Endurreisum verkamannabústaðakerfið Líf Magneudóttir skrifar 11. maí 2018 07:00 Ástandið á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík hefur sýnt svart á hvítu að markaðslögmálin ráða ekki við að leysa húsnæðisvandann. Allt of mikið er byggt af stórum, dýrum íbúðum sem tekjulágt fólk ræður ekki við að kaupa og henta ekki barnafjölskyldum. Svipaða sögu er að segja af leigumarkaðinum. Framkoma stórra fyrirferðarmikilla leigufélaga er svívirðileg. Leigjendur standa frammi fyrir tuga prósenta hækkun á leigu eða að lenda ella á götunni. Þetta er ekki náttúrulögmál heldur afleiðing þess að húsnæðismarkaðurinn þjónar ekki fólki, heldur fjármagni: Það er meiri arður af byggingu dýrra, stórra eigna og fjárfestar sem leggja fé í fasteignafélög krefjast hámarksávöxtunar. Græðgi er rót vandans. Borgin á að vera gerandi í húsnæðismálum og vinna náið með verkalýðshreyfingunni og öllum sem vilja byggja upp húsnæðiskerfi í anda gömlu verkamannabústaðanna. Það þarf að skapa sem fjölbreyttastan húsnæðismarkað þar sem fleiri form búsetu bjóðast. Verkalýðshreyfingin og stjórnvöld hafa áður tekið höndum saman um lausn húsnæðisvanda Reykvíkinga með verkamannabústöðum. Það gerðist á millistríðsárunum þegar húsnæðisskortur í Reykjavík var einn sá versti í allri Evrópu. Á sjöunda áratugnum var Breiðholtið svo byggt og braggahverfunum útrýmt. Í dag er þörf á sams konar átaki. Samhent átak með verkalýðshreyfingunni og öðrum sem reka óhagnaðardrifin leigufélög er nauðsynlegt til að leysa húsnæðisvandann til skamms tíma. Slík samvinna er þó enn mikilvægari til langs tíma. Langtímalausn húsnæðisvandans krefst þess að barnafjölskyldur og tekjulágt fólk sé ekki ofurselt kuldalegum markaðslögmálum; að hér sé starfandi kerfi sem býður fólki upp á fleiri valkosti. Á næsta kjörtímabili ætla Vinstri græn að taka höndum saman með öllum þeim sem vilja byggja hér húsnæðiskerfi sem þjónar fólki, ekki fjármagni. Því það er best fyrir samfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ástandið á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík hefur sýnt svart á hvítu að markaðslögmálin ráða ekki við að leysa húsnæðisvandann. Allt of mikið er byggt af stórum, dýrum íbúðum sem tekjulágt fólk ræður ekki við að kaupa og henta ekki barnafjölskyldum. Svipaða sögu er að segja af leigumarkaðinum. Framkoma stórra fyrirferðarmikilla leigufélaga er svívirðileg. Leigjendur standa frammi fyrir tuga prósenta hækkun á leigu eða að lenda ella á götunni. Þetta er ekki náttúrulögmál heldur afleiðing þess að húsnæðismarkaðurinn þjónar ekki fólki, heldur fjármagni: Það er meiri arður af byggingu dýrra, stórra eigna og fjárfestar sem leggja fé í fasteignafélög krefjast hámarksávöxtunar. Græðgi er rót vandans. Borgin á að vera gerandi í húsnæðismálum og vinna náið með verkalýðshreyfingunni og öllum sem vilja byggja upp húsnæðiskerfi í anda gömlu verkamannabústaðanna. Það þarf að skapa sem fjölbreyttastan húsnæðismarkað þar sem fleiri form búsetu bjóðast. Verkalýðshreyfingin og stjórnvöld hafa áður tekið höndum saman um lausn húsnæðisvanda Reykvíkinga með verkamannabústöðum. Það gerðist á millistríðsárunum þegar húsnæðisskortur í Reykjavík var einn sá versti í allri Evrópu. Á sjöunda áratugnum var Breiðholtið svo byggt og braggahverfunum útrýmt. Í dag er þörf á sams konar átaki. Samhent átak með verkalýðshreyfingunni og öðrum sem reka óhagnaðardrifin leigufélög er nauðsynlegt til að leysa húsnæðisvandann til skamms tíma. Slík samvinna er þó enn mikilvægari til langs tíma. Langtímalausn húsnæðisvandans krefst þess að barnafjölskyldur og tekjulágt fólk sé ekki ofurselt kuldalegum markaðslögmálum; að hér sé starfandi kerfi sem býður fólki upp á fleiri valkosti. Á næsta kjörtímabili ætla Vinstri græn að taka höndum saman með öllum þeim sem vilja byggja hér húsnæðiskerfi sem þjónar fólki, ekki fjármagni. Því það er best fyrir samfélagið.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar