Albert valinn í hópinn en ekki Kolbeinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2018 13:46 Albert Guðmundsson hefur lítið fengið að spila fyrir aðallið PSV en Heimir valdi hann í lokahópinn fyrir Rússland. Albert Guðmundsson, leikmaður PSV Eindhoven í Hollandi, er í 23 manna landsliðshópi Íslands sem kynntur var í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Ekkert pláss er fyrir Kolbeinn Sigþórsson í hópnum sem verið hefur að vinna í erfiðum meiðslum sínum undanfarin tvö ár. „Því miður fyrir hann kemur þetta val of snemma,“ sagði Heimir Hallgrímsson um Kolbein á blaðamannafundinum í dag. Framherjar í Rússlandi verða Jón Daði Böðvarsson, Björn Bergmann Sigurðarson og Alfreð Finnbogason auk Alberts Guðmundssonar. Ekkert pláss er fyrir Viðar Örn Kjartansson og Theodór Elmar Bjarnason. Annað sem vakti mesta athygli í hópnum var að Frederik Schram var valinn þriðji markvörður en hann barðist um sætið við Ögmund Kristinsson. Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari landsliðsins sagði alla þjálfarana sannfærða um að Frederik væri þriðji besti markvörðurinn. Hólmar Örn Eyjólfsson er í hópnum en Jón Guðni Fjóluson situr heima með sárt ennið. Sömu sögu er að segja um Hjört Hermannsson sem var í hópnum í Frakklandi fyrir tveimur árum. Þá er Samúel Kári Friðjónsson í hópnum. Sagði Heimir Samúel hafa staðið sig mjög vel með U21 landsliðinu, væri framtíðarleikmaður og fjölhæfur. Gæti leyst margar stöður. Nánar hér. Hey @FIFAWorldCup - Here's our squad for Russia https://t.co/NnhfYUVTW5#fyririsland#teamiceland#WorldCup — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 11, 2018 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Albert sló metið sem Ríkharður var búinn að eiga í 66 ár 66 ár, 6 mánuðir og 16 dagar. Það var tíminn sem Ríkharður Jónsson átti metið yfir að vera yngsti íslenski fótboltamaðurinn til að skora þrennu í A-landsleik. 15. janúar 2018 11:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Albert Guðmundsson, leikmaður PSV Eindhoven í Hollandi, er í 23 manna landsliðshópi Íslands sem kynntur var í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Ekkert pláss er fyrir Kolbeinn Sigþórsson í hópnum sem verið hefur að vinna í erfiðum meiðslum sínum undanfarin tvö ár. „Því miður fyrir hann kemur þetta val of snemma,“ sagði Heimir Hallgrímsson um Kolbein á blaðamannafundinum í dag. Framherjar í Rússlandi verða Jón Daði Böðvarsson, Björn Bergmann Sigurðarson og Alfreð Finnbogason auk Alberts Guðmundssonar. Ekkert pláss er fyrir Viðar Örn Kjartansson og Theodór Elmar Bjarnason. Annað sem vakti mesta athygli í hópnum var að Frederik Schram var valinn þriðji markvörður en hann barðist um sætið við Ögmund Kristinsson. Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari landsliðsins sagði alla þjálfarana sannfærða um að Frederik væri þriðji besti markvörðurinn. Hólmar Örn Eyjólfsson er í hópnum en Jón Guðni Fjóluson situr heima með sárt ennið. Sömu sögu er að segja um Hjört Hermannsson sem var í hópnum í Frakklandi fyrir tveimur árum. Þá er Samúel Kári Friðjónsson í hópnum. Sagði Heimir Samúel hafa staðið sig mjög vel með U21 landsliðinu, væri framtíðarleikmaður og fjölhæfur. Gæti leyst margar stöður. Nánar hér. Hey @FIFAWorldCup - Here's our squad for Russia https://t.co/NnhfYUVTW5#fyririsland#teamiceland#WorldCup — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 11, 2018
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Albert sló metið sem Ríkharður var búinn að eiga í 66 ár 66 ár, 6 mánuðir og 16 dagar. Það var tíminn sem Ríkharður Jónsson átti metið yfir að vera yngsti íslenski fótboltamaðurinn til að skora þrennu í A-landsleik. 15. janúar 2018 11:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Albert sló metið sem Ríkharður var búinn að eiga í 66 ár 66 ár, 6 mánuðir og 16 dagar. Það var tíminn sem Ríkharður Jónsson átti metið yfir að vera yngsti íslenski fótboltamaðurinn til að skora þrennu í A-landsleik. 15. janúar 2018 11:30