi þeirra. Oftast gengur það virkilega vel, en því miður kemur fyrir að grunnskólakennarar finni að foreldrarnir treysti kennarum ekki fyllilega fyrir börnunum sínum.Samvinna skóla og heimilaGrunnskólakennarar hafa því miður ekki nógu góða ímynd í samfélaginu. Þetta finnum við kennarar oft hjá nemendum okkar. Maður hefur heyrt nemendur tala um að kennarar geri ekki annað en að röfla, nenni ekki að vinna og séu alltaf í fríi eða nöldra yfir því að fá ekki nógu há laun. Að sjálfsögðu er þetta ekki komið frá krökkunum, heldur eru þau að hafa eftir eitthvað sem þau hafa heyrt heima. Virðingarleysi við skólareglum er af sama meiði. Krakkar eru í símanum í miðri kennslustund og leggja hann ekki frá sér þrátt fyrir tilmæli. Þau eru að þvælast um skólastofuna eða ganga út úr kennslustund án þess að biðja um leyfi. Þetta er mjög slæm þróun og getur leitt til þess að nemendur hætta að bera virðingu fyrir kennurum og því sem þeir biðja nemendur um að gera. Samvinna milli heimilis og skóla er það sem gerir gæfumuninn í starfi okkar grunnskólakennara. Menntun og uppeldi barnanna gerist bæði á heimilunum og í skólunum. Við kennarar erum fagmanneskjur, en foreldrarnir þekkja sín börn auðvitað best. Saman náum við bestum árangri þegar við vinnum saman og sýnum hvort öðru skilning og virðingu, og styðjum hvort annað.Aukum virðingu fyrir kennurumVið þurfum að taka höndum saman og bæta ímynd kennara og auka virðingu fyrir störfum þeirra. Ég tel að eitt af helstu verkefnum nýrrar borgarstjórnar eigi að vera að vinna með grunnskólakennurum að því að auka auka virðingu fyrir því mikilvæga starfi sem unnið er í skólum borgarinnar. Við eigum að tala upp skólana, og hætta að tala þá niður. Við þurfum að taka á agavandamálum í skóla og virðingaleysi nemenda gagnvart kennurum og styrkja og auka samvinnu milli heimila og skóla. Það myndi létta álag á kennurum og auðvelda þeim að einbeita sér að kennslu, í stað þess að halda uppi aga í kennslustofunni.Léttum álagi og minnkum streituKennarar eru undir gríðarlegu álagi. Bugun og þreyta í grunnskólum borgarinnar er alvarlegt vandamál. Hér þarf borgin að koma til móts við kennara með styttingu vinnuvikunnar og auknu faglegu sjálfstæði. Mál sem við í Vinstri grænum höfum lagt áherslu á. Við viljum líka að grunnskólar borgarinnar verði fjölskulduvænir vinnustaðir. Að mínu mati er nauðsynlegt að foreldrar, kennarar og Reykjavíkurborg taki höndum saman og leggist á eitt við að bæta virðingu og traust til grunnskólans og fólksins sem heldur starfi þeirra uppi, kennurunum. Ef við aukum virðingu nemenda fyrir kennurum þá munum við ekki aðeins létta óþörfu álagi af kennurum, heldur stórbæta skólastarfið, öllum, og þó sérstaklega nemendum til hagsbóta. Leggjumst saman á eitt og bætum grunnskólana okkar – í allra þágu!Guðbjörg Magnúsdóttir, grunnskólakennari skipar 8 sæti á framboðslista Vinstri grænna í borgarstjórnarkosningunum.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun